Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 8
Vanræksla á undirbúningi
starfsmanna undir verkefnin
á Skjóli lýkur ekki þar. Heim-
ildarmaður segir að heimilis-
menn káfi reglulega á sér og
öðru kvenkyns starfsfólki og
að engin undirbúi starfsfólk
undir þess konar áreiti. „Eng-
inn lætur þig vita eða býr þig
undir að það sé gripið í kyn-
færi þín eða rass og káfað á
þér. Viðbrögð yfirmann eru
„svona er hann bara,“ eins og
það sé ekkert eðlilegra en að
það sé káfað á þér í vinnunni.
Það hafa allir lenti í því hér
enda nánast daglegur við-
burðir.“
Lyfjagjafir í ólestri og
alvarleg slys óútskýrð
Einn heimildarmaður DV
segist hafa þá upplifun af
starfseminni að fólkinu sé
ekki veitt geðmat eða neins-
konar lækning við sínum
vandamálum. „Það
er bara nóg af ró-
andi. Fólkinu er
ekkert sinnt
af læknum.
H i n g a ð
k e m u r
læknir einu
sinni í viku
og þá er bara
skellt í skammt
af róandi.“
Enn fremur
segja allir þeir
sem DV hefur
rætt við, að oft komi fyrir
að ómenntað starfsfólk í um-
önnun sé falið að gefa heim-
ilismönnum lyf. Þetta stangist
á við verklagsreglur Skjóls
að sögn heimildarmanns. Um
er að ræða sterk og lyfseðils-
skyld róandi lyf. Að sögn við-
mælandi á lyfjagjöf að vera
sinnt af hjúkrunarfræðingi en
aðeins einn hjúkrunarfræð-
ingur sé á vakt og verkefna-
staðan yfirleitt slík að ekki
nokkur leið sé fyrir hjúkrunar-
fræðinginn að komast yfir það
allt saman, að sögn heimildar-
mannsins.
Komið hefur fyrir að gefin
hafa verið vitlaus lyf og að
lyfjagjöf hafi gleymst. „Það
hefur gerst frekar oft. Sem
betur fer hefur ekkert alvar-
legt gerst og sjúklingar aldrei
liðið alvarlega fyrir það.“ Slík
atvik eru staðfest í atvikaskrá
Skjóls.
„Þetta starf krefst
þolinmæði, og
þolinmæðin
er algjör-
lega þrotin
hjá flest-
um,“ segir
heimildar-
maðurinn.
Ó þ o l i n -
m æ ð i
starfsfólks
sé fyrir
löngu farin
að bit n a
á heimilis-
mönnum. Seg-
ist hún hafa orðið
var við aukna hörku
hjá sumum starfs-
mönnum. „Lamaðir
einstaklingar eru
rifnir á fætur.
Tvisvar hefur
það komið fyrir að kona hefur
lærbrotnað og enginn veit hvað
gerðist.“ Í annað skipti var um
konu í hjólastól að ræða og því
ljóst að um óútskýrðan atburð
er að ræða. „Þetta var ekk-
ert skoðað neitt betur,“ segir
heimildarmaðurinn. Lögregla
var ekki kölluð til.
Í skriflegu svari stjórnenda
Skjóls varðandi lærbrot skjól-
stæðinga sinna segir: „Eins og
annars staðar í samfélaginu
geta slys orðið á hjúkrunar-
heimilum. Þau geta borið að
með ýmsum hætti, en ástæða
slysanna er ávallt greind. Full-
yrðing um óþekkta ástæðu á
því ekki við rök að styðjast.“
Starfsfólk Skjóls sem DV
ræddi við hefur, sem fyrr
segir, ekki fengið upplýsingar
um ástæður þessa slysa.
Fundnir haldir en ekkert
breytist
Heimildarmenn vanda yfir-
mönnum sínum ekki kveðj-
urnar. „Starfsfólki er aldrei
hrósað eða hampað. Vinnu-
andinn sem eitt sinn var góður
er núna kominn í algjört rugl.
Hér hefur alvarlegt einelti
verið liðið og
aldrei gripið
í taumana
á neinu.
Nú er svo
komið að
allir eru
þreyttari,
búnir á því
og fólk er
að sinna
v i n nu n n i
sinni verr
en áðu r
og færri
h e n d u r
vinna sömu
verkefnin.“
K v a r t a ð
hefur verið
t i l yfir -
s t j ó r n a r
vegna ofbeldisins. Fundir hafa
verið haldnir, en ekkert gerst.
„Starfsfólk upplifir sig yfir-
gefið.“
Heimildarmaðurinn segir yf-
irstjórnina hafa mestan áhuga
á því að allt líti út fyrir að
vera í lagi og segir yfirborðs-
kennd viðbrögð yfirstjórnar-
innar koma niður á gæðum
þjónustunnar. „Þá sjaldan sem
við hittum yfirmann, þá eru
þeir komnir hingað til þess
að öskra á okkur og skamma
vegna þess að hlutirnir líta
ekki út fyrir að vera í lagi,
skiptir þá engu hvort við séum
að sinna sjúklingunum betur.
Hér á allt að líta út eins og
það sé allt í himnalagi.“ Þetta
„leikrit“ yfirstjórnarinnar er
sagt vera til þess að gefa að-
standendum sjúklinganna góða
tilfinningu þegar þeir koma í
heimsókn. Aðstandendum er
jafnframt ekki sagt frá of-
beldinu sem þeir beita starfs-
fólk deildarinnar. „Þau [að-
standendurnir] gera sér engan
veginn grein fyrir því hvað er
í gangi, hversu mikið ofbeldi
starfsfólkið er beitt. Svo ef við
náum ekki að klára að sinna
einstaklingi vegna ofbeldisins
þá er það vanræksla af okkar
hálfu. Fólk hér (aðstandendur)
er í afneitun eða þau vilja ekki
trúa manni.“
Mannekla var mikil og
versnaði svo
Mannekla hefur lengi verið
vandamál hjá Skjóli. Þolmörk-
um hafi verið náð fyrir löngu
síðan og staðan bara versnað
eftir það. „Morgunvaktin er
ein með um sex manns. Sú
vakt klæðir heimilismenn í
föt, burstar tennur fólksins, fer
með það á klósettið og skiptir
á bleyjum eftir þörfum. Ef það
gerist að kona fer að gráta eða
einhver þarfnast sérstakrar
aðhlynningar þá þarf bara að
skauta fram hjá þeim einstakl-
ingi. Um leið og einstaklingur
er kominn á fætur þarf bara að
hlaupa í næsta einstakling.“
Skjól langt undir viðmiðum
Embættis landlæknis
Rekstur Skjóls er háður eftir-
liti Embættis landlæknis sem
tekur starfsemina reglulega út.
Síðasta stóra úttekt á starfsemi
Skjóls er dagsett 2012, eða fyr-
ir átta árum. Hlutaúttekt var
gerð í fyrra. Þar kemur fram
að „áhersla sé lögð á að skrá öll
atvik.“ Samkvæmt skýrslunni
eru í atvikaskrá 2018 13 „lyfja-
atvik“ og átta ofbeldisatvik.
Í kröfulýsingu velferðar-
ráðuneytis fyrir hjúkrunar-
rými og dvalarrými er æski-
legur fjöldi umönnunarstunda
á hvern íbúa sagður vera 5,34
klukkustundir á sólarhring
og lágmarksfjöldi 4,65. Sam-
kvæmt hlutaúttekt Embættis
landlæknis frá því í fyrra
stendur fjöldi umönnunar-
stunda á hvern íbúa á Skjóli í
3,6. Það er aðeins 67% af því
sem talið er æskilegt.
Sömu sögu er að segja af
mönnunarstöðu Skjóls. Í
kröfulýsingu velferðarráðu-
neytis er það sagt æskilegt að
hlutfall hjúkrunarfræðinga af
mannafla sé 27%. Á Skjóli er
það aðeins 17%. Enn fremur
er það sagt æskilegt að hlut-
fall faglærðra í umönnun sé
78% og lágmarkshlutfall 57%.
