Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Síða 28
Una í eldhúsinu FJÖLBREYTT, FLJÓTLEGT OG HOLLT NESTI Í SKÓLANN Hérna koma hugmyndir að fjölbreyttu og hollu nesti, en sniðugt er að virkja krakkana og láta þau undirbúa nesti sjálf kvöldið áður. Litríkt og fallegt. Hummus – sem álegg eða ídýfa Innihald: 1 dós niðursoðnar kjúklinga- baunir 2 stór hvítlauksrif 2 msk. tahini 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. paprikukrydd 40 ml ólífuolía Salt og pipar eftir smekk Aðferð: 1. Byrjið á að hella helmingnum af vatninu af kjúklingabaununum og setja þær í matvinnsluvél ásamt afgangnum af vatninu. Maukið þar til kekkjalaust. 2. Afhýðið hvítlauksrifin, pressið, og setjið þau út í matvinnsluvélina ásamt sítrónusafanum, tahini og paprikukryddinu, maukið í um 30 sekúndur, en styttra ef þið viljið grófari áferð. 3. Bætið ólífuolíunni út í í mjórri bunu og blandið varlega saman, ef hummusinn er of þykkur má bæta smá vatni saman við. 4. Síðast en ekki síst er humm­ usinn kryddaður til með salti og pipar. Mjög gott er að setja hummus í box ásamt gulrótum, blómkáli eða niðurskornum gúrkum. Nú þegar skólarnir eru að byrja ákvað ég að setjast niður og leita hugmynda að góðu, hollu og fjölbreyttu nesti fyrir dætur mínar. Ég var allt of oft að gera nesti á síðustu stundu síðasta vetur, finna til bara eitthvað sem var til sem er svo sem í lagi suma daga en það er auðveldara og skemmtilegra að undir- búa nestið með fyrirvara og spyrja krakkana hvað þeim þyki sniðugt að taka með sem hollt nesti. Nestisboxin sem ég fann í Nettó frá Sistema merkinu eru fjölbreytt og skemmti- leg, mismunandi stærðir og gerðir og svo eru alls konar týpur. Til dæmis fyrir jógúrt, og ávexti, ídýfu eða hummus. ásamt grænmeti. Mini maískex, skemmtileg hug- mynd, bæði hægt að dýfa í humm us eða smyrja með smjöri og osti. Pinnar með osti, vínberjum, skinkurúllu og epli slá alltaf í gegn. Aðra daga er hægt að gera ávaxtaspjót til dæmis með appelsínu, banana, epli og peru. Í stað þess að nota heimilis- brauð er sniðugt og góð tilbreyt- ing að kaupa eitthvað annað brauð, hér á myndinni má sjá að ég notaði Jöklabrauð og Hafra- brauð, set sitthvora sneiðina og mynda samloku með smjöri, kalkúnaskinku og osti og sker svo niður í litla bita, en það eitt og sér að skera niður í litla bita getur slegið í gegn hjá yngri krökkunum. Annað got t ráð til þess að breyta út frá samlokubrauðinu er það að smyrja góðri dress- ingu á tortillakökur, ég set gjarnan hvítlaukssósu, legg svo skinkusneiðar, ostsneiðar og þunna gúrkubita og rúlla tortilla pönnukökunum upp og sker svo niður í bita. Jógúrtbox. Þarna er upplagt að setja gríska jógúrt í aðalboxið og skera svo ávexti niður eða setja hollt morgunkorn í efra lokið sem helst þurrt þar til þú ákveður að blanda öllu saman. 28 MATUR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.