Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Ég vil byrja með að
þakka Stígamótum,
kvennathvörfum,
neyðarmóttöku v.
nauðgana LSH, Heim-
ilisfriði, svo og öllum
sem vinna að og hafa
unnið að upprætingu of-
beldis gegn minni mátt-
ar. Nú síðast ríkisstjórn
Íslands fyrir að veita
200 milljónir til baráttu
gegn ofbeldi sem minni máttar eru
beitt.
Þú tekur ef til vill eftir því að ég
endurtek „minni máttar“?
Ég geri það sökum þess að fórnar-
lömb ofbeldis eru ekki bara konur,
heldur ekki síður börn. Einstöku
sinnum karlar. Sértu viðkvæm/ur
fyrir orðinu fórnarlamb, þá er það
svo að orðið brotaþoli er ekki nógu
raunhæft að mínu mati, því ofbeldi
gegn minni máttar snýst um líf.
Í fréttum á hverjum degi heyrum
við um „aukinn gleðskap“ og jafn-
framt að heimilisofbeldi hafi aukist.
Tilfellin hafi verið svo og svo mörg.
Heimilisofbeldi. Punktur. Búið.
Afleiðing gleðskap-
arins.
Og allir jafna sig?
Í áranna rás hefur
leyndarhjúpur verið
um orðið heimilis-
ofbeldi. Einkamál
fjölskyldunnar, sök
skipt niður á heim-
ilisfólk. Fræðingar
sitja á skrifstofum
sínum í öryggi og tjá
sig, ráðleggja yfir-
völdum, en eru svo
allt of oft óralangt frá
raunveruleika fórnarlambanna og
þolenda að engu tali tekur. Við sem
erum í daglegum tengslum við
hryllinginn missum á stundum and-
litið við að hlusta á fræðingana.
Biðst forláts, gæti kallast fræð-
ingur sjálf, en ég er að minnsta
kosti í hringiðunni og daglegum
tengslum við fleiri en eitt fórnar-
lamb. Hverjum með nokkurt innsæi
dettur í hug árið 2020 að hægt sé að
dæma fórnarlömb til sátta við of-
beldismenn?
Einhver fræðingurinn stendur á
bak við þá „snilldarhugmynd“.
Nútíma ofbeldi í einkalífi er ekki
lengur bundið við heimilin. Þess
vegna er orðið heimilisofbeldi orðið
að steinaldarorði.
Ofbeldið og gerandinn elta þig.
Hvar sem þú ert.
Það ofbeldi sem áður hét heimilis-
ofbeldi má greina í fimm gerðir of-
beldis: Líkamlegt, kynferðislegt,
andlegt, fjárhagslegt og félagslegt.
Ágreiningur er um hvort netofbeldi
sé 6. gerð ofbeldis eða skuli teljast
hluti af einhverri hinna fimm. Sama
gildir um ofbeldi sem framið er í
neyslu. Sé einhverri einni tegund
þessa ofbeldis eða fleiri beitt yfir
lengri tíma er það eltihrelling eða of-
sóknir, stalking á heimsmálinu.
„Stalking by proxy“ er eltihrelling/
ofsóknir með aðstoð, þá því miður
oft með aðstoð yfirvalda.
Eltihrelling með aðstoð yfirvalda.
Sértu fórnarlamb ofbeldis í nánu
sambandi (heimilisofbeldis) ertu
hvergi óhult/ur. Það er hægt að ná
til þín alls staðar. Tíminn sem þú
þarft að þola þetta getur verið ára-
tugir.
Sífellt, stöðugt, dag og nótt.
Lög gengu í gildi í Noregi 1.7.
2016 gegn stölkun/eltihrellingu og
tilsvarandi lög í Danmörku 1.1. 2017.
Einu sinni hefur verið dæmt eftir
þeim lögum í Noregi, þá í fimm ára
fangelsi. Mér er ekki kunnugt um að
lögin hafi nokkurn tíma verið notuð í
Danmörku.
Spyrja má: Til hvers var verið að
setja lögin?
Börnin sem búa við ofbeldið skað-
ast óhjákvæmilega. Mikið og oft var-
anlega. Að halda öðru fram er stein-
aldarhugsun.
Það er efni í aðra grein, ef gera á
grein fyrir skaðanum sem eltihrell-
ing veldur. Börnin fara oft inn í sjálf
sig, sektarkennd og reiði eitra sálar-
lífið. Allt of mörg hafna í óafturkall-
anlegri ógæfu og fremja e.t.v. sjálfs-
víg. Foreldrið sem er fórnarlamb
missir heilsuna, enda er það mark-
mið ofbeldisins (sbr. kennsluefni
Juliens Blancs um að „husla“ konur,
birt í Mbl. fyrir u.þ.b. áratug).
Ég vil benda á ágæta grein
Magdalenu Ásgeirsdóttur læknis í
Læknablaðinu, 7-8/2016, 102. árg.:
317-368.
Í greininni skrifar Magdalena um
ofbeldi, segir að litið sé á ofbeldi út
frá sjónarhóli lýðheilsufræða. Hún
er með óhrekjanlegar tilvitnanir.
Skrifar að karlar séu um 15% þol-
enda ofbeldis (sem þýðir að konur
séu hin 85% þolenda). Af þessum
15% karla er mikill meirihluti ann-
aðhvort ungir drengir eða gamlir
menn og stalkarinn fullorðinn karl-
maður. Hún skrifar einnig að karl-
menn (bandarísk heimild) fái að
meðaltali 2-6 ára dóm fyrir að drepa
maka sinn en konur að meðaltali 15
ára dóm fyrir sambærilegt brot.
Þessa dagana er mál fyrir rétti í
Noregi þar sem réttað er yfir föður
sem myrti 15 ára gamlan son sinn
eftir að hafa nauðgað honum og beitt
hann öðru kynferðisofbeldi. Kannski
of erfitt fyrir flesta að lesa, en þetta
er nútímalíf (Kappsaken ef þú vilt
kynna þér það).
Noregur hefur tapað 43 barna-
verndarmálum fyrir Mannréttinda-
dómstólnum á undanförnum árum
og tveimur í efri deildinni þar.
Lesandi minn. Beitum ekki of-
beldi og látum ekki viðgangast að
aðrir beiti því.
Heimilisofbeldi – er það úrelt steinaldarorð?
Eftir Þóreyju
Guðmundsdóttur » Beitum ekki ofbeldi
og látum ekki við-
gangast að aðrir beiti
því.
Höfundur er félagsráðgjafi, handleið-
ari, prestur og fv. sáttamaður.
Þórey
Guðmundsdóttir
Sú árátta færist mjög
í vöxt í ræðu, frásögn og
samtali að sá er orðið
hefur segir, sennilega
að segja viðmælanda
sínum, „þú veist „ Mér
verður þá oftar en ekki
spurn; hvurn fjandann?
Til hvers að segja mér
eitthvað sem ég veit?
Eitt sinn var alþing-
ismaður á nefndarfundi
og virtist ætla að spyrja
gest fundarins, en flutti fyrst langa og
óskiljanlega ræðu, þar sem „þú veist“
kom fyrir níu sinnum, en svo kom
spurningin; mér langar að spyrja
Ráðherrar koma í sjónvarpsþætti
og troða inn „þú veist“, sennilega
vegna þess að hugsun er í ólagi, oftar
en tölu verður á komið.
Og Rotary- og Lions-
fundir eru svipuðu
marki brenndir; ræðu-
menn segja „þú veist“
„Hvern fjandann veit ég?“
Sennilega er „þú veist „ til að tjá yf-
irburðaþekkingu á íslensku, ellegar
er sagt „you know“. Ef til vill er ég
gamall geðvondur karl, en ég á minn
rétt þegar málmengun skekur eyru.
„Þú veist“
hvurn fjandann?
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur
Bjarnason
»Ef til vill er
ég gamall
geðvondur karl
en ég á minn
rétt þegar
málmengun
skekur eyru.
Höfundur var alþingismaður.
Tæplega helmingur
þeirra sem látist hafa
af völdum kórónuveir-
unnar í Evrópu voru
íbúar hjúkrunarheim-
ila eða langlegudeilda
fyrir aldraða að því er
fram kom í máli full-
trúa Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar
á blaðamannafundi
nýlega. Þetta eru dap-
urlegar fréttir, ekki síst í huga
þeirra sem tengjast starfsemi
hjúkrunarheimila, hvort sem er
íbúa, starfsfólks eða aðstandenda.
