Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 21
Við höfum viljað
tengja [raforku-
verðið] álverði og ég held að
það hafi gefið mjög góða
raun.
Óskir leigjanda um húsnæðið og staðsetningu þess eru eftirfarandi
en allar innsendar hugmyndir verða skoðaðar og þeim svarað.
■ 100-300 fermetra húsnæði með góðum gluggum og innkeyrsluhurð
■ Bílaplan (bílastæði) fyrir allt að 50 bíla eða fleiri
■ Miðsvæðis í Reykjavík með góðri aðkomu
■ Helst nálægt fjölfarinni stofnbraut
■ Áreiðanlegur og snyrtilegur leigjandi
UPPLÝSINGAR ÓSKAST SENDAR Í NETFANGIÐ - gglausn@gmail.com
HÚSNÆÐI
ÓSKAST
HÚSNÆÐI FYRIR BÍLASÖLU
ÓSKAST TIL LEIGU
LME-markaðurinn lista premíu
fyrir grænt ál, þannig að skriður er
kominn á málið. Við höfum verið
að undirbúa okkur að vera í farar-
broddi þarna og höfum skrásett
vörumerkið Natur-Al þar sem kol-
efnisfótspor þess áls sem kemur
frá Grundartanga er vottað sem
umhverfisvænt.“
Verðmeira ál, framleitt með
umhverfisvænum hætti, er hugsan-
lega besti möguleiki álframleið-
enda staðsettra á Vesturlöndum
gagnvart samkeppninni frá Kína.
Álframleiðslugeta í Kína hefur
vaxið ævintýralega á síðastliðnum
tíu árum, en landið er ríkt af báxíti
sem er aðalhráefni álframleiðslu
og kolum, sem eru svo brennd til
að knýja framleiðsluna. Kínverskir
útf lytjendur áls fá að sama skapi
endurgreiddan virðisaukaskatt af
ákveðnum álafurðum við útflutn-
ing, og oft og tíðum afsláttarkjör á
raforku. Í maí á þessu ári voru um
5,45 milljónir tonna af áli fram-
leiddar á heimsvísu, en þar af voru
um 57 prósent framleidd í Kína. Sé
litið tíu ár aftur í tímann nam hlut-
fall Kína af heildarframleiðslunni
um 42 prósentum og fyrir 20 árum
stóðu kínverskir framleiðendur að
baki um ellefu prósentum af heild-
arálframleiðslu heimsins.
„Grunnforsendur álframleiðslu
í Evrópu og Bandaríkjunum eru
til staðar. Eftirspurnin og þar með
framleiðslan mun halda áfram.
Síðan er þetta spurning um það
hvort við hér á Vesturlöndum
getum búið okkur til þær aðstæður
að framleiðslan hér sé viðbúin sam-
keppni, sem kemur fyrst og fremst
frá Kína. Ég tel að það sé hægt, við
erum í raun með allt aðra vöru en
kemur frá Kína. Umhverfisvænt ál,
með minna kolefnisfótspor, er svo
þáttur sem aðgreinir til að mynda ál
frá Íslandi og Kanada frá kínversku
vörunni,“ segir Gunnar.
Orkuverð á niðurleið
Læk kandi orkuverð í Evrópu
og Bandaríkjunum mun einnig
hjálpa áliðnaði á Vesturlöndum.
„Uppbygging á vindmyllum og
sólarorkuverum hefur verið hröð
á undanförnum árum sem hefur
aukið framboð raforku mjög mikið.
Þetta er framleiðsla sem er þess eðlis
að þó að raforkuverð lækki þá taka
menn ekki vindmyllur eða sólar-
orkuframleiðslu úr sambandi við
dreifikerfið því það er nánast eng-
inn breytilegur kostnaður. Þannig
að við eigum eftir að sjá raforkuverð
falla enn frekar. Svo er mikil vinna
á öllum sviðum að draga úr orku-
notkun.
Ég er sannfærður um það að
orkuverð verði mjög samkeppnis-
hæft hér á Vesturlöndum til fram-
búðar. Ég get líka nefnt það að
áliðnaður í Noregi er á mjög góðum
stað í augnablikinu, því er þetta
líka spurning um það hvernig
ríkisstjórnir einstakra landa búa
um hnútana þegar kemur að sam-
keppnishæfu orkuverði,“ segir
Gunnar.
Ólíklegt að orka finnist fyrir álver í Helguvík
Fyrsta skóflustungan var tekin
að álverinu í Helguvík í júní 2008
og gangsetning var fyrirhuguð
tveimur árum síðar. Orkuþörf
álversins var metin allt að 600
megavött af uppsettu afli. Ekki
tókst að útvega næga orku fyrir
Helguvík, en Norðurál náði aðeins
samningum um hluta orkunnar
áður en verkefnið virtist endan-
lega slegið út af borðinu árið
2016.
„Við eigum þetta ennþá og
höfum ekki enn séð tækifæri til
að fara af stað með álverið,“ segir
Gunnar. „En maður veit aldrei
hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég
ætla ekki að útiloka að álver við
Helguvík muni rísa en miðað við
orkuframboð og stemminguna á
Suðurnesjum finnst mér það ekki
endilega líklegt.“
Ekkert launungarmál er að Rio
Tinto Alcan vinnur nú að því að
losa sig við álverið í Straums-
vík. Norsk Hydro var nálægt því
að kaupa álverið á síðasta ári.
Áhyggjur vegna samkeppnissjón-
armiða í Evrópu komu í veg fyrir
að af kaupunum yrði, en Norsk
Hydro og ÍSAL í Straumsvík eru
einu framleiðendur ákveðinnar
tegundar álbolta í Evrópu sem
eru mikilvægir við ýmsa fram-
leiðslu.
En hefur Norðurál hug á því að
kaupa álverið í Straumsvík af Rio
Tinto? „Það hefur verið boðið til
sölu og við höfum skoðað það. En
ég veit ekki til þess að þetta álver
sé til sölu nákvæmlega núna,“
segir Gunnar.
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0