Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is vorverkin Sumarið kemur með Sólar Tökum að okkur útiverkin fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimili Láttu okkur um að þrífa planið, stéttina, bílastæðahúsið, gluggana og sorpgeymslurnar Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Kexbotnar 150 g smjör, við stofuhita 150 g sykur 150 g hveiti ½ tsk. lyftiduft Stillið ofn á 220°C. Hrærið saman smjör og sykur þangað til létt og ljóst. Bætið hveiti og lyftidufti saman við og hrærið saman. Takið kökuform eða eitthvað hringlaga sem er 18-20 cm í þvermál og teiknið eftir hringnum á bökunarpappír, þrjá hringi. Deilið deiginu í þrennt eða 150 g hvert og þrýstið niður eftir hringnum einfaldlega bara með höndunum. Setjið inn í ofn í 6-7 mínútur og leyfið að kólna alveg. Rjómablanda 400 ml rjómi 1½ tsk. skyndikaffi 1 tsk. vatn, sjóðandi 1 tsk. flórsykur Þeytið rjómann, blandið kaffi og vatni saman á meðan. Þegar rjóminn er fullþeyttur er kaffi og flórsykri blandað saman við með sleikju. Samsetning: Setjið fyrsta botninn á köku- disk, gott er að setja örlitla rjómaslettu undir botninn svo kakan geti ekki runnið af diskinum. Setjið helminginn af rjómanum ofan á og dreifið vel úr og setjið næsta botn ofan á, end- urtakið ferlið. Súkkulaðikrem 80 g súkkulaði 2 msk rjómi ½ dl pekanhnetur Bræðið súkkulaði og rjóma saman við vægan hita yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Dreifið yf- ir efsta botninn. Saxið hneturnar lítillega og dreifið yfir í hring meðfram súkkulaðikreminu. Gott er að leyfa kökunni að hvíla inni í ísskáp í 2-3 klst, þá mýkir rjóminn botnana örlítið og betra er að skera hana. En ekki nauðsyn. Mögnuð mokkakaka Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur & smjör segist hafa fengið æði fyrir þessari köku fyrir nokkrum árum. Í búðarferð nýlega hafi hún rekist á mikið af rjóma á afslætti þar sem hann hafi verið kominn yfir síðasta söludag. Hún hafi gripið nokkrar fernur með sér og þá kviknað sú hugmynd að skella í þessa einföldu köku. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Snjöll hugmynd Kakan er í senn einföld og sérlega bragðgóð. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Pottabrauð 1 þurrgersbréf (11,8 g) 1 msk. sykur 250 ml volgt vatn 2 tsk. salt 350 g hveiti Setjið þurrger, sykur og volgt vatn saman í hrærivélarskálina og leyfið að standa í um fimm mínútur þar til gerið fer að freyða. Hellið þá saltinu saman við og hveitinu í nokkrum skömmtum, hrærið á lægsta hraða með króknum þar til deigið byrjar að losna frá hliðunum (deigið er aðeins klístrað og það er allt í lagi). Hjúpið deigkúluna með vel af hveiti og leyfið að hefast í hrærivélarskálinni í klukkustund. Takið deigið þá úr skálinni og færið yfir á hveitistráðan flöt á borði, togið deigið inn að miðju eins og þið séuð að pakka því inn allan hringinn, snúið því svo við og mótið fallega kúlu. Setjið kúluna í skál með sléttu hliðina upp sem búið er að strá hveiti í botninn og stráið aftur hveiti allan hringinn svo deigið festist ekki við skálina í seinni hefun, leyfið að hefast í skálinni í 30 mínútur. Hitið á meðan ofninn í 220°C og setjið pott- inn inn í á meðan til að hita hann. Takið deigkúluna varlega upp úr skálinni og leggið hana í heitan pottinn, nú má slétta kúlu- hliðin snúa niður svo smá óreglulegt mynstur komi við baksturinn. Bakið með lokið á pottinum í 30 mínútur, takið lokið þá af og bakið aftur í 10 mínútur. Leyfið brauðinu síðan að kólna í um 15 mín- útur áður en það er skorið niður. Heimabakað pottbrauð Þjóðin hefur bakað mikið undanfarið og virðist allt deig leika í höndum landsmanna ef marka má myndir á samfélagsmiðlum. Heimabakstur vex þó enn einhverjum í augum (eðlilega) en hér er uppskrift að pottabrauði frá Berglindi Hreiðarsdóttur á Gotterí.is sem er í senn ofureinföld og bragðgóð. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Dúnmjúkt og dásamlegt Það er fátt betra en nýbakað brauð með stökkri skorpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.