Til allra heilla á þessi veruleiki
ekki við um Ísland þar sem hér
hefur tekist einstaklega vel að
vernda líf og heilsu aldraðra með
þeim úrræðum sem flestum eru
kunn.
Þótt vel hafi tekist til hér á
landi er þó enn of snemmt að
fagna sigri í baráttu landsmanna
gegn veirunni skæðu. Staðan nú er
engu að síður sú, miðað við tölur
um fjölda smita í samfélaginu, þar
á meðal á hjúkrunarheimilum, að
full ástæða er til að gleðjast yfir
árangrinum hér á landi. Hann má
þakka markvissum aðgerðum og
ráðleggingum yfirvalda, ekki síst
„þríeykisins“ magnaða og þess
hæfa samstarfsfólks sem haldið
hefur vel á málum í góðri sam-
vinnu við stjórnvöld. Stjórnendur
hjúkrunarheimila hafa átt gott
samstarf við alla hlutaðeigandi að-
ila, ekki síst frá þeim tíma er
stefndi í lokun heimilanna sem
kom til framkvæmda 6. mars.
Vissulega hafa sorgleg tíðindi
borist frá Vestfjörðum þar sem
tveir íbúar hjúkrunarheimilis hafa
látist af völdum veirunnar. En
staðreyndin er þó sú að tekist hef-
ur að verja heilsu og velferð allra
hinna, um 2.800 íbúa hjúkr-
unarheimila landsins, sem til þessa
hafa sloppið við smit. Það má eins
og áður segir þakka markvissum
aðgerðum ofangreindra aðila, en
ekki síður einstökum viðbrögðum
og vinnubrögðum starfsfólks
hjúkrunarheimilanna. Árangurinn
er einstakur á heimsmælikvarða.
Að því sögðu er engu að síður
mikilvægt að við, sem tengjumst
hjúkrunarheimilunum, höldum
áfram vöku okkar með áframhald-
andi góðu samstarfi starfsfólks
heimilanna, íbúa þeirra og að-
standenda. Allir þurfa að leggjast
á eitt til að varðveita árangurinn
svo komast megi hjá sýkingum
sem haft gætu ófyrirséðar afleið-
ingar eins og dæmin sanna.
Forsenda þess að viðhalda megi
árangrinum er ekki síst komin
undir framúrskarandi vinnubrögð-
um starfsfólks hjúkrunarheim-
ilanna sem stendur í framlínu við
umönnun aldraðra allan sólar-
hringinn 365 daga ársins. Velferð
heimilisfólks er mjög háð því að
hver og einn starfsmaður sé starfi
sínu vaxinn og sýni viðeigandi
ábyrgð í leik og starfi þannig að
ekki skapist hætta á að smit berist
inn á hjúkrunarheimilið sem hann
starfar hjá.
Enda þótt ekkert hafi verið
staðfest teljum við eðlilegt að
stjórnvöld geri ráð fyrir þessum
mikilvæga hópi, sem starfsfólk
hjúkrunarheimilanna er, í þeim
áformum ríkisstjórnarinnar að
umbuna framlínustarfsfólki í heil-
brigðisgeiranum sérstaklega. Við-
horf og viðmót starfsfólks hjúkr-
unarheimila hefur verið algerlega
magnað undanfarnar vikur og
starfsmenn sýnt mikla fórnfýsi og
einstakan samstarfsvilja í þeim
áskorunum sem blasað hafa við og
í raun leitt til algerlega nýs skipu-
lags á hverju einasta hjúkr-
unarheimili landsins. Eins og
margir aðrir í samfélaginu, sem
sýnt hafa góðan árangur í starfi, á
starfsfólk hjúkrunarheimila svo
sannarlega skilið þakklæti og
umbun stjórnvalda fyrir framlag
sitt í baráttunni við skaðvaldinn
skæða sem við ætlum öll að sigr-
ast á.
Árangur á heimsmælikvarða
Eftir Björn Bjarka
Þorsteinsson og
Pétur Magnússon
»Eðlilegt væri að
stjórnvöld umbun-
uðu starfsfólki hjúkr-
unarheimilanna eins og
öðru framlínufólki í heil-
brigðisgeiranum sem
stjórnvöld áforma að
gera.
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Höfundar eru varaformaður
og formaður Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu.
Pétur
Magnússon
Núna í miðjum
heimsfaraldri kór-
ónuveiru þrengir að
mörgum rekstri, sér í
lagi í hvers kyns þjón-
ustustarfsemi. Ég finn
það á eigin skinni en ég
hef undanfarin 14 ár
rekið veitingastaðinn
Rossopomodoro á
Laugavegi 40 og allan
tímann á sömu kenni-
tölu. Ég hef alltaf borgað mína skatta
og skyldur skilvíslega og stöðugildi
eru að jafnaði tólf til fimmtán.
Við sem rekum starfsemi í mið-
bænum höfum þó þurft að eiga við
annars konar faraldur undanfarin
átta ár, faraldur sem birtist í lok-
unum gatna og sífellt meiri höftum á
aðgengi að miðbænum. Þetta hefur
gert það að verkum að Íslendingar
sækja miklu minna í bæinn en áður.
Þeir koma jafnan á sínum bíl en götu-
lokanir hafa fælt stóran hluta þeirra
frá því að koma í bæinn. Þannig hefur
fólk kerfisbundið verið vanið á að fara
annað að sækja verslun og þjónustu.
Ég þekki eðlilega vel til í mið-
bænum eftir 14 ára starf og er í sam-
bandi við fjölmarga vini mína á svæð-
inu, veitingamenn og
kaupmenn. Enginn
þeirra er hlynntur
þessum lokunum og
borgaryfirvöldum er
fullkunnugt um and-
stöðu afgerandi meiri-
hluta rekstraraðila.
Hinir háu herrar í ráð-
húsinu hafa þó kosið að
skella skollaeyrum við
tilmælum okkar. Ekk-
ert samráð er við okkur
haft og okkur ítrekað
sýnd lítilsvirðing af
þeirra hálfu. Við höfum mátt þola
hroka og yfirgang.
En það eru ekki bara lokanir sem
spilla fyrir viðskiptum heldur tóku
borgaryfirvöld upp á því að snúa við
akstursstefnu á Laugavegi milli
Klapparstígs og Frakkastígs. Sú að-
gerð gerir ekkert annað en ergja þá
sem eiga erindi í bæinn og má jafna
því við að götunni sé lokað.
Það er hægt að snúa vörn í sókn
og mikilvægt nú sem aldrei fyrr nú
þegar farsóttin er í rénun. Þær að-
gerðir sem þarf að grípa til strax eru
eftirfarandi:
Afnema allar götulokanir á
Laugavegi, Skólavörðustíg og
Bankastræti.
Snúa aftur við akstursstefnunni á
Laugavegi milli Klapparstígs og
Frakkastígs.
Bjóða frítt í bílastæðahúsin í ná-
grenninu fyrstu þrjár klukkustund-
irnar.
Hætta að innheimta bílastæðagjöld
og taka upp framrúðuskífur þess í
stað þannig að frítt verði að leggja, til
dæmis frá 90 mínútum og upp í 180
mínútur eftir fjarlægð frá Laugavegi.
Borgin taki strax upp samráð við
Miðbæjarfélagið í Reykjavík enda
eru þar innandyra flest elstu og
þekktustu fyrirtækin á svæðinu sem
gera það spennandi og eftirsóknar-
vert að koma í bæinn.
Nú er ögurstund fram undan fyrir
marga rekstraraðila og bregðast þarf
strax við ef ekki á illa að fara. Meira
en nóg er komið af götulokunum og
öðrum höftum á aðgengi í bæinn!
Borgarstjóri: Nú er nóg komið!
Eftir Lárus
Guðmundsson » Bregðast þarf strax
við ef ekki á illa að
fara. Meira en nóg er
komið af götulokunum
og öðrum höftum á
aðgengi í bæinn!
Lárus Guðmundsson
Höfundur er veitingamaður
á Rossopomodoro.
Allt um sjávarútveg