Morgunblaðið - 29.04.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Árið 1920 fóru sjö-
undu sumarólymp-
íuleikarnir fram í Ant-
werpen í Belgíu. Við
Íslendingar áttum einn
keppanda á leikunum,
Jón Kaldal langhlaup-
ara, sem að vísu keppti
undir fána Danmerkur.
Hins vegar áttum við
fulltrúa afkomenda Ís-
lendinga sem fluttu til Kanada. Það
voru leikmenn Fálkanna frá Winnipeg
sem kepptu fyrir hönd Kanada í ís-
knattleik eftir að hafa orðið meistarar
áhugamannaliða í ísknattleik 1920.
Ísknattleikur var meðal nýrra
keppnisgreina á leikunum, en ekki var
byrjað að keppa á sérstökum vetr-
arleikum fyrr en 1924. Keppnin fór
fram í skautahöll Antwerpenborgar í
lok apríl. Sex þjóðir tóku þátt í ísknatt-
leik á þessum leikum auk Kanada-
manna; Bandaríkjamenn, Belgar,
Frakkar, Svisslendingar, Svíar og
Tékkar. Keppt var í tveimur riðlum.
Fyrsti leikur Fálkanna var á móti
Tékkum sem þeir gerðu sér lítið fyrir
og unnu 15-0! Næsti leikur Fálkanna
var við Bandaríkjamenn
sem þeir unnu einnig 2-0.
Fálkarnir léku gegn Sví-
um í lokaleiknum sem
þeir unnu auðveldlega
12-1 þann 26. apríl 1920.
Þegar Svíar skoruðu eina
mark sitt á móti þeim –
sem var reyndar eina
markið sem Fálkarnir
fengu á sig á Ólympíu-
leikunum – þustu allir
leikmenn Svíþjóðar að
leikmönnum Fálkanna
og þökkuðu þeim fyrir að leyfa sér að
skora. Í grein í Winnipeg Free Press
1964 segir að Konnie Johanneson hafi
látið draum Svía um að fagna marki
verða að veruleika þegar hann stýrði
pökknum með öðrum skautanum í eig-
ið mark. Bandaríkjamenn urðu í öðru
sæti, Tékkar í því þriðja og Svíar í
fjórða sæti.
Allir leikmenn Fálkanna sem kepptu
á Ólympíuleiknum 1920 nema einn áttu
íslenska foreldra. Sigurdur Franklin
(Frank) Frederickson, fyrirliði og mið-
herji. Foreldrar hans voru Jón Vídalín
Friðriksson Davíðssonar frá Hvarfi í
Víðidal og Guðlaug S. Sigurðardóttir
Guðlaugssonar frá Stapaseli í Stafholt-
stungum. Frank var tekinn inn í
Íþróttafrægðarsetur Manitoba og
Íþróttafrægðarsetur Kanada. Jacob
Valdimar Björnsson markvörður. For-
eldrar hans voru Björn Björnsson frá
Þórormstungu í Víðidal í Húnavatns-
sýslu og Margrét Kristmannsdóttir
frá Bjargi í Miðfirði. Halldór Hall-
dórsson, hægri kantmaður. Foreldrar
hans voru Halldór Stefán Halldórsson
frá Miklaholti og Jórunn Chrisolina
Jónsdóttir frá Hjarðarfelli. Magnús
(Mike) Goodman, vinstri kantmaður.
Hann var sonur Gísla Guðmundssonar
Goodman og Ólafar Björnsdóttur Hall-
dórssonar frá Úlfsstöðum í Loðmund-
arfirði. Hann var kallaður skýstrókur
liðsins og sagt að hann skautaði hraðar
aftur á bak en nokkur annar komst
áfram. Hann var heiðraður á vetraról-
ympíuleikunum í Calgary 1988. Kon-
ráð (Konnie) Jónasson Jóhannesson
varnarmaður. Foreldrar hans voru
Jónas Jóhannesson frá Geiteyjar-
strönd í Mývatnssveit og Rósa Ein-
arsdóttir frá Húsavík. Konráð starf-
rækti flugskóla í Winnipeg og á meðal
nemenda hans voru íslenskir flug-
menn, þ. á m. stofnendur Loftleiða.
Róbert John „Bobby“ Benson varn-
armaður. Foreldrar hans voru Bene-
dikt Jóhannesson frá Naustavík í
Köldukinn í Þingeyjarsýslu og Rósa
Guðmundsdóttir frá Vatnakoti í Eyja-
fjarðarsýslu. Chris (Kristján) Rosant
Friðfinnson sóknarmaður. Foreldrar
hans voru Jón Friðfinnsson frá Þor-
valdsstöðum í Breiðdal og Anna Sig-
ríður Jónsdóttir frá Þverá í Eyjafirði.
Allan Huck Woodman, eini leikmaður
Fálkanna sem ekki var af íslenskum
uppruna en hann var af enskum ætt-
um.
Í Lögbergi 29. apríl 1920 eftir leik-
ana stóð að menn hefðu verið sann-
færðir um að „þessir Íslendingar hefðu
til að bera hreysti, listfengi, hugrekki,
staðfestu og óbilandi viljaþrek til þess
að sigra í kappleiknum, landi sínu, þjóð
sinni og sjálfum sér til sóma“. Gull-
drengjunum var fagnað sem þjóðhöfð-
ingjum við komuna til Montreal og To-
ronto. 22. maí var gefið frí hálfan
daginn í Winnipeg svo heimamenn
gætu hyllt hetjurnar þegar þær óku
sigurhring í opnum bílum í miðbænum.
Fálkarnir voru teknir inn í heið-
urshöll Íþróttasambands Manitoba
og heiðurshöll íshokkísambands fylk-
isins 1980. Varanleg sýning um Fálk-
ana var opnuð í MTS-höllinni í Winni-
peg 2004 og er hún nú í húsakynnum
Íþróttasambands Manitoba. Þeir
voru teknir inn í heiðurshöll kan-
adísku ólympíunefndarinnar 2006 og
Frank Fredrickson auk þess einn og
sér rétt eins og í heiðurshöll Íþrótta-
sambands Manitoba.
Mikið hefur birst um Fálkana,
bæði hérlendis og ekki síst í vest-
uríslenskum blöðum og tímaritum, en
auk þess hafa komið út bækur um þá.
„Saga þeirra er eins og Íslend-
ingasaga til forna. Hópur manna, sem
ekki eru taldir líklegir til afreka, sigr-
ast á öllum hindrunum og nær ótrú-
legu takmarki, æðstu verðlaunum
heims,“ sagði David Square við Morg-
unblaðið skömmu áður en bók hans
When Falcons Fly kom út 2007.
Samtök íslenskra ólympíufara hafa
sent félögum okkar í Kanada heilla-
óskaskeyti í tilefni þessa aldar-
afmælis svo og Íslendingafélaginu í
Winnipeg.
100 ár frá Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920 og
gullverðlaunum Fálkanna frá Winnipeg í ísknattleik
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon » Allir leikmenn Fálkanna sem
kepptu á Ólympíu-
leiknum 1920 nema einn
áttu íslenska foreldra
Jón Hjaltalín Magnússon
Höfundur er formaður Samtaka
íslenskra ólympíufara.
jhm@simnet.is
Þessi pistill hefur
ekkert með það að gera
að látið sé að því liggja
að sigla eigi öllum
skuldsettum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum og
heimilum í þrot. Þó svo
ferðaþjónustan skipti
þjóðina miklu máli eru
engu að síður takmörk
fyrir hversu stjórnlaus
og óábyrg uppbygging
á sér stað. Það er löngu orðið tíma-
bært að landinu sé stýrt með ábyrg-
um hætti og dregið úr bákninu og yf-
irbyggingu til að ná hagræðingu í
ríkisbúskapnum. Ef að líkum lætur
mun endurreisn nágrannalandanna
eiga sér stað mun fyrr en á Íslandi
eins og eftir bankahrunið, stærsta
ástæða fyrir því er skuldsetning
þjóðarinnar.
