Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Qupperneq 2
Þegjandi og hljóðalaust Það hefur vakið athygli Svarthöfða, dramað sem nú á sér stað innan lög- reglunnar á Suðurnesjum. Þá einkum viðbrögð þess aðila sem á að heita höfuð stofnun- arinnar, Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur. Fyrst þegar greint var frá málinu vildi hún ekki tjá sig nema að því leyti að unnið væri í málunum. Síðan fékk höfuð lögreglustjóra að fjúka. En nú þegar oft hefur verið greint frá sjúklega alvar- legum málum, spillingu í starfsmannavali, ógnarstjórn, flokkadrætti og alls konar sem hljómar eins og léleg spænsk sápuópera, þá vill Ás- laug enn ekki tjá sig. Er þetta ekki hálfslöpp af- staða? Áslaug er kannski of upptekin á rúntinum í þyrlu Landhelgisgæslunnar til að ná að kynna sér málin nægilega vel. Eða kannski er hún hrædd við að fá núna skellinn eftir að hafa valið inn ríkislögreglu- stjóra sem er álíka umdeild og sá aðili sem hún tók við starfinu af. Sigríður Björk ríkislögreglustjóri hefur verið fundin sek um brot á persónu- verndarlögum og bakað ríkinu ítrekað bótaskyldu. Yfirlögfræðingurinn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, Alda Hrönn, vann lengi náið með Sigríði og ekki er hægt að segja að það hafi verið lognmolla í kringum þær. Til dæmis lekamálið, Löke-málið, mál lögreglumanns sem rang- lega var sakaður um spillingu. Svona mætti líklega áfram telja ef vel væri rýnt í málin. Svarthöfði minnist þess að hafa heyrt um illdeilur innan Lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á þeim tíma. Þar skiptust menn í flokka og virtist það dauðasynd ef ein- hver var ósammála Sigríði. Nú hefur Alda að því er virðist tekið við keflinu og eru núna illdeilur hjá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem menn skiptast í flokka og þora ekki að pissa án leyfis frá Öldu. Ekki var Ólafur Helgi, fráfar- andi lögreglustjóri óumdeild- ur. Líkt og Haraldur, forveri Sigríðar, var ekki óumdeildur. En er í alvörunni ekki hægt að finna bara einhverja hæfa ein- staklinga sem hafa ekki sögu- lega gert allt brjálað? Ef það er ein stofnun á land- inu sem Svarthöfði vill geta treyst þá er það lögreglan. Hvernig í fjandanum á nokkur lögreglumaður að hafa tíma til að sinna starfinu sínu ef það eru alltaf eldar að slökkva inni á vinnustaðnum sjálfum? Var það líka ekki bara fyrir skömmu sem einhver Evr- ópustofnun, sem reynir að fyrirbyggja spillingu, gagn- rýndi lögregluna á Íslandi harðlega? Svarthöfða minnir það og að þá hafi sérstaklega verið vísað til þess að ráðn- ingarmál væru þar í ólestri. Eitthvað reyndi ráðuneytið að bregðast við og beindi því til lögregluembættanna að aug- lýsa meira störfin og hætta að handvelja í stöður. En það virðist litlu hafa breytt. Það virðist meira bara svona tákn- rænn gerningur til að líta vel út á blaði. Við sem almenningur eig- um kröfu á lögreglu sem lítur bæði vel út á blaði og í fram- kvæmd. Það er lágmarks- krafa að þeir sem framfylgja lögunum í landinu kunni að fara eftir þeim sjálfir. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Af leiðindalufsum Þ að verður að skrifast enn einu sinni. Þetta eru undarlegir tímar. Ég hitti vinkonur mínar tvær á veitingahúsi, nýkomin úr sóttkví og hafði djúpstæða þörf fyrir mat sem einhver annar eldar og samtal við manneskju af holdi og blóði sem er ekki með sama lögheimili og ég sjálf. Úr varð að við myndum hittast á veitingahúsi, huga að sóttvörnum og ekkert rugl. Ég fór í kjól, blés hárið og valhoppaði á stefnumót mitt við hlátrasköll og frelsi. Ég verð að viðurkenna að það að umgangast góðar konur er vissulega sálu- hjálp og ekki hata ég ítalskan mat og kannski eins og eitt gott rósavínsglas en ég fór fljótlega að efast um ákvörðun mína. Ekki af því að sóttvörnum var ekki sinnt heldur vegna þess að ég var sífellt að hugsa um hvort þetta væri óábyrgt af mér. Hvort ég ætti ekki bara að vera heima? Hringja kannski í einhvern eða spjalla út um glugga? Kannski gæti ég hitt einhvern úti í búð sem ég þekki ef ég hangi þar nógu lengi. Það er jú „nauðsynjarferð“. Ég er í alvörunni búin með rjómaostinn. Í því sem ég pikkaði í bústinn og fallegan mozzarellaost á disknum mínum rann tvennt upp fyrir mér. Lífið er breytt til frambúðar. Ein- hverjir spámenn og -konur hafa fleygt því fram að við verðum að venja okkur við núverandi takmarkanir. Þær muni vera í einhverri mynd næstu 18–24 mánuði. Bundnar í teygju sem slakað er á inn á milli og strekkt á þegar harðnar í ári. Komandi kynslóðir munu ef til vill tortryggja handabönd og hnerra í oln- bogann um ókomna tíð sem er kannski bara ágætt. Handabandsins sakna ég reyndar mikið en fruss og hor getur haldið sig í olnbogum heimsins um aldir alda. Handabönd segja nefnilega svo margt um fólk. Ég þoli til dæmis alls ekki „lufsuna“. Það er þegar einhver rétt svo réttir fram höndina og lætur hana dangla eins og dauðan fisk sem þú átt á einhvern undarlegan hátt að hrista til áður en höndin er látin leka jafn letilega í burtu eins og hún kom. Eins og uppþornaður snigill. Slík lufsubönd eru ekki líkleg til að marka upphaf á góðu samtali. Annað er upp á teningnum ef um þétt handtak í hæfilegan tíma með samsvarandi augnsambandi er í boði. Já, gott fólk, þá er bingó í sal. Augnsambandið er nefnilega svo fínn mælikvarði. Ef það er orðið óþægi- legt að horfast í augu, af hverju ættir þú þá enn að halda í viðkomandi? Það er siðlaust. Þetta eru 2–8 sek. max eftir eðli sambandsins og hversu náið fólk er. Svo er það hitt. Fólk sem heldur of fast eða of lengi eða bæði. Með sveitta lófa, vill meira frá þér en þú vilt gefa. Reynir að spjalla þó þið hafið ekkert um að tala. Samtalið gefur þér ekkert – tekur bara tíma sem kemur aldrei aftur. Þig langar burt en sveitta höndin vill vera. Óþolandi. Börn skilja ekki svona handspeki. Þau eru undan- skilin reglunni og unglingar upp að 12 ára. Já og svo var það hitt – vínið í glasinu var búið. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Listakonan Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir deilir hér sínum uppáhalds fjölskyldu- bókum. Sólrún myndskreytti nýútkomna barnabók, Hvíti björninn og litli maurinn, svo bækur eru henni afar hug- leiknar sem stendur. 1 Sagan af undur- fögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar eftir Margréti Tryggvadótt- ur og Hall- dór Baldurs- son: Þetta er bráð- fyndin saga af klassísku ævintýri, en brýtur allar reglur og staðal- ímyndir. Samspil textans og myndanna segir ótal sögur í senn sem mér finnst sérlega skemmtilegt. 2 Halastjarnan eftir Tove Jansson: Halastjarnan er falleg, einstök og spenn- andi saga um Múmínálfana þegar þeir verða vitni að halastjörnu sem heimsækir jörðina. Tove færir lesendum alveg nýja veröld með mynd- skreytingum sínum og skáld- skap. 3 Grannmeti og át- vextir eftir Þórarin Eldjárn: er meiriháttar ljóðabók, stút- full af húmor og fróðlegri al- vöru. Hún getur alltaf komið mér í gott skap, ímyndunar- afli skáldsins virðist engum takmörkunum háð! 4 Ottólína og gula kisan eftir Chris Riddell: Þessi æsispennandi ráðgátu- bók er uppfull af dulúð og gríni, svo ekki sé nú minnst á gullfallegar teikningar höf- undarins, sem eru ævintýra- lega fallegar. 5 Hvíti björninn og litli maurinn eftir José Federico Barcelona: Ég var svo heppin að fá sjálf að mynd- skreyta þessa fallegu sögu sem höfundur- inn hefur sagt á leikskólanum sínum í 40 ár. Bókin fjallar um risastóran björn og pínu- lítinn maur sem kynnast á óvæntan hátt. UPPÁHALDS- BÆKURNAR 2 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.