Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Blessuð sólin er nú farin aðminna á sumarið eftir langan
og harðan vetur. Hún er alltaf vel-
komin en sjaldan sem nú. Ferða-
fiðringurinn gerir
vart við sig eins og
jafnan á þessum árs-
tíma, en ekki síst nú
eftir ítrekuð ofsa-
veður sem fylgt var
eftir af kórónuveiru
sem lokaði fólk af
svo að ætla má að spennan fyrir því
að viðra sig og sína hafi magnast
sem aldrei fyrr.
Fólk ætti ekki að gera ráð fyrirmiklum ferðalögum til útlanda
þetta sumarið og jafnvel ekki það
sem eftir lifir árs, þó að um það
verði svo sem ekkert fullyrt að svo
stöddu. Hið sama á við um þá sem
búa erlendis, þeir eru ekki líklegir
til að sækja Ísland heim þetta árið
og veldur það sem kunnugt er veru-
legum áhyggjum.
Stjórnvöld og stofnanir ríkisinsreyna að bregðast við þessu
sem eðlilegt er og liður í því er að
hvetja Íslendinga til að ferðast inn-
anlands.
Það hefur hins vegar vakið furðumargra að Ferðamálastofa
ríkisins skuli hafa ákveðið að senda
drýgstan hluta þess fjár sem á að
hvetja Íslendinga til að ferðast um
Ísland til erlendra stórfyrirtækja
sem þurfa ekki að lúta sömu
reglum og íslenskir miðlar.
Í þessari umræðu hefur líka kom-ið fram að stjórnvöld hafa enga
stefnu um það hvernig stofnanir
þess auglýsa. Hvernig stendur á
því? Er ekki sjálfsögð krafa að ís-
lenska ríkið auglýsi í íslenskum
miðlum frekar en hjá þeim sem
ekkert leggja af mörkum til ís-
lensks samfélags?
Sérkennilegt
stefnuleysi
STAKSTEINAR
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar árið 2019
var jákvæð um 655 milljónir króna, sem er 301
milljón króna betri afkoma en ráð var fyrir gert í
fjárhagsáætlun ársins með viðaukum. Það skýrist
fyrst og fremst af auknum útsvarstekjum og fast-
eignaskatti, að því er fram kemur í frétt frá bæn-
um.
Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið
2019 var lagður fram í bæjarráði þriðjudaginn 14.
apríl síðastliðinn og var vísað til fyrri umræðu í
bæjarstjórn Akraness sem fór fram hinn 28. apríl.
Þar kemur fram að skatttekjur voru 282 millj-
ónum króna meiri en árið áður. Framlög Jöfn-
unarsjóðs lækkuðu um 22 m.kr. frá fyrra ári. Aðr-
ar tekjur jukust um 140 milljónir króna á milli ára.
Fjármagnsliðir hækka um 81 m.kr. sem skýrist að
stærstum hluta af auknum arðgreiðslum af eign-
arhlutum og hærri vaxtatekjum af innistæðum í
banka. Heildareignir í lok árs námu samtals
15.038 milljónum króna og jukust um 846 milljónir
milli ára. Helstu framkvæmdir í fyrra voru þjón-
ustumiðstöð aldraðra, 303 milljónir, og fimleika-
hús, 281 milljón. sisi@mbl.is
Hagnaður hjá Akraneskaupstað
Afkoman 301 milljón
betri en ráð var fyrir gert
Akranes Vitarnir tveir njóta sín í fallegri birtunni.
Eimskip fékk í gærmorgun afhent
nýtt skip, Dettifoss, sem er annað
tveggja 2.150 gámaeininga skipa
sem fyrirtækið hefur verið með í
smíðum í Kína. Gert er ráð fyrir að
hitt skipið, Brúarfoss, verði afhent
undir lok þriðja ársfjórðungs.
Starfsmenn Eimskips hafa verið í
Kína til að vinna að móttöku Detti-
foss. Þurftu sumir þeirra að vera í
14 daga sóttkví vegna COVID-19-
veirunnar. Áformað er að skipið
hefji siglinguna frá Kína til Íslands
snemma í maí og er gert ráð fyrir
að hún muni taka um 40 daga. Skip-
ið mun sigla frá Guangzhou til Tai-
cang í Kína þar sem farmur verður
lestaður til Evrópu. Þegar komið er
til Danmerkur fer Dettifoss inn í
siglingaáætlun félagsins. Áætlað er
að skipið komi til Íslands í fyrsta
sinn seinnihluta júnímánaðar.
Á myndinni, sem tekin var í gær-
morgun, eru Bragi Björgvinsson
skipstjóri, Jóhann Steinar Stein-
arsson, forstöðumaður skiparekstr-
ar Eimskips, og Gunnar Stein-
grímsson vélstjóri ásamt fulltrúum
skipasmíðastöðvarinnar í Kína.
sisi@mbl.is
Siglingin heim
tekur 40 daga
Ljósmynd/Eimskip
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Full búð
af nýjum og
fallegum vörum
Sendum frítt
um allt land
Pantanir í síma 588 4499
Tökum líka pantanir á FB
5.990 kr.
Túnika
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/