Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Eftir nokkuð harðan vetur,sem einkenndist af válynd-um veðrum og farsótt,
sjást fyrstu teikn um vorið. Á
þessum tíma vaknar gróður eftir
vetrardvala og því fylgir óhjá-
kvæmilega aukning á frjókornum
sem allt að þriðjungur þjóðarinnar
hefur óþægindi af og eru grasfrjó
þar langtum algengust. (1)
Einkenni ofnæmis eru marg-
vísleg og mismikil á milli fólks. Al-
gengust eru nefstíflur og nef-
rennsli, tárarennsli, kláði í augum
og hnerri. Að auki eru astma-
einkenni, hósti og mæði, ekki óal-
geng. (1, 2)
Hvað er til ráða?
Frjókornatíminn hérlendis er
breytilegur frá ári til árs. Ein-
kenni birkiofnæmis koma yfirleitt
fram í maí-júní, en grasfrjó byrja
oftast að berast í loftið um miðjan
júní og fram í ágúst. (1)
Besta meðferðin við frjóofnæmi
verður að teljast sú að forðast of-
næmisvakann. (1, 2) Nú hefur
þjóðin samviskusamlega haldið sig
heima síðustu vikurnar og bíður
spennt eftir þurrum og heitum
blíðviðrisdögum, en það eru dag-
arnir þar sem magn frjókorna er
hvað mest.
Ýmislegt er hægt að hafa í huga
til að lágmarka einkenni: Eftir
góðviðrisdaga í grasinu geta frjó-
kornin sest á fötin, húðina og hár-
ið, því getur verið gott að fara í
sturtu áður en lagst er til hvílu.
Að hafa dyr og glugga lokuð getur
reynst hjálplegt og saltvatns-
dropar í nef og augu hafa sannað
gildi sitt. (2)
Mörg lyf eru til við einkennum
frjóofnæmis og í mörgum til-
fellum er hægt að tryggja góða
líðan með réttri notkun þeirra.
Innan heilsugæslunnar starfar
fagfólk sem veitir ráð um ábend-
ingar og notkun. Hægt er að
hafa samband í síma 1700 eða í
gegnum vefinn www.heilsuvera-
.is. Eins má hafa beint samband
við sína heilsugæslu. Auk þess
hafa astma- og ofnæmissamtökin
gefið út greinargóðan bækling;
Frjóofnæmi, sem er aðgengilegur
á vef Samtakanna www.ao.is
Ofnæmistöflur: Við ofnæmi
verður mikil losun á efninu hista-
míni í líkamanum sem veldur m.a.
kláða, nefrennsli og hnerra. Of-
næmistöflur eru svokölluð and-
histamínlyf og miða að því að
hefta virkni histamíns og draga
þannig úr einkennum. (2) Margs-
konar tegundir eru á markaði,
bæði með lyfseðli og í lausasölu.
Nefúðar: Staðbundnir stera-
nefúðar eru góð meðferð við nef-
stíflum.(2) Hafa ber í huga að
verkun þeirra byggist upp á
nokkrum dögum og meðferðin
krefst daglegrar notkunar. Til að
fá sem besta verkun er gott að
byrja notkun um tveimur vikum
áður en líklegast er að einkenni
geri vart við sig, t.d. í byrjun júní
við grasfrjóofnæmi og ennþá fyrr
við birkifrjóofnæmi. (2) Til við-
bótar við steranefúða má nota
and-histamínnefúða, en varast
skyldi mikla notkun nefúða sem
herpa saman æðar í nefi og draga
þannig hratt úr nefstíflum. Til
langs tíma geta þeir valdið viðvar-
andi bjúg í nefslímhúð. (1)
Augndropar: Innihalda and-
histamín og eru hjálplegir við
tárarennsli og kláða í augum. Þeir
eru oftast notaðir eftir þörfum en
má nota daglega.
Steratöflur og -sprautur gegn
ofnæmi: Gagnast vissum ein-
staklingum, þegar önnur með-
ferð er fullreynd og að vel at-
huguðu máli. Hafa ber í huga að
sterar á þessu formi dreifast um
allan líkamann og hafa fjölþætt-
ar aukaverkanir s.s. beinþynn-
ingu, bælingu á ónæmiskerfi og
þar með aukna hættu á sýk-
ingum auk fleira. (3) Því skal
gæta varúðar við notkun þeirra.