Það eykst í sífellu að almenningur
sýni ekki samfélagslega ábyrgð þeg-
ar horft er til kennitöluflakks og
óábyrgrar hegðunar hvert sem er lit-
ið. Skattborgarar eiga síðan þegar
illa fer að koma og bjarga vonlausum
fyrirtækjum og heimilum sem ítrek-
að steypa sér í vandræði ásamt fjár-
glæframönnum. Það er ekki nóg að
skrúfa upp fasteignaverð, sem heim-
ilin nýttu sér með endurfjármögnun
og hærri lántöku, og síðan er látið í
veðri vaka að heimili landsins séu
ekki eins skuldsett og áður. Stjórn-
völd þurfa að skapa aðhald og stöð-
ugleika til lengri tíma og fyrirbyggja
þenslu og skyndilausnir þar sem hús-
næðismarkaður síðustu áratuga hef-
ur verið eins og rússnesk rúlletta.
Þó svo að þjóðin sé að fara í gegn-
um miklar efnahagsþrengingar og
það eigi að reyna að halda lífinu í
hálfgjaldþrota fyrirtækjum til að at-
vinnulífið nái viðspyrnu eru takmörk
sett hvað sé langt gengið og réttlæti
til aðstoðar. Það ber að greina vand-
ann hjá einstaka ferðaþjónustu-
fyrirtækjum áður en frekari fjár-
hagsaðstoð er veitt, dugi hlutabóta-
leiðin ekki til. Það er með öllu óraun-
hæft og óboðlegt að skattborgurum
sé sendur reikningur ferðaþjónust-
unnar, sem var löngu komin í fjár-
hagsvandræði áður en COVID-19 lét
á sér kræla. Vítaverð uppbygging og
græðgi átti sér stað.
Stjórnvöld láta stýrast í fordæma-
lausum aðstæðum af
fljótfærni, taugaveiklun
og ábyrgðarleysi til að
takast á við sjálfskap-
arvíti undangenginna
ára. Það er ekki sjálf-
gefið að ytri aðstæður
verði gjöfular næstu ár-
in sé litið til efnahags-
þrenginga innan sem
utan lands auk þess
sem þjóðin hefur verið
rænd helstu tekjulind
sjávarafurða, í boði
stjórnvalda.
Innan nokkurra vikna eru miklar
líkur á því að þjóðinni verði einnig
gert að halda Icelandair uppi með
milljarða ríkisábyrgðum og öðrum
fjáraustri. Mjög hefur gengið á eigið
fé undanfarið og vart annað að sjá en
félagið sé orðið ósjálfbært ofan í að
vélarnar eru óhagkvæmar. Sé félagið
svo mikils virði að það sé réttlæt-
anlegt að endurreisa það hlýtur
hlutabréfamarkaður að gera það. Það
er vandséð að íslenskir lífeyrissjóðir
réttlæti að spýta meira fjármagni í
félagið, skellurinn verður væntanlega
nógur samt. Í það minnsta bætir ekki
ástandið í heiminum rekstrarhorfur
Icelandair.
Það er mikil einföldun að halda að
endurreisn ferðaþjónustu eigi sér
ekki stað nema ríkissjóður skuldbindi
sig upp í rjáfur. Tóm hótel hverfa
ekkert og önnur flugfélög aðlaga sig
að markaðinum og þar að auki er
nægur tími til að endurskipuleggja
ferðaþjónustuna þar til túristinn snýr
aftur í einhverjum mæli. Þjóðin ætti
að íhuga hvernig komið væri fyrir
henni hefðu skuldir WOW air lent á
herðum skattborgara þar sem félagið
var yfirveðsett og átti aldrei mögu-
leika á að verða sjálfbært. Það er
ekki auðvelt að horfa upp á eða leggja
til að þúsundir manna missi lífsvið-
urværi sitt, engu að síður þarf stund-
um að eiga sér stað kalt mat og líta til
heildarhagsmuna. Það eru takmörk
fyrir því hverju pínulítið hagkerfi
stendur undir.
Tugmilljarða ríkisábyrgð til ferða-
þjónustunnar ofan á aðrar aðgerðir
eru óforsvaranlegar sé slík ábyrgð
ekki skilyrt, t.d. sem hlutafé, þar sem
skattgreiðendur taka við reikn-
ingnum ef illa fer. Stjórnvöld virðast
hafa gleymt milljarða ríkisaðstoð
þegar bótasjóður Sjóvár var rændur
innan frá og þjóðin fékk síðan putt-
ann þegar félagið stuttu síðar gat
greitt feitar arðgreiðslur. Það er ekki
sjálfgefið að lánalínur til Íslands
verði opnar þegar greiðslugeta og
gjaldeyristekjur eru skoðaðar ef
skyldi þrengja enn meira að ásamt
heimsbyggðinni. Þjóðin er að takast á
við fordæmalausa erfiðleika og
ótraustan gjaldmiðil, sem verður
verðminni með hverjum deginum
sem líður þar sem skuldir lands-
manna stíga upp og fasteignaverð
sígur.
Þó svo að Seðlabanki Íslands lækki
stýrivexti niður í núll % munu slíkar
aðgerðir breyta takmörkuðu fyrir
þúsundir fyrirtækja og heimila, sem
eru með fasta vexti af sínum skuld-
um. Vaxtastefna Seðlabankans síð-
ustu ár gefur fullt tilefni til að þjóðin
íhugi á hvaða vegferð hún hefur verið
árum saman. Það er löngu orðið
tímabært að viðurkenna vandann og
greina af hverju allt fer á hliðina öll-
um stundum.
Það er einnig full ástæða til að
íhuga að þegar það fór að myndast
skortur á sóttvarnabúnaði innan Evr-
ópu varðandi Covid-19 var takmark-
aður vilji í heiminum til að aðstoða
þjóð (Ítalíu) í nauð. Þá er hver sér
næstur og ekkert sjálfgefið í þeim
efnum. Það er löngu kominn tími til
að Íslendingar geri sér grein fyrir
hversu dýrkeypt óábyrgt háttalag
getur orðið.
Þjóðin hefur almennt ekki séð sér
fært undanfarin ár að nýta sér veit-
inga- og hótelgistingu vítt og breitt
um landið vegna svívirðilegrar verð-
lagningar. Það er löngu orðið tíma-
bært að dregið sé úr óhóflegu flæði
ferðamanna þar sem innviðir bera
ekki þann fjölda sem hefur sótt land-
ið heim seinni árin og ógnar lífi og ör-
yggi landans sem og ferðamanna.
Takmörk fyrir hve miklum klyfjum
hægt er að varpa á skattborgara
Eftir Vilhelm
Jónsson » Það er með öllu
óraunhæft og óboð-
legt að skattborgurum
sé sendur reikningur
ferðaþjónustunnar, sem
var löngu komin í fjár-
hagsvandræði áður en
COVID-19 lét á sér
kræla.
Vilhelm Jónsson
Höfundur er fjárfestir.
Í hagfræði er verð-
bólga almenn verð-
hækkun á vöru og þjón-
ustu í efnahagslífinu
yfir tiltekinn tíma.
Venja er að skilgreina
verðbólgu sem breyt-
ingu á meðalverði vöru
og þjónustu í neyslu-
körfu sem end-
urspeglar neyslu-
samsetningu
heimilanna. Við eðlileg-
ar aðstæður er verðbólga í raun mæl-
ing á neysluaukningu sem verður
vegna aukins hagvaxtar eða peninga-
framboðs (útlán banka). Verðvísitala er
mælikvarði á breytingar á verði í
neyslukörfu frá einu tímabili til annars.
