Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Page 30
B irta Abiba Þórhallsdótt­ir var krýnd Miss Uni­verse Iceland árið 2019. Hún keppti í kjölfarið í Miss Universe og lenti í einu af tíu efstu sætunum. Hún hefur síðan þá getið sér gott orð sem fyrirsæta og mun krýna arf­ taka sinn í október. Við vorum forvitin um hvernig venju­ legur dagur er hjá henni og einnig hvað hún borðar. „Ég veit ekki hvað telst lengur venjulegur dagur. Ég byrja samt alltaf á að drekka vatn áður en ég reyni að temja á mér hárið og horfi á Tik­ Tok,“ segir Birta. Ekki góður kokkur Birta hefur verið grænmetis­ æta í sjö ár. „Svo ég borða ekki rautt kjöt, fisk eða fugla­ kjöt,“ segir hún. Aðspurð hvort hún eyði miklum tíma í eldhúsinu svarar Birta neitandi. „Ég eyði ekki miklum tíma í eldhúsinu, þar sem sann­ leikanum samkvæmt er ég bara alls ekki góður kokkur, né aðstoðarkokkur. Ég hef nefnilega þann hæfileika að gera mikið af klaufavillum þegar ég elda og eftir að hafa næstum kveikt í síðast þegar ég hjálpaði, hef ég verið beðin um að sjá aðeins um uppvask­ ið og setja á borð,“ segir hún. Þegar kemur að því að velja uppáhaldsmáltíð vefst svarið ekki fyrir henni. „Ég veit að sumir munu ekki telja þetta sem máltíð en ég mun allan daginn segja popp,“ segir hún. n Klassískar kókosbollur eru í uppáhaldi hjá Birtu Fegurðardrottningin og fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir hefur verið grænmetis­ æta í sjö ár. Hún segist vera sjálfskipaður klaufi í eldhúsinu og eyðir þar litlum tíma, enda var hún næstum búin að kveikja í þegar hún reyndi síðast fyrir sér sem kokkur. Matseðill Birtu Morgunmatur: Ég elska að fá mér heitan morg- unmat, sérstaklega ef ég er að fara í tökur, svo vanalega fæ ég mér hrærð egg með bitum af cam embert-osti. Millimál: Eplabitar með sterkum hummus (besti hummusinn er úr Costco). Hádegismatur: Ristað brauð með avókadó. Millimál: Frosin vínber Kvöldmatur: Það er fjölbreytt, en ég elska góðan vegan-hamborgara. Kókosbollur - auðveldur og skemmtilegur eftirréttur Hráefni 2 msk. kakó 2 msk. vatn 1 dl sykur 3 dl haframjöl 1 dl kókosmjöl Aðferð 1) Hrærið öllu vel og vandlega saman í skál. 2) Búið til litlar bollur úr deiginu. 3) Setjið kókosmjöl á disk og veltið bollum upp úr því. 4) Raðið bollunum á lítið fat og kælið inni í ísskáp. Fegurðar- drottningin Birta Abiba fer yfir mataræð- ið sitt. MYND/ ANTON BRINK Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is 30 MATUR 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.