Á Skjóli er það aðeins 41%.
Skýrsluhöfundar Embættis
landlæknis 2019 tóku viðtöl við
starfsfólk og virðast viðmæl-
endur Embættis landlæknis
að flestu leyti ánægðir með
starf sitt og starfsumhverfi.
Þó komu þar fram áhyggjur
af undirmönnun og tungu-
málaerfiðleikum á vinnu-
staðnum. Í skýrslunni segir:
„Almennt kom fram að starfs-
fólki fannst að þjónustunni við
íbúa hefði hrakað síðustu árin
vegna mönnunarvanda.“ Í við-
tölum við íbúa sagði: „það [er]
svo mikið að gera í umönnun á
morgnana að fólk [fær] stund-
um ekki hjálp til að komast
fram úr fyrr en um kl. 11 og
þá er maður búinn að vera ansi
lengi í rúminu sem ekki er gott
fyrir skrokkinn.“
Stjórnendur Skjóls vísa
ásökunum á bug
DV leitaði svara hjá Sigurði
Rúnari Sigurjónssyni, for-
stjóra Skjóls, sem sagðist ekki
geta svarað fyrir ásakanirnar
og vísaði á Kristínu Högna-
dóttur, framkvæmdastjóra
hjúkrunarsviðs.
Í skriflegu svari Kristínar
Högnadóttur, framkvæmda-
stjóra hjúkrunarsviðs, segir
að stjórnendum Skjóls komi
væntanleg umfjöllun DV og
ásakanir sem koma þar fram
mjög á óvart. Landlæknisemb-
ættið hafi nýlega gert úttekt á
starfseminni og komið með
„fáeinar“ athugasemdir sem
nú er unnið úr. Þó mannekla
sé til staðar, að sögn Kristínar,
er það sökum almenns skorts á
starfsfólki í umönnunarstétt á
Íslandi en hefur aldrei leitt til
hættulegra aðstæðna.
Kristín segir að nýliðum sé
veitt „nýliðafræðsla“ tvisvar á
ári þar sem farið er yfir tækni
við líkamsbeitingu við um-
önnun, og að á fræðslufundum
sé farið yfir hvernig vinna
skal með „órólega einstaklinga
með hegðunarvanda.“ Kristín
segir það ekki gerast að starfs-
maður sé þvingaður til að búa
um lík treysti viðkomandi
sér ekki til þess og segir það
á ábyrgð hjúkrunarfræðings.
Það sama eigi við um lyfjagjöf.
Hún sé á ábyrgð hjúkrunar-
fræðings á hverri deild fyrir
sig. Kristín neitar því þó ekki
að ómenntað umönnunarfólk
sinni henni. „Varðandi áfalla-
hjálp fyrir starfsmanninn, þá
er hjúkrunarfræðingur alltaf
til staðar á hverri vakt,“ sagði
Kristín. Þess má geta að hjúkr-
unarfræðingurinn sem Kristín
vísar til er jafnframt yfir-
maður umönnunarstarfsfólks.
Rauði krossinn og fleiri aðilar
hafa ítrekað bent á að best sé
að áfallahjálp sé veitt af fag-
fólki í því, en ekki af kollegum
einstaklings sem lent hefur í
áfalli eða yfirmönnum. Sam-
bærilegt „kerfi“ er til dæmis
til staðar hjá slökkviliðinu þar
sem slökkviliðsmenn veita
sjálfum sér og vinum sínum
áfallahjálp, og gagnrýndu
slökkviliðsmenn það kerfi í
viðtali við DV í kjölfar brun-
ans á Bræðraborgarstíg. n
það [er] svo
mikið að gera
í umönnun
á morgnana
að fólk [fær]
stundum ekki
hjálp til að
komast fram
úr fyrr en um
kl. 11 og þá er
maður búinn
að vera ansi
lengi í rúminu
sem ekki er
gott fyrir
skrokkinn.
8 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV