Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2020, Side 38
Aron – Sagan mín Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, segir frá ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann leiðir lesandann allt frá sínum fyrstu skrefum á ferlinum yfir í lokakeppni EM og HM. Bókin kom út árið 2018 og hefur notið mikilla vinsælda. AFÞREYING FYRIR ÁHUGAFÓLK UM KNATTSPYRNU Knattspyrnuáhugi er oft mikil ástríða. Að horfa á fótbolta er bara ekki nóg. Fyrir ykkur sem elskið fótbolta er hér spennandi afþreyingarefni. Dr. Football Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football fer þáttastjórnandinn Hjörvar Haf- liðason yfir það sem er að gerast í knattspyrnuheiminum. Hann fjallar um boltann bæði hérlendis og erlendis ásamt góðum gestum. Þátturinn hefur notið gríðarlegra vinsælda. Diego Maradona Diego Maradona er heimildamynd sem gefin var út árið 2019. Myndin fjallar um argentíska knattspyrnumanninn Diego Maradona. Í myndinni kemur fyrir áður óséð myndefni af Maradona. Í myndinni er fjallað um þann tíma þegar Maradona fór frá Barcelona til Napoli árið 1984. Þar varð hann bæði Ítalíumeistari og Evrópudeildarmeistari. Sara Björk – Óstöðvandi Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrir- liði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur náð mjög góð- um árangri á knattspyrnuvellinum og skrifaði nýverið undir samning við eit t besta knattspyrnulið heims, Lyon. Sara gaf út bókina Óstöðvandi árið 2019. Þar segir hún meðal annars frá ferlinu og átökum innan vallar og utan. HLAÐVARPSÞÆTTIR: BÆKUR SJÓNVARPSEFNI: A life to short – The tragedy of Robert Enke Landsliðsmarkvörður Þjóðverja tók sitt eigið líf árið 2009, 32 ára að aldri. Út á við virtist Robert Enke vera með allt á hreinu. Hann var atvinnumaður í fótbolta sem hafði spilað fyrir nokkur af bestu liðum Evrópu. Heimavöllurinn Í þættinum fjalla þær Mist Rún- arsdóttir og Hulda Mýrdal um kvennaknattspyrnu. Fjallað er um allar kvennadeildir á Íslandi og íslenskar atvinnukonur erlendis. Þátturinn er sá eini á landinu sem fjallar eingöngu um kvennaknatt- spyrnu. Steve Dagskrá Félagarnir Vilhjálmur Freyr Halls- son og Andri Geir Gunnarsson ræða knattspyrnuna út frá öðrum vinklum en gengur og gerist. Þó að knattspyrnan sé aðal um- ræðuefnið eiga þeir það til að fara með umræðuna í þá átt sem á við hverju sinni. She‘s the man She‘s the man er gamanmynd frá árinu 2006. Unglingsstelpan Viola mætir í heimavistarskóla bróður síns, í hans stað, sem strákur. Hún vill reyna að komast í fót- boltaliðið eftir að liðið í skólanum hennar var lagt niður. Að lokum er það rómantíkin sem tekur öll völd á vellinum. Sunderland ´Til I die Sunderland ´Til I die eru sjón- varpsþættir á Netflix sem fjalla um enska knattspyrnufélagið Sunderland. Komnar eru út tvær þáttaraðir og samtals 14 þættir. Fyrsta serían fjallar um tímabilið 2017-2018 þegar félagið spilaði í annarri efstu deild á Englandi eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu árið áður. Eftir góð viðbrögð við fyrstu þáttaröðinni var ákveðið að gera aðra þáttaröð. Þá var fjallað um tímabilið 2018-2019. Þætt- irnir hafa hlotið góða gagnrýni frá gagnrýnendum og aðdáendum. All or nothing: Tottenham Hotspur All or nothing: Tottenham Hotspur eru heimildaþættir sem fjalla um nýaf- staðið tímabil hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Þættirnir koma út næstkomandi mánudag, þann 31. ágúst. Tottenham er að feta í fótspor Manchester City, Sunderland og Leeds með því að hleypa myndavélum inn í klefa. Margt gekk á hjá Tottenham á tímabilinu eftir gott gengi árið áður. Þættirnir All or nothing voru fyrst gerðir með liðum í ameríska fótboltanum og hafa hlotið mikilla vinsælda. 38 SPORT 433 28. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.