Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær eru ekkimargarfréttirnar sem ná þessar vik- urnar brjótast í gegnum hið þétta kórónuveiruský. Þegar horft er út í heim sést þó ein frétt sem sló í gegn: Stórfréttin um Kim Jong-un. Vandinn er sá að fréttamenn eru ekki al- gjörlega vissir og óttast að ofur- fréttin kunni að koðna niður í ekki-frétt á augabragði. En hvernig má þetta vera? Gömul dæmi eru þekkt. Það tók drjúgan tíma að upp- lýsa alþýðuna um dauða Stalíns í mars 1953. Löngu síðar bárust frásagnir sem útskýrðu hvers vegna allt pukrið í kringum and- lát einvaldsins átti sér stað. Leiðtogar Æðstaráðsins sem gagnvart sínum undirtyllum voru sjálfstætt ógnarvald voru sjálfir eins og mýs undir fjala- kettinum Stalín. Þeir fréttu seint að leiðtoginn hefði ekki kallað eftir morgunverði sínum. Vopnaðir verðir við dyr hans höfðu heyrt dynk en þorðu ekki án fyrirmæla að opna dyrnar sem þeir pössuðu. Það var ráðs- kona Stalíns, sem ein hafði kjark til að banka og ljúka upp dyrum og starði á goðmagnið liggjandi hlandblautt á gólfinu. Þá var hringt í Svetlönu og því næst í Beria og smám saman fréttu litlu leiðtogarnir að ekki væri allt með felldu í Kuntsevo. Þegar valdamestu menn kommúnismans mættu var Stalín enn með lífsmarki og komst síðar til meðvitundar. Enginn hafði hringt í lækna eða sjúkralið. Til þess lágu margar ástæður. Óttinn var inntak þeirra allra. Það var ekki kallað í lækna fyrr en valdsmenn voru í húsi. Þeir töldu óljóst hver hefði heimild til þess að kalla á lækna. Ítarleg umræða fór fram yfir liggjandi manninum sem færður hafði verið í sófann sem hann hafði sofið í. Niðurstaða leiðtog- anna varð sú að að þar sem Stal- ín væri ekki látinn þá gæti eng- inn nema hann ákveðið að kalla til lækna. Hann væri að vísu meðvitundarlaus í augnablikinu en það kynni að verða flokkað sem sérstök afglöp, jafnvel sam- særi ef læknar væru kallaðir til án samþykkis hans, og hann rankaði svo við sér. Annar vandi var að Stalín hafði nýlega látið handtaka helstu lækna landsins, þar á meðal persónulega lækna Æðstaráðsins og fjölskyldu og einkalækna Stalíns sjálfs. Síð- ustu misseri hafði Stalín sankað að sér gögnum um meint stór- brotið gyðinglegt læknasamsæri gegn sér, „félögunum“ og Sovét- ríkjunum í heild. Hann hafði lát- ið handtaka alla þessa lækna og félagarnir í Æðstaráðinu skrifað upp á. Verkefnið væri að ná sannleik- anum um gyð- inglega lækna- samsærið út úr hinum grunuðu. Stalín þótti sem rannsakendur og pyntingarmeistarar færu sér of hægt og hafði nýlega gefið skrifleg fyrirmæli um að „berja, berja og berja“ skyldi læknana í þágu sannleikans. Loks urðu foringjarnir þó við kröfum barna Stalíns um að kalla lækna til og þótti öllum lít- ið til um upplit þess hóps sem skrapað var saman. Þessi dauð- ans alvörustund í Moskvu minn- ir á að í þessum kerfum er veru- leikinn annar. En hvað er það sem helst réttlætir að svo margur skarpur skýrandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kim Jong-un, hinn 36 ára gamli elskaði al- ráður N-Kóreu, kunni að vera allur? Fyrsta merkið sem þeir nefna er að Kim Jong-un mætti ekki í afmæli afa síns, Kim Il- sung heitins, sem er í guðatölu eystra, þann 15. apríl sl. Óþekkt er að Kim Jong-un láti sig vanta í heitasta brennipunkt sviðs- ljóssins þann dag. Í öðru lagi sást hann ekki á mynd þegar gerðar voru óvænt- ar tilraunir með eldflaugarskot og allir helstu tindátar N-Kóreu voru mættir og engin skýring gefin á fjarveru leiðtogans. Sög- ur tóku nú að berast um að leið- toginn ungi sem er í góðum holdum og sagður reykja ótæpi- lega og er undir miklu álagi af öllum toga hefði orðið alvarlega veikur og svo dáið vegna eftir- kasta skurðaðgerðar. Væri sú tilgáta rétt má fullyrða af ör- yggi að þeir læknar sem stóðu við skurðarborðið séu ekki minna dauðir núna en sjúkling- urinn þeirra. Næst sást „áreið- anleg frétt“ um það að leiðtog- inn hefði slasast alvarlega einmitt þegar hann, svona líka samviskusamur, var að fylgjast með tilraunum með gereyðing- arvopn, sem voru þó ætluð