Frjóofnæmi telst ekki vera
alvarlegur sjúkdómur en getur
valdið mikilli vanlíðan þegar ein-
kenni eru mikil. Með réttri með-
ferð er hægt að halda einkenn-
um í skefjum og einstaklingar
með frjóofnæmi geta þannig not-
ið blíðviðrisdaganna í sumar,
sem allir eiga svo sannarlega
skilið.
1) Sigurveig Þ. Sigurðardóttir
og Björn Árdal. 2014. Frjó-
ofnæmi. Bæklingur gefinn út af
GlaxoSmithKleine
2) DeShazo, Richard og Kemp,
Stephen. 2020, 10. apríl.
Pharmacotherapy of allergic rhi-
nitis. Vefslóð: www.uptodate.com
3) Saag, Kenneth G og Furst,
Daniel E. 2020. 21. febrúar.
Major side-effects of systemic
glucocorticoids. Vefslóð:
www.uptodate.com
Nokkur ráð við frjóofnæmi
Gróandi Baldursbrá og sóley eru skínandi falleg blóm og veita mörgum
gleði, enda þótt gróandinn geti valdið mörgum óþægindum með ofnæmi.
Unnið í samstarfi við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilsuráð
Ragna Sif Árnadóttir
sérnámslæknir í heimilis-
lækningum, Heilsugæslunni
Sólvangi í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Ég er svo heppin að eiga
fimm barnabörn sem gera
mikið af því að teikna þeg-
ar þau eru í heimsókn hjá
mér og myndir þeirra
gleðja mig sannarlega. Það
er hluti af því að ég fékk þá
hugmynd að leyfa eldra
fólki á þessum covid-
tímum að njóta þeirra
mynda sem börn þessa
lands teikna heima, nú eða í leik-
skólum og grunnskólum,“ segir Sara
Magnúsdóttir sem er hugmyndasmið-
urinn á bak við verkefni sem fer af stað
í dag og heitir Knús í kassa, en það
gengur út á að hvetja krakka til að
teikna fyrir vistmenn á hjúkrunarheim-
ilum, koma teikningunum í ákveðna
kassa sem svo verður dreift til dval-
arheimila.
„Ég var í mínum daglega göngutúr
þegar ég datt niður á þessa hugmynd.
Ég var eitthvað að hugsa um eldri kyn-
slóðina og ástandið núna, hvernig
hægt væri að gleðja heimilisfólk á
hjúkrunarheimilum sem hefur átt erf-
iða daga undanfarnar vikur. Þetta er
samfélagsverkefni, að fá börn á leik-
og grunnskólaaldri til að senda smá
knús til heimilismanna á hjúkrunar-
heimilum landsins í formi
teikninga. Þannig geta þau
látið gott af sér leiða og
margir glaðst sem njóta,“
segir Sara og bætir við að
heilmikil undirbúnings-
vinna sé að baki við að fá
fólk til liðs við verkefnið.
„Bókabúðirnar Penninn/
Eymundsson ætla að taka
þátt og verða kassar í öll-
um verslunum þeirra merktir verkefn-
inu. Börn landsins geta því komið sín-
um teikningum í næstu verslun þeirra.
Ég leitaði til Péturs, forstjóra á
Hrafnistu, um hvort það gæti gengið
upp að starfsfólk heimilanna tæki að
sér að hengja upp myndirnar í sam-
eiginlegum rýmum eða göngum á
hverjum stað. Allir tóku vel í það. Ég
hef fengið lista yfir 40 hjúkrunarheim-
ili á landinu sem verður boðið að fá
svona kassa til sín. Ég talaði líka við
Víði okkar Reynisson, því þetta snertir
sóttvarnamál. Honum fannst þetta æð-
islegt,“ segir Sara og bætir við að
átakið muni standa frá og með degin-
um í dag, 30. apríl, til og með 10. maí.
Að því loknu verður kössunum safnað
saman og myndunum dreift til hjúkr-
unarheimila. khk@mbl.is
Knús í kassa verður sent til vistmanna á hjúkrunarheimilum
Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson
Glæsilegur hópur Sara ásamt manni sínum Skafta og barnabörnunum síteikn-
andi. F.v. Mikael, Felix, Emilía í fangi ömmu, Benedikt og Róbert í fangi afa.
Langaði að gera eitthvað til
að gleðja eldri kynslóðina
Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu
Grafarvogi Reykjavík
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700
milli 8:00 og 16:00 virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða
sendið fyrirspurn á netfangið sveinn@eir.is
Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir
Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík.
Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík.
Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík.
• Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri
aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn
geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu.