Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2019 70 ára Jón er frá Mið- húsum í Akrahreppi og var fyrst sauðfjárbóndi þar og síðan kúabóndi en er hættur búskap. Jón er harmonikuleik- ari og spilaði mikið áð- ur fyrr, hann er bús- ettur í Miðhúsum. Maki: Sigríður Garðarsdóttir, f. 1952, kennari. Börn: Garðar, f. 1970, Guðrún, f. 1975, og Stefán Jökull, f. 1978, d. 2013. Barna- börnin eru 11 og barnabarnabörnin þrjú. Foreldrar: Gísli Jónsson, f. 1926, d. 2009, og Guðrún Stefánsdóttir, f. 1926, d. 2003. Þau voru bændur í Miðhúsum, Gísli var þaðan, en Guðrún var frá Syðri- Bakka í Kelduhverfi. Jón Stefán Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að líta vandlega í eigin barm áður en þú skellir sökinni á aðra. Gleymdu ekki hvaða áhrif og afleiðingar þínar gjörðir hafa á aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur ekkert upp úr því að við- urkenna ekki valdsvið yfirmanna þinna. Farðu þér hægt og gáðu vel að þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Ef þú ert með hugmynd sem þú vilt koma áleiðis áttu að gera það í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú stendur frammi fyrir þeim val- kosti að geta tekið á þig aukna ábyrgð. Sýndu viðeigandi þakklæti og þá færðu meira af því sama. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur komist að óvæntum leynd- armálum í dag. Láttu ekkert hnika þér af leið heldur haltu þínu striki hvað sem á dynur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sérstakrar þolinmæði er þörf í samskiptum við vini og félaga. Hegðaðu þér eins og þú myndir gera ef þú hefðir engu að tapa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn í dag hentar sérstaklega vel til að hefjast handa við nýtt verkefni. Kynntu þér málin frá sem flestum hliðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Gættu þess að hafa þitt á hreinu svo þú verðir sigurvegari dagsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lífið yrði mun auðveldara ef þú sameinaðir vissa þætti þess. Ef þú ert bjartsýnn og gefst ekki upp muntu ná tak- marki þínu þótt síðar verði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að hafa hlutina fyrir sig. Reyndu að sætta sig við það að fólk skilji ekki allt- af orkuna þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver reynir að setja þér stól- inn fyrir dyrnar og þú þarft að komast að því hvað fyrir honum vakir. Getir þú ekkert fyrir einhverja gert hikaðu þá ekki við að vísa þeim annað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert ekki ánægður með alla hluti og skalt skoða þá í víðara samhengi áður en þú ákveður að láta til skarar skríða. jafnframt færðar í stafrænt horf og gerðar aðgengilegar almenningi á ismus.is.“ Undanfarin ár hefur Lára starfað sjálfstætt og var meðal ann- ars sýningarhöfundur sýningar um heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar sem Þjóðminja- safnið setti upp fyrir Alþingi í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn í tilefni „Ég var hjá Háskólanum á Skaga- strönd til ársins 2017 og stóð þá meðal annars fyrir ýmsum mál- þingum og fyrirlestrahaldi og kom að verkefnum sem vörðuðu menn- ingarmiðlun af ýmsu tagi. Þar má nefna skráningu á hljóðupptökum sem Fræðafélag Vestur-Húnvetn- inga átti frá síðustu öld sem voru L ára Magnúsardóttir fæddist 30. apríl 1960 í Reykjavík og ólst upp á Kaplaskjólsvegi. „Fjöl- skyldan bjó í nokkur ár á Seltjarnarnesi þegar ég var ung- lingur en foreldrar mínir fluttu svo í hús móðurafa og -ömmu á Sólvalla- götu en ég var mikið hjá þeim á ung- lingsárunum,“ segir Lára. Hún gekk í Landakotsskóla og Hagaskóla, hljóp yfir annan bekk og tók landspróf og eftir verslunarpróf 1977 fór hún sem