Á Íslandi mælir Hagstofan verðbreyt-
ingu á þessum útgjöldum heimilanna í
svonefndri Vísitölu neysluverðs
(VNV). Þessi vísitala er handhægasta
mælingin við eðlilegar aðstæður á
verðbólgu og Hagstofan birtir breyt-
ingar á henni mánaðarlega. Þessi sama
vísitala er einnig notuð til verðtrygg-
inga á lánum og er eitt helsta tæki
Seðlabankans til vaxtaákvarðana.
Þessi neysluútgjöld allra heimila í
landinu sem Hagstofan mælir mynda
„einkaneysluna“ sem er aftur hluti
landsframleiðslunnar og mælir hag-
vöxt í landinu.
Verðhækkanir eru ekki
neysluaukning
Við veirufaraldurinn núna hefur
gengið lækkað og heyrst hefur af tals-
verðum hækkunum á erlendum að-
föngum og ljóst er að þessi einstaki at-
burður leiðir til talsverða verðhækkana
í krónum á innfluttri vöru. Því til við-
bótar verða eflaust hækkanir á verði
margskonar þjónustu. Slík skyndileg
hækkun fer inn í mælingu neyslu-
vísitölu Hagstofunnar. Ekki er víst að
við þessar aðstæður verði um aukna
eftirspurn ræða og því geti útreiknuð
einkaneysla ekki talist eðlileg verð-
bólga í hagfræðilegum skilningi, en
mun engu að síður ráða mestu í sjálf-
virkri mælingu á verðbólgu vegna að-
ferðafræði Hagstofunnar.
Mistök í fjármálahruninu
Í kjölfar fjármálahrunsins (2008-
2011) mældi Hagstofan verðlag
(neysluvísitölu) en einnig raunveruleg
útgjöld heimilanna. Nið-
urstaðan var sláandi.
Vísitalan hafði hækkað
um 38% en útgjöld heim-
ilanna um 11,5%. Í út-
gjöldunum kom fram hin
raunverulega neyslu-
minnkun. Þar birtust
viðbrögð heimilanna við
verðhækkunum og minni
tekjum í samdrætti í lúx-
usvörum eins og bílum
o.fl. Engu að síður
ákváðu stjórnvöld að slík
38% reiknuð verðlags-
vísitala neysluverðs, en ekki raunveru-
leg neysla, réði við útreikning verð-
tryggða fjármálagerninga. Allir vita
að sú ákvörðun stórjók skuldir al-
mennings sem voru færðar lán-
ardrottnum og ollu tugþúsundum
heimila miklu tjóni. Þessi aðferðafræði
við mælingu á verðbólgu gaf ranga
mynd af efnahagslegum raunveru-
leika.
Hvað munu Seðlabankinn
og stjórnvöld gera?
Það var með ólíkindum í kjölfar
bankahrunsins að stjórnvöld og ASÍ
ákváðu að nota þessa fölsku verð-
bólguútreikninga til að bjarga fjár-
málageiranum á kostnað almennings.
Afleiðingar þess urðu vantraust á Al-
þingi og stjórnmálamenn og hefur
ekki gróið um heilt þó áratugur sé lið-
inn. Munu stjórnvöld endurtaka leik-
inn í þessu veiruhruni með sömu hag-
fræðilegu fölsku rökum sem hækka
verðtryggðar skuldbindingar og færa
fjármagnið aftur frá heimilum og fyr-
irtækjum til fjármálafyrirtækja, eða
munu þau tryggja að falskir verð-
bólguútreikningar vegna for-
dæmalausra atburða, setji ekki
skuldaklafa á heimilin ofan á tekju-
missi þeirra?
Fölsk verðbólga –
Fölsk verðtrygging
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson
Sigurbjörn
Svavarsson
»Munu stjórnvöld
tryggja að falskir
verðbólguútreikningar
vegna fordæmalausra
atburða setji ekki
skuldaklafa á heimilin
ofan á tekjumissi
þeirra?
Höfundur er framkvæmdastjóri.