Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 10
A rnar Hauksson er einn vinsælasti kvensjúk-dómalæknir landsins.
Almennt kvíða konur oft
fyrir heimsóknum til kven-
sjúkdómalæknis þar sem
þær afhjúpa sína leyndustu
líkamshluta en Arnar leggur
ekki síður áherslu á að sinna
konum sálrænt.
„Ég á auðvelt með að lesa
fólk. Það gerir að verkum að
þegar ég hitti fólk veit ég oft
hvað er að áður en það segir
mér það. Ég get séð bak við
tjöldin, ég veit ekki hvernig
en þetta er líklega eitthvað
sem lærist í þessu fagi,“ segir
hann.
Mikla athygli vakti þegar
Arnar lék í raun sjálfan sig í
þáttunum Pabbahelgar á RÚV
síðasta vetur þegar persóna
Nönnu Kristínar Magnús-
dóttur fór í skoðun hjá kven-
sjúkdómalækni. Í sumar bjó
síðan ung kona til óformlega
könnun í Facebook-hópnum
Mæðra tips og trónaði Arnar
á toppnum sem vinsælasti
kvensjúkdómalæknir lands-
ins. Þrátt fyrir að þetta hafi
verið algjörlega óvísindaleg
könnun hefur Arnar skorið
sig úr meðal íslenskra kven-
sjúkdómalækna og þykir ná
til skjólstæðinga sinna á ein-
stakan hátt.
Þetta birtist ekki síst í því
að þegar blaðamaður hafði
mælt sér mót við Arnar, þar
sem hann starfar á Lækna-
stöðinni í Austurveri, rekumst
við á samstarfskonu hans á
ganginum sem byrjar að ausa
hann lofi: „Þú ert nú alveg
yndislegur, Arnar,“ segir sam-
starfskonan og Arnar er eitt
spurningarmerki. Hún heldur
áfram: „Átján ára dóttir mín
var hjá þér í síðustu viku og
hún var svo ánægð. Hún sagð-
ist hafa lært svo mikið af því
að hitta þig og þú hefðir verið
með svo miklar praktískar
upplýsingar fyrir fótbolta-
stelpu eins og hana, varðandi
blæðingar og pilluna og allt
saman.“
Allt fullt af fílum
Arnar segist almennt forðast
viðtöl og vilji frekar leyfa öðr-
um að skína. „Mér finnst gott
að koma með hugmyndir og
leyfa öðrum að vinna úr þeim.
Ég er lítið fyrir að flagga
sjálfum mér,“ segir hann. Enn
er óljóst af hverju Arnar sam-
þykkti einmitt þetta viðtal en
það skal upplýst að blaðamað-
ur hefur farið til Arnars sem
skjólstæðingur. Þá var hann
með aðstöðu í Kringlunni þar
sem skrifstofan var yfirfull
eftirmynda af fílum en öllu
færri fílar eru á skrifstofunni
í Austurveri.
„Stofan hér er minni og auð-
vitað þarf að dusta rykið af fíl-
unum reglulega. Þetta byrjaði
með því að ég hafði gert lítilli
stúlku greiða. Hún hafði farið
nokkrum sinnum inn á spítala
og enginn vissi hvað amaði að
henni. Mér tókst hins vegar
að komast að því hvað var
að og ráðlagði henni í fram-
haldinu. Um hálfu ári seinna
hafði hún samband. Þá var
hún í Portúgal og sagði við
mig: „Þú bjargaðir lífi mínu!
Mig langar að endurgjalda
þér það.“ Ég sagði að hún væri
auðvitað búin að endurgjalda
mér þetta með því að borga
fyrir viðtölin, en ef hún fyndi
fílana sem Hannibal kom með
yfir fjöllin þá mætti hún gefa
mér einn,“ segir Arnar og vís-
ar þar til hershöfðingjans frá
Karþagó sem fór með baráttu-
glaða fíla yfir Alpana. „Hún
þekkti ekki söguna en gaf mér
lítinn keramikfíl sem stóð allt-
af á borðinu mínu. Eftir það
byrjuðu fílarnir að streyma
inn þegar fólk vildi þakka
mér fyrir eitthvað „extra“. Ég
á nú mjög mikið af fílum og
er löngu hættur að þiggja þá.“
Arnar lauk læknaprófi frá
Háskóla Íslands árið 1975.
Hann stundaði framhalds-
nám í kvensjúkdómum og
fæðingahjálp, fyrst við Land-
spítalann en frá 1979 í Lundi
í Svíþjóð þaðan sem hann út-
skrifaðist sem sérfræðingur
árið 1983. Í doktorsritgerð
sinni fjallaði Arnar um þrjár
nýjungar í rannsóknum á tíða-
verkjum. Hann hefur valist til
fjölda trúnaðarstarfa, sat til
að mynda í stjórn norrænna
kvensjúkdómalækna í tvo ára-
tugi og í forsætisnefnd heims-
þings kvensjúkdómalækna.
Hann á fimm börn á aldr-
inum 33–50 ára, sjö barnabörn
og eitt á leiðinni. „Þetta er
ekki búið enn þá,“ segir hann.
Stefndi á hagfræðinám
Því fer fjarri að Arnar hafi
alltaf ætlað að verða kven-
sjúkdómalæknir. „Ég ætlaði
alltaf að fara í hagfræði. Í
stúdentsferðalaginu okkar
í Verzlunarskóla Íslands á
Spáni tóku tveir yndislegir
kennarar okkur tali eitt kvöld-
ið og spurðu hvað við ætluðum
að læra. Þeir spurðu fyrst tvo
af dúxunum okkar og þeir ætl-
uðu báðir í læknisfræði. Kenn-
ararnir sögðu: „Það er flott.
Þið eruð svo duglegir.“ Þegar
þeir síðan spurðu mig kom
smá stríðnispúki í mig og ég
sagði: „Ég ætla líka í læknis-
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
ÉG Á AUÐVELT MEÐ AÐ LESA FÓLK
Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir var brautryðjandi þegar kom að móttöku
þolenda kynferðisofbeldis og lyfti grettistaki í málum trans fólks hér á landi.
Arnari þykir vænt um þá viðurkenningu sem felst í að mæður vísi dætrum til hans.
Ég bauð þeim til að mynda
að koma til mín með
útigangskonur sem áttu
engan pening.
Þegar stúlkur og ungar konur koma í fyrsta skipti til Arnars kennir hann þeim allt um blæðingar, allt um
kynsjúkdóma, allt um stráka og allt um að þora að segja nei. MYND/VALLI
10 FRÉTTIR 28. ÁGÚST 2020 DV