Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 18
Bein verðbréfaeign
Helgafells lækkaði úr 2,3
milljörðum niður í 610
milljónir.
Tilfærsla eigna er til
skoðunar, sem og
möguleg uppskipting á
virkum og óvirkum inn-
viðum.
Margrét
Tryggvadóttir,
forstjóri Nova
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Krist
ínar Vermundsdóttur, hagnaðist
um tæplega 1,3 milljarða króna í
fyrra samanborið við 351 milljón
á árinu 2018. Þetta kemur fram í
nýbirtum samstæðureikningi fjár
festingarfélagsins.
Hagnað Helgafells má að mestu
leyti rekja til hlutdeildar í afkomu
eignarhaldsfélagsins S121, stærsta
hluthafa Stoða, eins stærsta fjár
festingarfélags landsins, en hlut
deildin nam 896 milljónum króna.
Þá var af koma félagsins af beinni
verðbréfaeign jákvæð um rúmar
400 milljónir, mestmegnis vegna
hagnaðar af sölu hlutabréfa.
Verðbréfaeign Helgafells lækk
aði úr 2,3 milljörðum króna niður í
610 milljónir á milli ára. Félagið átti
engin skráð hlutabréf með beinum
hætti í lok árs 2019 samanborið við
1,9 milljarða króna í lok árs 2018.
Óskráð hlutabréf námu 259 millj
ónum og hlutdeildarskírteini í verð
bréfasjóðum 351 milljón.
Á móti jukust eignarhlutir í hlut
deildarfélögum úr tæplega 3,4
milljörðum króna upp í tæpa 6,2
milljarða. Helgafell fer með ríflega
34 prósenta hlut í S121 sem á um
65 prósenta hlut í Stoðum. Fjár
festingarfélagið Stoðir er á meðal
stærstu hluthafa í TM, Símanum og
Arion banka.
Eigið fé Helgafells nam 7,3 millj
örðum króna í lok síðasta árs og eig
infjárhlutfallið um 98 prósentum.
Sá sem stýrir fjárfestingum Helga
fells er Jón Sigurðsson, fjárfestir og
stjórnarformaður Stoða, en hann er
eiginmaður Bjargar Fenger.
– þfh
Helgafell hagnaðist um 1,3 milljarða króna
Fjárfestingarfélagið Helgafell er
meðal annars í eigu Ara Fenger.
Innviðir eru eftirsóttir af fjárfestum úti um allan heim og þá gefast tækifæri til þess að selja eða endurfjármagna innviði á allt öðrum kjörum en hafa hingað til verið í boði,
segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri
Sýnar, í samtali við Markaðinn.
Fram kom í árshlutauppgjöri
Sýnar, sem birt var í síðustu viku,
að til athugunar væri að bjóða
hluta farsímakerfisins til sölu sem
myndi skila umtalsverðu fjármagni
til hluthafa.
Stór hluti af fjarskiptakerfinu
eru óvirkir eða „dauðir“ innviðir,
eins og Heiðar lýsir þeim, og á hann
þá við rafkerfi og sendaturna. Sam
keppni fjarskiptafyrirtækja felst í
virka búnaðinum, það er hvernig
sendarnir sem eru á stálturnunum
virka.
Heiðar segir að á alþjóðlega fjar
skiptamarkaðinum sé leitni í áttina
að því að skipta fyrirtækjum upp í
innviðafyrirtæki annars vegar og
sölu og þjónustufyrirtæki hins
vegar. Fyrirtækin halda virka bún
aðinum en setja óvirku innviðina í
sérfélag sem síðan er selt.
Hann nefnir að TDC, gamla ríkis
síma Danmerkur, hafi verið skipt
upp með þessum hætti og 3 Den
mark, eitt stærsta farsímafyrirtæk
ið þar í landi, hafi tilkynnt í ágúst
um uppskiptingu og áform um sölu
á innviðahlutanum.
„Vodafone Global setti alla senda
turnana sína í Evrópu í dótturfélag
ið Vantage Towers fyrr á þessu ári
og áformar að skrá félagið á hluta
bréfamarkað á fyrsta fjórðungi
næsta árs,“ bætir hann við. „Þarna
er lagt upp með að ná 27 sinnum
EBITDA [rekstrarhagnaður fyrir
skatta, fjármagnsliði og afskriftir]
með sölunni.“
Risavaxið innviðakerfi Vantage
Towers, sem rekur 68 þúsund turna
í Evrópu, felur þó í sér mikla vaxtar
möguleika, og mikil tækifæri til
þess að bæta nýtingu turnanna með
því að leigja út aðgang til fjölda evr
ópskra fjarskiptafyrirtækja. Heiðar
bendir á að í nágrannaríkjum, sem
svipar meira til íslenska markaðar
ins, séu EBITDAmargfaldarar við
sölu á slíkum innviðafyrirtækjum
á bilinu 17 til 25.
