Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 24
Mikil umsvif hafa verið á hafnar- svæðinu á Dalvík á síðustu árum og var nýr hafnargarður, Austurgarð- ur, formlega vígður í nóvember, en hann er ofarlega hægra megin á myndinni. Efnisflutningaskipið Pét- ur mikli og gröfupamminn Reynir frá Björgun hf. hafa undanfarið verið við dýpkun við Austurgarð og við- haldsdýpkun við Norðurgarð. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í dag. Framkvæmdir við Austurgarð hóf- ust 2017 og var fyrsta verkefnið að breyta og færa grjótgarðinn, efst hægra megin á myndinni. Dýpka þurfti í höfninni og síðan var stálþil rekið niður og fyllingin látin síga áður en þekjan var steypt. Á hafnarsvæð- inu hafa m.a. risið masturshús og spennistöð, sem var tengd við varð- skipið Þór þegar rafmagnslaust varð í Dalvíkurbyggð í nokkra daga eftir mikið óveður 10. desember í fyrra. Vinnubúðir frá verktakafyrirtæk- inu Munck eru á Austurgarði, en verða á næstunni fluttar til Græn- lands. Nýtt og fullkomið fiskiðjuver Samherja hefur á síðustu mánuðum risið við Austurgarð, þar sem tveir togarar eiga að geta athafnað sig samtímis. Eldra frystihús Samherja er fyrir ofan verbúðir, sem standa á fjörukambinum vinstra megin ofan við miðja mynd Næst á myndinni til hægri er Suðurgarður og til vinstri eru smá- bátabryggjur. Sjá má hvalaskoðun- arbátana Mána og Draum og fjær er Grímseyjarferjan Sæfari við ferju- bryggjuna. aij@mbl.is Dýpkun að ljúka á Dalvík Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Uppbygging Talsverð umsvif eru í Dalvíkurhöfn allan ársins hring og ný mannvirki bæta aðstöðuna.  Mikil umsvif hafa verið á hafnarsvæðinu síðustu ár 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Boltaæfingar Vestmanneyingurinn Sigurður Grétar Benónýsson er meðal nýrra leikmanna Vestra og ætlar sér eflaust að skora grimmt í sumar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er ekki nýtt að íþróttamenn leiti allra ráða til að geta æft íþrótt sína. Þannig voru ekki margir kost- ir til æfinga á erfiðum og snjóþung- um vetri fyrir knattspyrnumenn Vestra á Ísafirði og í Bolungarvík. Besta lausnin var sandræma á Stórasandi í fjör- unni í Bolung- arvík, þar sem sandurinn var yf- irleitt sléttur og þægilegur á fjör- unni. „Maður byrjaði á því á morgnana að fara inn á samgongustofa.is og þaðan inn á siglingar. Smellti síðan á veður og sjólag og kíkti á öldu- og veðurspá. Þaðan var farið í sjávarfallastöðu í höfnum og staðan í Bolungarvík skoðuð. Í framhaldi af þessu gátum við gefið út þann tíma sem best var talið að æfa, en aldrei máttu fleiri en fjórir vera á sama tíma í fjörunni,“ segir Bjarni Jó- hannsson, hinn margreyndi knatt- spyrnuþjálfari, sem nú þjálfar Vestra. Liðið varð í öðru sæti í 2. deild í fyrra og leikur því í næst- efstu deild í sumar. Erfiður vetur fyrir vestan Bjarni segir að veturinn hafi ver- ið erfiður á margan háttt fyrir vest- an, vond veður og mikill snjór. Síð- an kórónufaraldurinn sem lagst hafi þungt á fólk í Bolungarvík og á Ísa- firði, en vonandi sé að rætast úr. „Æfingavöllurinn í Bolungarvík sem við æfum á á vorin og sumrin er enn á kafi í snjó. Gervigrasvöll- urinn, sem er reyndar ónýtur, fór undir snjó í lok nóvember og kom undan snjó einum degi fyrir sam- komubannið um miðjan mars. Snjórinn var svo mikill að tæpast var hægt að hlaupa á göngustíg- unum og þess vegna var þessi sand- ræma í fjörunni í Bolungarvík okk- ar eini möguleiki til þess að hlaupa og jafnvel rekja bolta. Á góðum degi er þetta frábær aðstaða og við erum engan veginn fyrsta fótbolta- liðið á Íslandi sem æfir í fjöru- sandi,“ segir Bjarni. Þess má geta að til hefur staðið að byggja upp íþróttamannvirki á Torfnesi á Ísafirði. Fyrir nokkru var bygging fjölnota húss á Torfnesi boðin út, en ekkert tilboð barst í verkefnið. Bjarni starfar sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla, en fer oft vestur að vetrinum og er á leiðinni þangað í vikulok. Hann segir að lið sumars- ins sé nokkuð mótað, en þó eru tveir leikmenn ókomnir frá útlöndum og nokkur óvissa um komu þeirra vegna kórónuveikifaraldursins. Fara beint í sóttkví „Við eigum von á leikmanni frá Serbíu og öðrum frá Brasilíu, sem báðir voru með okkur í fyrra, og er- um að vona að þeir komi fyrir miðj- an maímánuð. Við erum ekki búnir að finna flug fyrir þá, en um leið og slaknar á ferðatakmörkunum um allan heim gætu opnast möguleikar á að koma þeim til landsins. Ef allt gengur upp ættu þeir að vera klárir í bikarleiki í byrjun júní eftir tveggja vikna sóttkví,“ segir Bjarni. Ljósmyndir/Heiðar Birnir Torleifsson Á Stórasandi Daniel Badu dregur hvergi af sér á sprettinum, en hann hefur í mörg ár keppt með liðum að vestan. Skoðaði sjólag og sjávarföll fyrir æfingar  Erfiðar aðstæður  Fjaran lausnin Bjarni Jóhannsson Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leiða vinnu starfs- hóps til að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum munu sitja fulltrúar Reykjavíkur- borgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar. Skv. upplýsingum ráðuneytisins á að endurmeta þá tvo kosti sem starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) taldi fýsilegasta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra; jarðgöng yfir í Gufu- nes og lágbrú sem þverar hafnar- svæðið við Kleppsvík. Hópurinn á að endurmeta hönnun og legu Sunda- brautar og gera nýtt kostnaðarmat fyrir báða valkostina. Skila á niður- stöðum fyrir 31. ágúst nk. Hópur meti tvo kosti Sundabrautar Morgunblaðið/Hallur Már Holtagarðar Tveir kostir um legu Sundabrautar verða skoðaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.