öðr- um. Seinustu daga og allt þar til þetta var skrifað hefur verið meiri fyrirferð á fréttum sem draga þann taum að Kim Jong- un lifi enn. Þá er það haft til marks að sérstök einkajárn- brautarlest leiðtogans hafi náðst á gervitunglamynd nærri sumarhöll hans á sérlegu sælu- svæði ætluðu æðstu mönnum landsins einum. Þá hófust get- gátur um það að sennilega væri alvaldur og hans helstu menn á þessum örugga sælureit til að verjast kórónuveirunni. Hann gæti því birst aftur á næstunni og sagt jafnfyndinn og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu voru ýktar af svörnum óvinum alþýðunnar. Kim Jong-un, dauð- ur eða lifandi, er sá eini sem slær út fréttir af kórónu- veirunni} Jafndauður og Malakoff? M iðflokkurinn hefur frá upphafi kreppunnar lagt áherslu á að koma þyrfti strax með stórar, almennar og dýrar lausnir því það að gera lítið í einu á löngum tíma yrði á endanum enn dýrara. Í mars kynnti flokkurinn fyrst sínar lausnir eftir að stjórnvöld höfðu dregið lappirnar með að kynna alvöruaðgerðir. Síðan þá hefur vandinn aukist og pakkar ríkisstjórnarinnar eru enn ekki nógu stórir og afgerandi. Miðflokkurinn kynnti í gærmorgun fleiri tillögur sem eru stórar og virka strax. Almennar lausnir fyrir heimili: Markmið: Verja lífskjör allra og auka ráð- stöfunartekjur Lækka staðgreiðslu skatta, tekjuskatt og út- svar í 24% til loka árs 2021 Aðgerð sem nær til launþega, eldri borgara og ör- yrkja, frá og með 1. júní nk. til 31.desember 2021. Lækk- unin eykur ráðstöfunartekjur sem skilar sér í aukinni einkaneyslu og styður við innlend fyrirtæki. Greiðslur vaxta og verðbóta vegna fasteignalána at- vinnulausra falla niður í allt að 18 mánuði og höfuðstóll verður frystur Aðgerðin nær til allra sem eru á atvinnuleysisskrá, frá og með 1. júní nk. til 31. desember 2021. Ríkið semur við lánastofnanir sem skipta með sér til helminga vaxta- kostnaði vegna aðgerðanna. Lánstími lengist til jafns við lengd frystingar. Almennar lausnir fyrir ferðaþjónustuna: Markmið: Að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að leggjast í dvala til að geta risið upp aftur Öll innlend lán ferðaþjónustunnar verða fryst til loka árs 2021 Aðgerðin nær til allra ferðaþjónustufyrir- tækja sem hafa orðið fyrir verulegu tekju- falli vegna heimsfaraldursins. Lán verða fryst frá og með 1. júní nk. til 31. desember 2021. Ríkið semur við lánastofnanir um að vaxtakostnaði vegna aðgerðanna verði skipt til helminga á milli ríkissjóðs og banka. Greiðslur fasteignagjalda verða frystar í 24 mánuði vaxtalaust Sveitarfélög frysta allar greiðslur fast- eignagjalda af öllu húsnæði ferðaþjónustu- fyrirtækja til 24 mánaða, vaxtalaust. Endur- greiðsla með 48 jöfnum afborgunum, sú fyrsta eftir 30 mánuði. Fyrirtækjum og starfsfólki verði gert kleift að viðhalda ráðningarsambandi án launa- greiðslu í allt að 12 mánuði Úrræðið nær til allra ferðaþjónustufyrir- tækja og starfsfólks þeirra, sem hafa orðið fyrir veru- legu tekjufalli vegna áhrifa heimsfaraldursins. Lausn verður framkvæmd með útvíkkun laga nr. 19/1979, þar sem atvinnurekandi getur við vissar aðstæður tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Fyrir öll fyrirtæki: Tryggingagjaldið verður fellt niður til loka árs 2020 Frá og með 1. júní nk. til 31. desember 2020. Ríkisstjórnin kýs að taka lítil skref og leggja til flókn- ar lausnir s.s brúarlánin sem enn eru ekki tilbúin. Það þarf að hugsa stórt og djarft og þannig eru til- lögur Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Verjum fyrirtækin og störfin – hugsum stórt Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen þá eru menn afar óraunsæir,“ sagði hann við AFP. Vísindamenn við Im- perial College í London vinna einnig að því að finna bóluefni gegn kórónu- veirunni. Hyggjast þeir hefja læknis- fræðilegar prófanir á fólki í júní. Indverskt-bandarískt samstarf Bandarískir vísindamenn vinna einnig hörðum höndum að þróun bólu- efnis. BBC hafði fyrir stuttu eftir Mike Pompeo, utanríkisráðherra landsins, að Bandaríkjamenn ættu í samstarfi við Indverja um það. Það kemur ekki á óvart enda hafa vís- indamenn landanna átt í samstarfi um þróun bóluefna gegn ýmsum smit- sjúkdómum í meira en þrjá áratugi og náð ágætum árangri. Indverjar eru einn stærsti framleið- andi samheitalyfja og bóluefna í heim- inum. Nokkur indversku lyfjafyrir- tækjanna vinna að tilraunum að gerð bóluefnis gegn kórónuveirunni. Eitt þessara indversku fyrirtækja er Serum Institute sem framleiðir stóran hluta af því bóluefni sem notað er um heim allan. Þetta rúmlega hálfr- ar aldar gamla fyrirtæki framleiðir á hverju ári hálfan annan milljarð bólu- efnisskammta, tuttugu tegundir fyrir mismunandi sjúkdóma. Fer fram- leiðslan aðallega fram í tveimur verk- smiðjum í borginni Pune, en einnig í verksmiðjum í Hollandi og Tékklandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru um sjö þúsund. Reynsluboltarnir hjá Serum eru í hópi þeirra sem vara við of mikilli bjartsýni á skjótan árangur. Bóluefnið sem allur heimurinn bíður eftir AFP Bóluefni Um allan heim vinna vísindamenn að því að reyna að finna bólu- efni gegn nýju kórónuveirunni, sem komist skjótt í framleiðslu og dreifingu. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Næsta víst er að heimurinnkemst ekki í samt lag fyrren fundið er öruggt bólu-efni gegn nýju kórónuveir- unni, SARS-CoV-2, sem hrellt hefur okkur undanfarna mánuði. Ekki vant- ar viðleitnina því hermt er að um 100 rannsóknarverkefni séu í gangi víðs vegar um heim sem öll miða að þessu einu. Sjö þeirra eru komin á það stig að læknisfræðilegar prófanir á fólki eru að hefjast eða þegar hafnar. Af einni rannsókn, sem vísindamenn við Jen- ner-stofnunina í Oxford-háskóla vinna að, eru sagðar þær góðu fréttir að bólu- efni gæti orðið tilbúið til framleiðslu í haust. Margir vara þó við of mikilli bjartsýni og til þeir eru vísindamenn sem eru svo svartsýnir að þeir draga í efa að bóluefni gegn þessari veiru finn- ist nokkru sinni, til þess sé hún of flók- in og óútreiknanleg. Í þeim hópi er David Nabarro, prófessor við Imperial College í London. Læknisfræðilegar tilraunir En höldum okkur við fréttir sem vekja vonir um árangur og eru frá ábyrgum aðilum. Samkvæmt upplýs- ingum AFP-fréttastofunnar munu rúmlega ellefu hundruð sjálfboðaliðar taka þátt í rannsókninni í Oxford. Þeir eru á aldrinum 18 til 55 ára, eiga að vera við góða heilsu, hafa ekki fengið jákvæða niðurstöðu við skimun fyrir kórónuveirunni og konur í hópnum mega hvorki vera þungaðar né vera með barn á brjósti. Fólkið verður bólu- sett tvívegis með fjögurra vikna milli- bili. Sarah Gilbert prófessor, sem fer fyr- ir rannsóknarteyminu, kveðst vonast til þess að ná 80% árangri út úr tilraun- inni. Gangi það eftir verði hægt að hefja framleiðslu á milljón skömmtum bóluefnisins þegar í september á þessu ári. Landlæknir Breta, Chris Whitty, varar þó við of mikilli bjartsýni. Sjálfur var hann frá vinnu um skeið eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. „Ef menn trúa því að það gerist á auga- bragði að við flytjumst úr núverandi útgöngubanni og yfir í það ástand sem ríkti áður en veiran kom til sögunnar, Dagana 24. til 30. apríl er al- þjóðleg vika bólusetninga. WHO segir að árangursríkar bólusetningar séu ein helsta skrautfjöður læknavísindanna á heimsvísu. Á hverju ári séu meir en 116 milljónir eða 86% allra smábarna bólusett. Hins vegar séu 13 milljónir það ekki. Mikill meirihluti búi í stríðshrjáðum eða fátækum löndum. Jafnvel þegar best lætur sé erfitt að ná til þessa fólks en nú þegar COVID-19 bætist ofan á sé það enn erf- iðara. Eftir því sem bólusetn- ingum fækkar, fjölgar far- öldrum, þar á meðal á lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunar- veiki. WHO varar við því að vanrækja aðra smitsjúkdóma núna: „Aðgangur að bóluefni hefur breytt samfélögum okk- ar til hins betra, en þetta eru lífsgæði sem verður að við- halda til þess að þau verði varanleg, jafnvel á erfiðum tímum,“ segir WHO. Skrautfjöður læknisfræða VIKA BÓLUSETNINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.