„Ef þetta er staðan á alþjóðavísu
þá eru væntanlega einhver verð
mæti á Íslandi sem hægt væri að
koma í verð,“ segir Heiðar. Spurður
hvort hann búist við því að kaup
endur á innviðunum verði erlendir
framtakssjóðir frekar en íslenskir
lífeyrissjóðir svarar hann játandi.
„Það eru erlendir fjárfestar sem hafa
verið eins og gráir kettir í kringum
fjarskiptainnviðina í tvö ár.“
Aðspurður segir Heiðar að ekki
sé hægt að skjóta á söluverðið enda
velti það meðal annars á því hversu
mikið verður selt og einnig hvernig
leigusamningar verða gerðir við
kaupandann.
Eftir því sem Markaðurinn kemst
næst er samsetning fjarskiptakerf
isins og núgildandi samkomulag
á milli fyrirtækja með þeim hætti
að NOVA, sem er að mestu leyti í
eigu bandaríska eignastýringar
fyrirtækisins Pt Capital og Novator,
fjárfestingafélags Björgólfs Thors
Björgólfssonar, þyrfti að vera með í
ráðum ef Sýn lætur verða af söluferli
á óvirkum innviðum.
Hefja næsta fasa
Þá kom einnig fram í uppgjöri Sýnar
að félagið sæi frekari tækifæri í sam
nýtingu fjárfestinga. Sýn og Nova
hafa frá árinu 2015 rekið Senda
félagið sem heldur utan um rekstur
dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu
eftir að hafa fengið undanþágu frá
Samkeppniseftirlitinu.
„Samkeppniseftirlitið gaf leyfi
fyrir samstarfi í tveimur fösum.
Fyrsti fasinn snerist um sameigin
legan rekstur á dreifikerfinu og nú
erum við að fara í næsta fasa sem
snýst um sameign á virkum senda
búnaði,“ segir Heiðar. Sýn mun því
færa meiri rekstur og fjárfestingar
inn í Sendafélagið og mögulegt
söluferli á óvirkum innviðum yrði
algjörlega óháð þessu félagi.
Vodafone á Íslandi, sem er rekið
af Sýn, hóf í gær uppbyggingu á 5G
kerfi á Íslandi og kom fyrsta sendi
fyrirtækisins fyrir við höfuðstöðvar
þess á Suðurlandsbraut. Nova hafði
tekið þetta skref í maí þegar félag
ið varð fyrst til að setja upp slíkan
sendi. Samkvæmt tilkynningu
Vodafone fer öflug uppbygging 5G
næstu árin meðal annars fram í
gegnum Sendafélagið.
Nova skoðar uppskiptingu
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri
Nova, segir í samtali við Markaðinn
að félagi leiti sífellt leiða til þess að
auka hagkvæmni í rekstri.
„Þegar við stofnun Sendafélags
ins var áformað að á einhverjum
tímapunkti myndu eignir færast
til félagsins en slík yfirfærsla hefur
ekki farið fram,“ segir Margrét.
Ekki sé tímabært fyrir Nova að
gefa út yfirlýsingar um breytingar
á samrekstrinum sem fer fram í
Sendafélaginu en „tilfærsla eignar
er til skoðunar, sem og möguleg
uppskipting á virkum og óvirkum
innviðum“.
„Bætt nýting innviða er hags
munamál, sem og að tryggja næga
fjárfestingu í innviðum til að not
endur farneta geti áfram notið bestu
þjónustugæða,“ bætir Margrét við.
Uppskipting fjarskiptainnviða
í skoðun hjá bæði Sýn og Nova
Fjarskiptafélögin Sýn og Nova gætu skipt upp innviðum sínum í virka og óvirka. Sýn skoðar sölu á óvirk-
um innviðum og Nova þyrfti að vera með í ráðum. Forstjórar félaganna segja uppskiptingu til skoðunar.
Slíkir innviðir eru verðmetnir mjög hátt miðað við afkomu. Erlendir fjárfestar verið „eins og gráir kettir“.
Síminn skoðar fjármögnun á grunni Mílu
Eins og Markaðurinn hefur greint
frá hafa erlendir framtakssjóðir,
sem sérhæfa sig í fjárfestingum í
fjarskiptainnviðum, þar á meðal
ástralski sjóðurinn Macquarie
Infrastructure Corporation, sýnt
Mílu, dótturfélagi Símans, áhuga.
Í árshlutauppgjöri Símans kom
fram að verið væri að skoða að
fjármagna Mílu sérstaklega í stað
þess að fjármagna samstæðuna
sem eina einingu. Míla mun taka
við fleiri verkefnum frá Símanum
á næstu mánuðum, svo sem
rekstri farsímadreifikerfis og IP-
nets, og þannig verða stærra hlut-
fall samstæðunnar. Hagkvæmari
fjármagnsskipan er á meðal þess
sem fjárfestingarfélagið Stoðir,
stærsti hluthafi Símans, hefur lagt
áherslu á frá því að félagið byrjaði
að fjárfesta í Símanum vorið 2019.
Agnar Sverrisson, stofnandi veitingastaðarins Texture í London sem skartaði stjörnu
frá Michelin, vinnur að því að koma
á fót bar með mat við Hverfisgötu 6
þar sem veitingastaðurinn Essensia
var áður til húsa. Staðurinn á að
bera nafnið No concept og mun
að líkindum verða opnaður í lok
mánaðarins, að sögn matreiðslu
meistarans.
Kokkurinn Jón Örn Jóhannesson,
sonur Jóhannesar Stefánssonar í
Múlakaffi, og Valþór Örn Sverris
son, bróðir Agnars, munu eiga
staðinn með honum og annast dag
legan rekstur. Agnar hefur ekki áður
unnið með þeim að opnun veitinga
staðar.
Agnar segir að bjóða eigi upp á
góð vín og kokteila. Sömuleiðis
verði boðið upp á léttan mat, mat
seðillinn verði lítill en með eitthvað
fyrir alla. „Þetta verður vel gerður
matur,“ segir hann. Sömuleiðis verði
hægt að horfa á knattspyrnuleiki í
sjónvarpi en það verði ekki gert að
aðalatriði.
Að hans sögn fékk barinn nafnið
No concept því hann sé ekki neitt
„ákveðið konsept heldur sé eitt
hvað fyrir alla“. Hann segir að No
Concept sé í raun samsuða úr fimm
uppáhalds stöðum þeirra erlendis.
Agnar hefur búið erlendis í 20
ár en f lutti heim frá London þegar
COVID19 dreifði sér um heims
byggðina og veitingahús urðu að
loka. „Ég veit ekki hvar ég verð eftir
eitt ár,“ segir hann.
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að Texture hafi verið lokað vegna
COVID19 og ekki standi til að opna
hann aftur. – hvj
Agnar í Texture
opnar bar við
Hverfisgötu
Agnar segir að stefnt sé að opnun
staðarins í lok þessa mánaðar.
Þetta verður vel
gerður matur.
Agnar Sverrisson, veitingamaður Forstjóri Sýnar segir að á alþjóðlega fjarskiptamarkaðnum sé leitni í átt að skipta fyrirtækjunum upp. MYND/GETTY
Tap GAMMA Capital Management, sem er í eigu Kviku banka, á f y rri helmingi
ársins nam 177 milljónum króna
fyrir tekjuskatt og dróst saman um
38 prósent á milli ára, samkvæmt
nýjum árshlutareikningi.
Eignir í stýringu í lok júní námu
104,5 milljörðum og drógust saman
um þrjú prósent á milli ára. Félagið
rekur 42 sjóði. Sjö eru í slitameð
ferð. Erfiðleika GAMMA má meðal
annars rekja til bágrar stöðu fast
eignasjóðanna Upphafs og Novus.
Tekjur GAMMA námu 159 millj
ónum á tímabilinu og drógust
saman um 59 prósent. Rekstrargjöld
voru 308 milljónir og minnkuðu um
64 prósent. Starfsmönnum fækkaði í
níu á fyrstu mánuðum ársins, úr 16 á
sama tíma fyrir ári. Eftir kaup Kviku
á GAMMA var hluti starfseminnar
færður annað innan bankans.
GAMMA átti eignir fyrir 2,7
milljarða við lok fyrri árshelmings.
Langtímakröfur á sjóði vegna
árangurstengdrar þóknunar fjár
málafyrirtækisins lækkuðu um tólf
prósent og námu 670 milljónum við
lok fyrri árshelmings. – hvj
GAMMA tapaði
177 milljónum
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN