Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Blaðsíða 32
Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Fjölskylduhornið Sérfræðingur svarar Kristín Tómasdóttir, hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda um fjölskyldulífið í fæðingarorlofi HVENÆR VERÐUR KYNLÍFIÐ AFTUR Á DAGSKRÁ? Ég er í fæðingarorlofi og maðurinn minn vinnur endalaust mikið. Við erum alltaf þreytt, hætt að stunda kynlíf, gerum ekkert saman og lífið mitt snýst um að sjóða ýsu og skipta um bleyjur. Verður þetta bara svona? Ó guð, hvað þetta er allt skiljanlegt, en þú átt alla mína samúð. Hundleiðinlegt tímabil í lífi margra foreldra en það er ekki þar með sagt að þið þurfið að sætta ykkur við þetta. Flestir foreldrar sem skilja, skilja á fyrsta æviári barns. Ég er ekki að fræða þig um þetta til þess að þú takir hraðlest niður á sýslumann að sækja pappírana, heldur til að benda þér á að þetta er tíma- bil sem reynir á öll sambönd. Þið eruð á álagspunkti og það þýðir ekki að sambandið sé glatað. Mér leikur að sjálfsögðu forvitni á að vita hvað barnið þitt er gamalt, hvað þið eigið mörg önnur börn, hvað planið er og hvað er langt síðan þið stunduðuð kynlíf, svo eitt- hvað sé nefnt. En ég ætla bara að geta í eyðurnar og þú tekur til þín það sem við á. Þú spyrð hvort þetta verði bara svona og ég vildi að ég gæti svarað þér, en ef þú vilt ekki hafa þetta svona lengur viltu þá ekki bretta upp ermar og breyta til? Lax er t.d. fín tilbreyting frá ýsu og barnið mun að öllum líkindum hætta á bleyju einn daginn. Ef þú vilt gera meiri breytingar þá mæli ég með þessu: Hefur þú rætt við maka þinn um þessa líðan þína? Hafið þið prófað að laga þetta? Það er alltaf vænlegt að ræða um líðan sína og stundum getur það jafnvel verið nóg. Að þið séuð með- vituð um á hvaða stað þið eruð í lífinu, hvert þið viljið stefna og að þið séuð saman í liði. Stundum þarf fólk að kafa aðeins dýpra. Eru þið bæði að upplifa þetta eins? Er jafn mikill áhugi á að breyta þessu? Hvaða væntingar hafið þið? Í staðinn fyrir að setja fók- usinn á allt það sem er búið að vera leiðinlegt undanfarið, þá gæti verið ráð að spyrja sig hvaða litlu skref getið þið tekið svo næstu misseri verði ögn skemmtilegri? Á skalanum 0-10, hvernig líður þér í sambandinu núna ef 0 er þegar þér hefur liðið verst og 10 er þegar þér hefur liðið best? Segjum að þér líði 5, hvað þarf þá að breytast svo þér líði 6? Spurðu maka þinn að því sama. Þarna getið þið fundið vísbendingar um hvaða litlu skref þið þurfið að taka svo ykkur líði betur. Hvaða markmið getið þið svo sett ykkur til þess að líða 7? Þó svo að álagið sé mikið og þið parið hittist lítið, þá gæti verið gott að taka frá tíma fyrir ykkur. Þið þurfið ekki að redda pössun eða fara í þyrluflug. Tveir tímar eftir kl. 20.00 á virkum degi er glæsilegt. Bara elda ykkur góðan mat þegar krakkarnir eru sofnaðir, spila skemmti- legt spil, horfa saman á Net- flixþátt eða hita te og ræða saman í rólegheitum. Aðra hverja viku stýrir þú hver dagskrá kvöldsins verður, aðra hverja viku stýrir hann. Þessi tími er að sjálfsögðu hugsaður til þess að breyta út af vananum, gera eitt- hvað skemmtilegt saman og hittast, en hann er fyrst og fremst skuldbinding. Þið eruð að rækta sambandið, hugsa hvort til annars og gefa ykkur tíma. Samkvæmt fræðunum líða að meðaltali tvö ár frá fæðingu barns þar til kyn- lífshegðun pars er orðin eins og áður, eða komin á skrið sem þau eru sátt við. Tvö ár?!! Góðan daginn… hugsa margir. En þá minni ég á að það stendur „að meðaltali“, sem merkir að hjá mörgum tekur þetta lengri tíma. Meðvituð um þessa stað- reynd léttir mögulega aðeins á ykkur, þið getið andað léttar og tekið ykkur tíma til að finna út úr kynlífinu. Sumir þurfa að skipuleggja sig bet- ur eftir barneignir, aðrir nýta annan tíma sólarhringsins en áður til þess að stunda kynlíf. En það er nú yfirleitt þannig að báðir aðilar þurfa að vera á staðnum svo kynlíf milli pars geti átt sér stað, svo þið gætuð byrjað á að finna tíma þar sem þið eruð bæði heima og bæði vel upplögð. Svo eru það umhverfis- þættirnir sem geta verið svo flóknir og umfangsmiklir en stundum er auðveldara að breyta þeim en öðru, þar sem tilfinningar spila stærri rullu. Ég ætti t.d. að vera á pró- sentum hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Ástæðan er sú að mörg pör eru að rífast um praktísk mál eins og hvað á að vera í matinn, hver á að kaupa inn og hver eldar. Þessu er hægt að sleppa með því að kaupa Eldum rétt (tek það fram að þetta er ekki #samstarf). Eru einhver mál sem þið getið einfaldað ykkur á sambærilegan hátt og Eld- um rétt? Getið þið aðstoðað hvort annað betur? Getið þið fengið aðstoð frá öðrum? Getið þið forgangsraðað öðru- vísi? Þarf þvottakarfan alltaf að vera tóm? Er hægt að fara með þvott í þvottaþjónustu? Nei ég bara spyr… stundum geta svona mál bætt sambönd til muna, gert fólk ánægðara og jafnvel bætt líðan barna og fjölskyldunnar í heild. Ef ég á að pakka þessu saman: Lífið þarf ekki að vera leiðinlegt og það er hægt að gera litla hluti til þess að einfalda og bæta lífsgæði. Taktu stöðuna á maka þínum, ræðið um líðan og þarfir hvors annars á þessum tímapunkti og mögulegar að- gerðir í átt að „bata“. Ég hef massa trú á ykkur, einfald- lega vegna þess að ég hef séð annað eins gerast á hinum bestu bæjum. Áfram þið. n Kvöldstund úti á svölum er notaleg. MYND/GETTY Þó svo að álagið sé mikið og þið parið hittist lítið, þá gæti verið gott að taka frá tíma fyrir ykkur. 32 FÓKUS 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.