Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 23
Ferðalagið er langt en það snýst bara um að taka mörg snögg lítil skref í rétta átt. Helgi Andri Jónsson, fram-kvæmdastjóri SalesCloud, er metnaðarfullur varðandi framtíðaráform f y rirtækisins. Markmiðið er að tvöfalda tekj- urnar ár frá ári næstu fimm árin. Á næstu tíu árum er horft til þess að skrá fyrirtækið í Kauphöll og að vörurnar verði notaðar um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Hver eru þín helstu áhugamál? Eðlisfræði og heimspeki. Ég pæli í stærstu ráðgátum lífsins á hverj- um degi. Eðlisfræði kennir okkur að við getum hvorki skapað né eytt orku og aðeins umbreytt henni en að sama skapi veit enginn almenni- lega hvaðan hún kom eða hvað meirihluti orku alheims í raun og veru er. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? The Universe in a Nutshell eftir Stephen Hawking kveikti áhugann á heimsfræði og eðlisfræði. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Að byggja upp teymi og fyrir- tækið, SalesCloud. Það er eitt að þróa og forrita vöruna, það er allt annað að skapa fyrirtækið sem heldur utan um vöruna og tekur hana langt áfram. Mest krefjandi var þróun eTags, snertilausu sjálfsafgreiðslunar. Það tók tvö ár að forrita hana og allt varð að smella á réttum tíma. Hvaða á skoranir e r u f ram undan? Tekjur fyrirtækisins hafa tvö- faldast á milli ára undanfarin tvö ár. Mesta áskorunin nú er að ljúka við þróun á vörum sem við teljum tvöfalda tekjurnar ár frá ári næstu tvö til þrjú ár. Ein af þessum vörum lítur dagsins ljós þegar Bíó Paradís verður opnað aftur en meira get ég ekki sagt að svo stöddu. Ég er með hugmyndir um hvað gæti fært okkur frekari vöxt á næstu fimm árum en ætla að bíða og sjá hvernig lifnaðarhættir okkar þróast á næstunni. Stóra verkefnið er að tvöfalda vöxtinn ár frá ári næstu fimm ár og skrá svo fyrirtækið í Kauphöll. Ferðalagið er langt en það snýst bara um að taka mörg snögg lítil skref í rétta átt. Hv e r n i g s é r ð u f y r i r t æ k i ð SalesCloud þróast á næst u t íu árum? Ég sé fyrir mér að SalesCloud verði skráð fyrirtæki í Kauphöll og vörurnar verði í notkun um alla Evrópu og Norður-Ameríku. Jafnframt sé ég fyrir mér að við höfum þar með opnað fyrir mörg ný íslensk tæknifyrirtæki að selja og markaðssetja sína tækni til við- skiptavina okkar á heimsvísu. Von- andi náum við að standa þétt við frumkvöðla og hjálpa þeim að ná árangri með einum smelli. Ef þú þyrft ir að velja annan starfsframa, hvað yrði fyrir valinu? Mig dreymdi um að verða eðlis- fræðingur þegar ég var unglingur og vinna verðlaun fyrir að finna svör við erfiðum spurningum eins og hvað þyngdaraf l sé í skammta- fræði. Enginn veit svarið nákvæm- lega eins og er en ég bíð spenntur eftir fréttum þess efnis. Vilja tvöfalda tekjur ár frá ári Nám: Ég vildi sannarlega að ég gæti sagt að ég hefði lokið stúdentsprófi og háskólanámi en svo er ekki því miður. Ég byrjaði að læra forritun tólf ára gamall og hef ekki hætt síðan. Störf: Ég hef í raun bara unnið sjálfstætt og þá mest við forritun síðastliðin 8 ár. Framkvæmdastjóri Sales­ Cloud frá árinu 2012. Fjölskylduhagir: Kærastan mín Kolbrún Ýr Odd­ geirsdóttir er flugumferðarstjóri. Við búum saman með sjö ára prinsessu. Svipmynd Helgi Andri Jónsson Af öllum þeim slæmu áhrifum sem COVID-19 faraldurinn hefur á efnahagslíf landsins er vaxandi atvinnuleysi, líklega, þau verstu. Í júlí síðastliðnum, mánuði þegar atvinnuleysi er vanalega einna minnst, voru 21.435 manns á atvinnuleysiskrá eða á hlutabóta- leiðinni og samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans verður atvinnu- leysi mikið, allavega til ársins 2022. Afleiðingin er að fólk fær ekki tæki- færi til að sýna hvað í því býr og sjá fyrir sér og sínum. Það sem meira er, þá getur langvarandi atvinnuleysi haft neikvæð áhrif á heilsu, atvinnu- möguleika og félagsleg tengsl. Lækningar – ekki plástra Ómarkviss aukning ríkisútgjalda og hækkun bóta, sem hefur mikið komið til tals í umræðunni, munu því miður ekki leysa grundvallar- vandamálið, en munu í besta falli milda höggið tímabundið. Við þurf- um ekki bara plástra, heldur þurfa bæði stjórnvöld og atvinnulífið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa viðspyrnu, svo draga megi sem hraðast og sem mest úr atvinnuleysinu. Því þarf sérstak- lega að vanda til verka og tryggja grundvöll verðmætasköpunar til lengri tíma. Aðeins með það að leiðarljósi getur efnahagslífið náð vopnum sínum. Beinskeytt aðgerð að góðu markmiði Til að landið rísi á ný þurfa með öðrum orðum að vera forsendur fyrir því að fyrirtæki ráði inn fólk og auki verðmætasköpun, sem aftur myndi sporna gegn skaðlegu langtímaatvinnuleysi. Í því ljósi hlýtur að koma til greina að skapa fyrirtækjum einhvers konar aukinn hvata, t.d. með skattaívilnunum, til þess að ráða fólk til starfa. Hægt er að nota fyrirmynd frá Danmörku þar sem ríkið greiðir tímabundið og í sumum tilfellum 50% launa starfsmanna, sem eru að koma úr langtímaatvinnuleysi. Rannsóknir hafa bent til þess að þetta hækki atvinnustig til lengri tíma. Sam- bærilegum úrræðum hefur verið beitt víðar, til dæmis í Sviss og í Frakklandi, með góðum árangri. Fleiri störf þegar þörfin er sem mest Útfærslan skiptir vitanlega máli, en hvernig þetta getur haft góðar af leiðingar hér á landi er auðvelt að gera sér í hugarlund. Launa- kostnaður fyrirtækja, í hlutfalli við verðmætasköpun þeirra, jókst um 26% á árunum 2014-2019. Nú þegar COVID-19 faraldurinn stoppar að mestu ferðaþjónustuna og veldur vandræðum víðar í hagkerfinu, eru fá fyrirtæki sem hafa mikið bolmagn til sóknar og ráðninga. Með ráðningarhvötum myndu þeir möguleikar aukast og hjálpa fyrir- tækjum að vaxa og dafna hraðar en ella. Það skiptir hér máli að það er yfirleitt nokkur kostnaður við það að ráða starfsmann, einkum því fólk þarf þjálfun og að aðlagast nýju starfi. Að komast yfir þann hjalla verður eðli málsins samkvæmt mun kostnaðarminna með ráðningar- hvötum. Á hinni hliðinni skapast með þessu aukin tækifæri fyrir þá sem hafa verið án vinnu til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Nei- kvæðar af leiðingar atvinnuleysis aukast eftir því sem tími þess lengist og því væri ráðningarhvati mikil- vægt innlegg til að sporna gegn því. Rúsínan í pylsuendanum Fátt í heiminum er ókeypis, en vel útfærðir hvatar geta einnig verið ábatasamir fyrir ríkissjóð, ekki bara atvinnulausa og fyrirtæki. Bóta- þegum myndi fækka, sem dregur úr ríkisútgjöldum, en á hinn bóginn myndu skatttekjur aukast. Þannig má létta á þeim þunga sem COVID- 19 faraldurinn leggur á ríkissjóð, á sama tíma og atvinnulífið verður betur í stakk búið fyrir viðspyrn- una. Leið út úr atvinnuleysinu  Ari Fenger formaður Viðskiptaráðs Íslands Hægt er að nota fyrirmynd frá Danmörku þar sem ríkið greiðir tímabundið og í sumum tilfellum 50% launa starfsmanna, sem eru að koma úr langtímaatvinnu- leysi. Rannsóknir hafa bent til þess að þetta hækki atvinnustig til lengri tíma. Helga dreymdi um að verða eðlisfræðingur þegar hann var ungur og vinna verðlaun fyrir að finna svör við erfiðum spurningum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 9M I Ð V I K U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.