Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Storkaskæri 3.960 kr. NÝ SENDING AF SPÆNSKU EÐALSTÁLI Hárskæri 6.730 kr. Sax 16 cm 6.490 kr. Brauðhnífur 20 cm 4.190 kr. Kokkahnífur 10 - 25cm 2.495 - 5.980 kr. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Keramik hnífur 3.980 kr. Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10- 16 Rifjárn 1.980 kr. Steikarhnífur 1.495 kr. Hnífasegull 30 - 60cm 2.590 - 4.360 kr. Gaffall 3.140 kr. Rafmagnsbrýni 17.420 kr. Santoku Hnífur 5.980 kr. Takkaskæri 5.980 kr. Bróderskæri 2.780 kr. Klæðskeraskæri Stærðir 8“-12“ 6.450 - 9.590 kr. Rakbursti 1.440 kr. Stál 5.540 kr. Tappatogari þjóna 1.380 kr.Tappatogari 1.095 kr. Steinbrýni 8.980 kr. Hnífabrýni 2.440 kr. Kjötstandur 8.980 kr. Hnetubrjótur 890 kr. Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frír heimsending út maí Spegill 5.980 kr. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi slær upp sínum einstöku og sívinsælu tónleikum í beinni út- sendingu á K100 klukkan 20 í kvöld og ætlar að koma landsmönnum í góðan gír fyrir helgina. Siggi Gunnars verður Eyþóri til halds og trausts en hlustendur munu geta haft bein áhrif í gegnum síma eða samfélagsmiðla. „Fyrir nokkru keyrði ég í gang tónleikaröð sem var í raun og veru hálfgerð blanda af uppistandi og tónleikum. Þar bregður fyrir eftirhermum, rugli og bulli. Þetta eru yfirleitt frekar lifandi tónleikar og allir mínir brestir skína þarna í gegn. Stundum er það til ama og stundum er það kannski einhverjum til ánægju,“ segir Eyþór Ingi í samtali við K100. „Inni í öllum þessum athyglisbresti spretta upp hinir og þessir karakterar þannig að þetta er svolítið skrítið eins manns „festival“,“ bætir hann við kíminn í bragði. Hefur Eyþór þegar haldið nokkra tónleika í beinni útsendingu í gegnum Facebook-síðu sína, sem hafa heldur betur slegið í gegn meðal landsmanna. Geta óskað eftir eftirhermum og lögum „Þetta verður svipað en þó öðruvísi því að núna hef ég einhvern til að spjalla við og gefa mér „feedback“. Það er bæði Siggi sem verður þarna með mér sem mun, ef ég þekki hann rétt, skella upp úr eins og Hemmi Gunn forð- um,“ segir Eyþór. „Svo ætlum við að tala við hlustendur og áhorfendur og bjóða þeim upp á að fá óska- fíflagang eða óskalag,“ bætir hann við og stað- festir að áhorfendur muni meðal annars geta óskað eftir því ákveðnum eftirhermum. „Það er hugmyndin. Mig langar til að gera þetta dálítið sérstakt, að fólk geti haft áhrif á dagskrána.“ Saknaði þess að fá hnút í magann Eyþór segist hafa saknað þess að finna fyrir spennunni sem fylgir því að koma fram án þess að vera mikið undirbúinn. „Maður saknaði þess að fá hjartað til að slá aðeins hraðar, fá smá hnút í magann. Þá er einmitt best að vera lítið undirbúinn. Af því að maður veit að maður er í beinni og þá kemur pressa og þá fer adrenalínið af stað,“ segir hann. „Mér finnst það spennandi. Ég leik mér rosalega mikið með það þegar ég er einn að halda tónleika. Ég fæ hugmyndir „on the spot“. Bæði eitthvert brandaradæmi sem kannski getur alveg misheppnast. En ef mér dettur eitthvert lag í hug þá reyni ég það. Ef það misheppnast er það fyndið og ef það tekst er það spennandi.“ Eyþór segir að viðbrögðin við Facebook- tónleikunum hafi verið ótrúleg og framar öll- um vonum enda hafi fyrstu tónleikarnir verið „í algjöru gríni“. Þá fylgdust þó fleiri þúsundir með tónleikunum. Eyþór Ingi hvetur fólk til að fylgjast með tónleikunum í kvöld en hægt verður að horfa á og hlusta í útvarpinu á K100, á K100.is, í sjón- varpinu á rás 9 í Sjónvarpi Símans eða í Nova TV-appinu kl. 20:00. Eyþór Ingi kemur lands- mönnum í gírinn fyrir helgina Hinum vinsælu tónleikum Eyþórs Inga verður breytt í út- varps- og sjónvarpsþátt á K100 fimmtudagskvöldið 30. apríl kl. 20 þar sem öllum bestu hliðum Eyþórs Inga mun bregða fyrir í beinni útsendingu. Ljósmynd/Hljómaland Skemmtikraftur Eyþór Ingi býður hlust- endum að hafa áhrif á áhrif á dagskrána á tónleikunum með því að óska eftir ákveðnum eftirhermum og biðja um óskalög. Veðurguðirnir og gyðj- urnar hafa svo sann- arlega verið í góðum gír undanfarna daga og það er alveg ótrúlegt hvað sólin getur fyllt mann af miklu þakklæti með því einu að láta sjá sig. Ég fór í góðan göngutúr í gær með mömmu minni og það var svo skemmtilegt að sjá græna lit- inn gera vart við sig á trjánum. Allt er að kvikna til lífsins á ný og er það svo sann- arlega eitthvað til þess að gleðjast yfir. Vorið og vonin haldast oft hönd í hönd. Heilræði mitt fyrir daginn í dag er að gefa sér tíma, ef þú hefur tök á, til þess að fara í rólegan göngutúr, staldra við á nokkrum stöðum og taka eftir því sem er í kringum þig. Stundum fara hlutir framhjá okkur sem annars gætu gert okkur svo gott einungis vegna þess að við gefum okkur ekki tíma til að staldra við. Njótum náttúrunnar og loftsins sem er frískara en nokkru sinni fyrr. Við erum ómet- anlega heppin með það. dorajulia@k100.is Ljósi punkturinn Stöldrum við og njótum náttúrunnar DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir dag- inn í útvarpinu og á vefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.