skiptinemi til Kali- forníu. Hún vann tvö sumur í Kerl- ingarfjöllum, en á árunum 1978-1981 vann hún á skrifstofu, í fiskvinnslu og við ræstingar, var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og dvaldi um tíma á Ísafirði. Þá var hún tvö sumur í Kaupmannahöfn og vetur í Gautaborg, en fór svo til Líma í Perú, þar sem hún lærði spænsku frá miðju ári 1981 til ársloka 1982. Lára tók stúdentspróf frá Öld- ungadeild MH vorið 1984, og fór í Háskóla Íslands og lauk prófi í sagn- fræði og almennum málvísindum 1993. Ári síðar lá leiðin til Genfar í Sviss, þar sem hún stundaði fram- haldsnám í sagnfræði, lærði frönsku og stýrði heimili næstu fjögur árin. Árið 2007 varði hún doktorsritgerð við Háskóla Íslands í sömu grein. „Í doktorsnáminu fékk ég styrk frá Kristnihátíðarsjóði en fyrst og fremst vann ég fyrir mér með ýms- um tilfallandi verkefnum, svo sem fyrirlestrum fyrir ferðamenn og stundakennslu við háskóla. Ég vann eitt og annað fyrir fjölmiðla og með- al annars vann ég stundum í útvarpi yfir sumarmánuðina, fyrst í Víðsjá og síðar í fréttaþáttum Ríkis- útvarpsins. Þar var ég í starfi að loknu prófi, en réð ég mig á Hálend- ismiðstöðina í Hrauneyjum þegar bankakreppan skall á árið 2008. Þar var ég um veturinn og síðan hótel- stjóri í Skógum undir Eyjafjöllum fram eftir sumri.“ Lára ritstýrði fréttaþættinum Speglinum fram á haust og gerðist þá forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og á árunum 2009-2013 var hún stjórnarformaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. aldarafmælis fullveldisins fyrir tveimur árum. Spurð út í áhugamálin segir Lára þau samtvinnast vinnaunni. Hún var í ritstjórn Veru á árunum upp úr 1990 og hefur setið í stjórn Sagn- fræðingafélags Íslands og Félags ís- lenskra fræða, þar sem hún var for- maður um hríð. „En viðfangsefni mín eru yfirleitt um áhugamálin, sem lúta að þeirri hlið stjórnmála sem snýst um löggjöf og stofnanir sem varða andlegt og tilfinningalegt líf mannsins í vestrænni sögu. Um það hef ég skrifað réttarsögulegar fræðigreinar og gefið út bók um sagnfræðirannsóknir.“ Í gegnum tíðina hefur Lára einnig unnið við þýðingar, m.a. á barnabókum og tekið saman ýmiss konar efni fyrir almenning í útvarpi og aðra fjöl- miðla. Fjölskylda Fyrrverandi eiginmaður Láru er Karl Roth, f. 17.11. 1957, tölvunar- fræðingur hjá Íslenskri erfðagrein- ingu. „Við skildum árið 1998 en í Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur – 60 ára Ljósmynd/Kristinn Magnússon Viðfangsefnin eru um áhugamálin Ljósmynd/Ragnheiður Pálsdóttir Afmælisbarnið Lára í starfi hjá RÚV 2008 á Landsmóti hestamanna á Hellu. Sumar Lára, Friðrik og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leið frá athöfn til minningar um Ok í ágúst 2019. Fjölskyldan Lára ásamt börnum sínum og barnabörnum í liðinni viku. 50 ára Elma er frá Ingjaldsstöðum í Þing- eyjarsveit en býr í Reykjavík. Hún er söngkennaramenntuð frá Söngskólanum í Reykjavík og með meistarapróf í menn- ingarstjórnun frá Bifröst. Elma vinnur á þýðingadeild RÚV. Maki: Þráinn Óskarsson, f. 1976, múr- arameistari og kennari við Tækni- skólann. Sonur: Atli Þráinsson, f. 2005. Foreldrar: Atli Sigurðsson, f. 1945, og Kristín Sigurðardóttir, f. 1937, d. 2015. Kristín fæddist á Ingjaldsstöðum og bjó þar alla sína tíð. Atli er ennþá bóndi þar en er frá Lundarbrekku í Bárðardal. Elma Atladóttir Til hamingju með daginn Hella Wiktor Kacperski fæddist 30. apríl 2019 kl. 16.11 á Landspítalanum í Reykjavík. Wiktor á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.336 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Kacperska og Pawel Kacperski. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.