Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 25
Jón Þór Stefánsson blaða-maður DV lenti í 12 daga sóttkví ásamt mestallri ritstjórn blaðsins. Jón býr hjá foreldrum sínum og skrifaði dagbók þar sem hann lýsir upplifun sinni á sóttkví. Fimmtudagurinn 6. ágúst. Kæra dagbók. Áðan í vinnunni var mér tilkynnt að ég væri kominn í sóttkví. Kollegi minn sem mætt hafði í vinnuna síðasta þriðjudag var smitaður. Ég dreif mig heim, hringdi í vini og vandamenn og upplýsti þá um stöðuna. Ég bý ásamt foreldrum mínum, en sem betur fer voru þau í útilegu. Því gat ég undirbúið næstu daga. Ég fékk vin minn til að fara út í búð fyrir mig og skilja innkaupapokann eftir fyrir framan útidyrahurðina. Svo installaði ég FIFA í Pla- ystation-tölvuna mína. Föstudagurinn 7. ágúst. Kæra dagbók. Í morgun vaknaði ég við það að síminn hringdi. Foreldrar mínir voru á leiðinni heim. Því þurfti ég að taka til, setja í uppþvotta- vél og spreyja og spritta alla mögulega snertifleti áður en þau myndu mæta. Nú eru þau komin heim og settu ábyggi- lega met í kaupum á sótt- varnavörum, en í lok dags voru komnir spreybrúsar og blaut- tuskur í alla króka og kima hússins. Eitt stórt vandamál blasir við, en það er salernisaðstaðan. Á heimilinu er einungis eitt klósett sem við þrjú deilum. Eftir hverja notkun þarf því að þrífa það gaumgæfilega, en það er heldur þreytandi. Sunnudagurinn 11. ágúst Kæra dagbók. Ég er farinn að finna fyrir smávægilegum ein- kennum, bæði hósta og kvefi. Mér líst ekkert á blikuna. Nú verð ég sko virkilega rúm- fastur og hef FIFA spilun af mikilli alvöru. Mánudagurinn 10. ágúst Í dag fékk ég tíma í skimun. Ég dreif mig upp í heilsugæslu og beið í bílnum í dágóða stund í villtum vindi og roki. Ég vor- kenndi aumingja heilbrigðis- starfsmönnunum sem þurftu að fara út í þessu leiðinlega veðri og taka sýni. Ég sá þau missa sýnatöku pinna og þurfa að hlaupa á eftir honum, ef- laust leiðinlegur vinnudagur. Þau fengu þó ekki alla mína vorkunn, en ég sparaði smá fyrir sjálfan mig. Það er nefni- lega alveg ógeðslega óþægi- legt að fá pinna langt upp í nef og kok. Nú er ég í algjörri einangrun þangað til að ég fæ svar úr prófinu. Þriðjudagurinn 11. ágúst Kæra dagbók. Í dag fékk ég góðar fréttir. Ég er ekki með COVID-19. Ekki nóg með það, heldur er Arsenal einungis nokkrum stigum frá því að vinna Englandsmeistaratitil- inn, eftir langt hlé. Því miður á það ekki við um raunheima, en titillinn mun ábyggilega detta í hús seinna í kvöld. Sem stendur er mesta upp- brot dagsins þegar mamma bankar og setur kvöldmatinn fyrir framan hurðina. Frelsis- svipting er fitandi. Fimmtudagurinn 13. ágúst Kæra dagbók. Þetta er að verða frekar þreytandi. Ég kann vissulega að meta að fá tilbúna máltíð frá besta kokki í heimi (mömmu) tvisvar, jafn- vel þrisvar á dag. Og það er alls ekkert sjálfgefið að hafa sjónvarp og leikjatölvu. Málið er bara að það er virkilega þreytandi að vera alltaf fastur inni í þessu sama herbergi. Dagarnir verða svo einhæfir. Þó að ég heyri reglu- lega í vinum mínum í gegnum FaceTime, þá verð ég sífellt hræddari og hræddari við það. Ég óttast að ég verði al- gjörlega óhæfur í mannlegum samskiptum þegar þetta verði búið. Óttast að allir brandarar mínir verði stór vindhögg. Að skyndilega verði ég bara óþægilegur og óviðeigandi. Föstudagurinn 14. ágúst Kæra dagbók. Ég er kominn með nóg af FIFA og öllum hinum tölvuleikjunum. Ég er líka hættur að hlusta á pod- köst. Núna er ég einungis tilbúinn að horfa á kvikmynd- ir. Áðan horfði ég til dæmis á Apocalypse Now, ég hafði séð hana áður og fannst hún góð, en í þetta skipti tengdi ég við hana. Mér fannst ég hreinlega skilja hana of vel og horfði því á heimildamynd um gerð Apocalypse Now. Sú mynd, Hearts of Dark- ness: A Filmmaker’s Apoca- lypse, var líka þrusugóð. Til að fullkomna þetta horfði ég svo á YouTube-myndband um heimildamyndina. Ég sofnaði reyndar þegar það var í gangi. 24 klst. er langur tími. Laugardagurinn 15. ágúst eða sunnudagurinn 16. ágúst. Nú veit ég ekkert hvað snýr upp og hvað snýr niður. Tími og rúm eru afstæðari en áður. Klukkan er kortér yfir sjö, ég veit ekki á hvaða degi eða hvorum megin sólarhringsins. Ég er kominn með nóg. ÉG VIL HÆTTA Í SÓTTKVÍ. Þriðjudagurinn 18. ágúst Líkt og flest börn þá hélt ég mikið upp á jólin. Fátt líkist tilfinningu barnsins sem hlakkar til jólanna. Þessi til- finning hefur orðið að um- ræðuefni í mörgum kvik- myndum og dægurlögum. Það var einmitt tilfinningin sem ég finn fyrir í dag, því á morgun kemst ég loksins út! Ég held ég fari til vinnu í sparijakka. n 20 ÁRA EINHLEYPUR Í SÓTTKVÍ – dagbók Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is Sem stendur er mesta uppbrot dagsins þegar mamma bankar og setur kvöldmat- inn fyrir framan hurðina. Frelsis- svipting er fitandi. Móðir Jóns hafði fullkomna stjórn á því hvað hann borðaði í sóttkví. MYND/SIGTRYGGUR ARI FÓKUS 25DV 28. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.