Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 12
Lítil Ronja tveggja mánaða eftir fyrstu aðgerð. Hún var lengi í spelkum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ronja var farin að fela öriðsitt, hún vildi ekki aðneinn sæi það. Hún varorðin óörugg út af þessu og talaði um að sér þætti þetta ljótt. Ég ákvað þá að fá mér eins ör, til að standa með henni og sýna henni að mér þykir þetta flott. Ég ber örið með stolti og vil að hún geri það líka, þetta eru hennar flottu og óvenju- legu sérkenni,“ segir Hrafnhildur Tinna Sveinsdóttir sem lét flúra á sig samskonar ör og sjö ára dóttir henn- ar, Ronja Mary Sigurjónsdóttir, hef- ur á hægri öxl og niður á upp- handlegg, eftir tvær skurðaðgerðir. „Ronja var stór við fæðingu, hún var 19 merkur og lenti í vand- ræðum við að koma í heiminn. Hún var rifin út með látum og fékk við það axlarklemmu, sem varð til þess að rof kom á taugar sem liggja frá mænu út í handlegg. Með öðrum orð- um þá rofnaði tengingin frá heila og út í handlegg og fyrir vikið lömuðust vöðvar í öxl og handlegg. Þegar hún var orðin rúmlega tveggja mánaða kom í ljós að hún var úr axlarlið og þá þurfti hún að fara í aðgerð til að setja hana í lið. Í framhaldinu var hún í spelkum í átta vikur. Þegar hún var orðin fjögurra ára þurfti hún svo að fara aftur í aðgerð en þá var upp- handleggsbeinið skorið í tvennt og hendinni snúið um fjörutíu gráður inn á við til að auka líkur á að hún gæti snert munn. Hún er lömuð að hluta í handleggnum, en hefur þó einhverja vöðvaspennu. Hún getur lítið notað höndina, hún getur ekki lyft henni upp, enda er höndin orðin stíf, af því sumir vöðvar eru sofandi en aðrir ekki. Hún á eftir að fara í þriðju aðgerðina þegar hún verður eldri.“ Eftir að Tinna tók ákvörðun á síðasta ári um að standa með dóttur sinni á þennan sérstaka hátt, leitaði hún til húðflúrara sem kallar sig Oliverthor, eða Óliver Þór Davíðs- son, og starfar hjá húðflúrstofunni Appollo Ink. Hann hélt að ég væri rugluð „Ég mætti með Ronju með mér til hans og sýndi honum örið hennar og sagðist vilja fá alveg eins. Hann hélt fyrst að ég væri eitthvað rugluð og hélt jafnvel að ég ætlaði að láta húðflúra krakkann, en svo fannst honum þetta falleg og frumleg hug- mynd. Hann gerði húðflúrið með hvítu bleki, svo þetta lítur út eins og alvöru ör. Við Ronja erum báðar mjög ánægðar með útkomuna og núna er Ronja hætt að fela örið sitt og skammast sín ekki lengur fyrir það,“ segir Tinna og bætir við að húðflúrið hennar sé ekki alveg full- klárað, Óliver eigi eftir að fara eina umferð enn af hvítu til að ná sömu þykkt og er á öri Ronju. „Þegar Ronja var yngri kallaði hún örið „skerið sitt“ og þegar ég sagði henni fyrst frá hugmyndinni um að ég ætlaði að fá mér alveg eins „sker“ og hennar, hélt hún að ég ætl- aði að taka örið af henni og færa það yfir á mig. Það er erfitt að telja sex ára stelpu trú um það í orði að örið sem henni finnst ljótt sé flott. Ég varð að sýna henni það í verki,“ segir Tinna og bætir við að Ronja beri nafn með rentu. „Hún er þó nokkuð lík Ronju nöfnu sinni ræningjadóttur, sögu- persónu Astridar Lindgren. Við köll- um hana stundum Ronju ræningja- dóttur, af því hún er sjálfstæð og sterk eins og hún. Ronja okkar er mikill nagli sem sigrast á mótlæti og fer sínar eigin leiðir. Hún var mjög hætt komin þegar hún fór í fyrstu að- gerðina aðeins rúmlega tveggja mánaða, þá var henni fyrir mistök gefinn tífaldur skammtur af morfíni á Barnaspítalanum. Hún reif sig upp úr því, eins og öllu öðru. Hún er al- gjör Ronja.“ Mæðgur bera örin sín með stolti „Hún er algjör Ronja, nagli sem fer sínar eigin leiðir, sjálfstæð og sterk,“ segir Tinna, móðir Ronju sem ber stórt ör eftir tvær skurðaðgerðir. Til að standa með dóttur sinni lét Tinna húðflúra á sig alveg eins ör. Morgunblaðið/Eggert Mæðgur Tinna og Ronja eru ánægðar með örin sín sem þær kalla skerin og prýða axlir þeirra og upphandleggi. Skerið Óliver flúrar á Tinnu og hefur mynd í síma af Ronju til hliðsjónar. Alveg eins Tinna og Ronja með skerin sín tvö.Aðgerð Ronja sofandi eftir seinni aðgerðina, þá fjögurra ára. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.