Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikur Krakkarnir eru kátir og hlakka allir og alltaf til morgundagsins.
Eygja betri tíma
Íslenskt samfélag hefur umhverfst. Þúsundir eru án
atvinnu og ferðaþjónustan stopp. Stjórnvöld berja í
brestina en enginn veit hver útkoman verður. Sjón-
armiðin eru mörg enda miklir hagsmunir í húfi.
Þrátt fyrir allt eygja viðmælendur Morgunblaðsins
betri tíma. Börnin eru framtíðin og vorið og sumarið
eru fram undan. sbs@mbl.is
„Uppsagnabréfið kom mér ekki á óvart, heldur lít ég á
það sem eðlilega ráðstöfun við þessar aðstæður sem við
erum komin í,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, flug-
maður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands.
Hann er nú án avinnu en 431 flugmaður var í hópi um
2.000 starfsmanna Icelandair sem var sagt upp. Matthías
á að baki langan feril hjá Icelandair, meðal annars sem
forstöðumaður tekjustýringar í nokkur ár.
„Uppsagnirnar eru varúðarráðstöfun ef allt fer á
versta veg. Hin dökka mynd sem hefur verið dregin upp
getur ræst komi stjórnvöld ekki með kröftugar aðgerðir
í þágu flugstarfsemi. Í alþjóðlegri samkeppni hefur Ice-
landair haft einstaka stöðu sem getur glatast sé ekki rétt
á málum haldið. Leiðarkerfi Icelandair er lykillinn og
staðsetningin – að við erum hér mitt á milli Evrópu og
Bandaríkjanna. Leiðarkerfið verður ekki skapað á einni
nóttu og það verður heldur ekki byggt upp með tak-
mörkuðum flugflota annars félags. Leiðarkerfið skapar
tengingar og tíðni sem býr til tækifæri,“ segir Matthías
og heldur áfram:
„Í þeim aðstæðum sem nú skapast, þegar lönd opnast
hvert á fætur öðru, má nota margrómaða leiðarkerfið til
að leita uppi tengingar sem keppinautar okkar geta ekki
gert með sama sveigjanleika. Og þarna er Ísland sjálft
lykillinn. Auk víðernis hefur árangursrík meðhöndlun
sýkingarinnar hér skapað sérstöðu sem verður frábært
að vinna með. Svo felst líka mikill auður í starfsfólkinu,
sem vonandi verður endurráðið sem fyrst.“
Morgunblaðið/Eggert
Leiðakerfið er lykill
til nýrrar sóknar
Matthías Hin dökka mynd sem hefur verið dregin upp
getur ræst komi stjórnvöld ekki með aðgerðir.
„Vandamálin hafa hrannast upp síðustu daga en ég tel
að þetta fordæmalausa ástand verði ekki langvarandi,“
segir Daníel Jakobsson, hótelstjóri og formaður bæjar-
ráðs Ísafjarðarbæjar
„Bæjarsjóður stendur vel; reksturinn á síðasta ári
var vel í plús og lán greidd niður svo við höfum borð
fyrir báru. Ætlunin er að fara í atvinnuskapandi að-
gerðir í sumar eða um leið og búið er að brjóta veiruna
á bak aftur. Vissulega finnur bæjarfélagið alveg fyrir
samdrætti þegar ferðaþjónustan dettur út að veruleg-
um hluta. Í Ísafjarðarhöfn hafa komið rúmlega 100
skemmtiferðaskip á hverju ári og tekjurnar sem þau
skila hafnarsjóði eru um ein milljón króna per skip fyr-
ir utan það sem farþegarnir skilja eftir í bænum.“
Daníel og fjölskylda hans eiga og reka Hótel Ísa-
fjörð, með um 100 gistiherbergjum á nokkrum stöðum í
bænum. „Tekjur okkar nú í apríl eru aðeins um 10% af
því sem var í sama mánuði í fyrra þegar hér voru skíða-
mót, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og fleira.
Núna gildir að horfa til framtíðar. Íslendingar eru
hvattir til að ferðast innanlands í sumar og því verður
ferðaþjónustan að finna verð á gistingu og veitingum
sem landinn getur sætt sig við. En til framtíðar litið sé
ég sóknarfæri, því við sem landið byggjum höfum
styrkst sem samfélag á þessum erfiða tíma og baráttan
gegn veirunni hefur gengið vel. Kröfur verkalýðsfélag-
anna um kauphækkanir einmitt nú þegar fyrirtækin
eru að segja upp fólki í stórum stíl eru afar óábyrgar.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kröfur um launa-
hækkanir óábyrgar
Daníel Höfum styrkst sem samfélag á þessum erfiða
tíma og baráttan gegn veirunni hefur gengið vel.
„Ástandið er hrikalegt nú eftir upp-
sagnir hjá Icelandair,“ segir Guðbjörg
Kristmundsdóttir, formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis (VSFK). „Af þeim 2.000
sem nú missa vinnuna hjá flugfélaginu
eru um 400 okkar félagsmenn, til
dæmis starfsfólk sem sinnir hleðslu og
þrifum á flugvélum og svo þau sem
starfa í eldhúsi. Við þetta bætist að
flestir sem störfuðu hjá WOW air sem
fór í þrot í fyrra eru enn án vinnu.“
Um 5.000 manns eru í VSFK og tel-
ur formaðurinn að nú sé ríflega helm-
ingur þeirra án vinnu, það er á bótum
eða vinnutengdum úrræðum sem rík-
ið og sveitarfélög bjóða. „Ég hef sér-
stakar áhyggjur af því fólki sem er
með fötlun eða glímir við fátækt.
Einnig útlendingum sem komu hingað
til að vinna en eru nú í læstri stöðu og
hafa veikt bakland hér. Eiga fáa að.
Til þess hóps þarf að horfa sér-
staklega. Staðan í atvinnulífinu hér á
Suðurnesjum er því óneitanlega mjög
dökk. Hér höfum við samt áður verið í
vanda, séð það svart en síðan hefur
ræst úr. Ég leyfi mér því að vera
bjartsýn.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Helmingur
félagsmanna
er á bótum
Guðbjörg Hef áhyggjur af útlend-
ingum sem eru hér í læstri stöðu.
„Óvissan er verst; að ekki sé vitað
hvenær ferðafólk geti komist aftur
óhindrað til landsins. Vissulega
verður lífið nær eðlilegum gangi
frá og með næsta mánudegi, 4. maí,
en við eigum langt í land enn. Mik-
ilvægt er að gefa út jafn fljótt og
verða má upplýsingar sem skýrt
geta myndina,“ segir Helgi Kjart-
ansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Í Bláskógabyggð, sem nær yfir
Þingvelli, Laugardal og Biskups-
tungur, er ferðaþjónustan í aðal-
hlutverki. Við eðlilegar aðstæður
fara þúsundir ferðamanna þarna í
gegn á hverjum degi, sem skapar
um 70% starfa í sveitarfélaginu.
„Höggið er mikið. Atvinnuleysi hér
í sveit er nú komið í 26,6% og slíkar
tölur höfum við aldrei séð áður. Ég
er þó bjartsýnn fyrir sumarið. Ís-
lendingum býðst hér margvísleg af-
þreying og fólk sem hér á sumar-
hús þarf þjónustu. Margir hér sem
eru með ferðatengdan rekstur hafa
notað dauða tímann að undanförnu
til viðhaldsframkvæmda, vitandi að
alltaf rætist úr erfiðri stöðu. Þetta
er bara spurning um tíma.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alltaf mun
rætast úr
erfiðri stöðu
Helgi Höggið er mikið. Atvinnuleysi
hér í sveit er nú komið í 26,6%.
„Sólin er komin upp,“ segir Ragn-
heiður Jóna Ingimarsdóttir, sveit-
arstjóri í Húnaþingi vestra. Kór-
ónuveiran var aðsópsmikil á því
svæði; á tímabili voru 300 manns í
sóttkví og 30 veiktust af Covid-19 –
fólk sem nú hefur allt náð bata.
Mannlífið í sveitinni er líka aftur að
komast í eðlilegt horf, svo sem skóla-
starf, en bragur margs breytist.
„Ferðaþjónustan er í erfiðri stöðu
og verður væntanlega næsta árið,
skv. spám sem fyrir liggja. Slíkt hef-
ur í för með sér samdrátt í útvars-
tekjum sveitarfélagsins, svo við
þurfum að endurskoða allar okkar
áætlanir. Þar við bætist að tilkynnt
hefur verið lækkun á framlögum úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráð-
stafanir sem ríkisstjórnin hefur
kynnt koma mörgum að góðum not-
um, þó svo að lítið hafi verið litið til
sveitarfélaga ennþá. Ég fagna því að
sveitarfélögin fá virðisaukaskatt af
vinnu við framkvæmdir endur-
greiddan, en það eru ráðstafanir
sem nýstast okkur hér í Húnaþingi
vestra þar sem verið er að fara í
framkvæmdir við grunnskólann.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ráðstafanir
sem munu
nýtast vel
Ragnheiður Jóna Lítið hefur verið
litið til sveitarfélaganna ennþá.
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina