Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason
hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÞETTA ER NÁTTÚR-
LEGA UNNIÐ ÚR
BÓKUNUM OG BLAÐSÍÐUNUM
ÞANNIG AÐ ÉG EIGINLEGA BARA
KROTA YFIR OG SET INN ÞAÐ
SEM MÉR DETTUR Í HUG.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Hverri Everley og Oakley heilsudýnu
fylgir vandað Aspen fjallahjól
að verðmæti 59.000 kr.*
OAKLEY
heilsudýnan frá Primo er með vönduð u
poka gormakerfi sem veitir mikinn og
góðan stuðning. Yfirdýnan er gerð úr
mismunandi svamp lögum sem og visco
lagi sem aðlagast að líkama þínum
og heldur honum í réttri stellingu út
nóttina. Oakley heilsudýnan er með
kantstyrkingum sem eykur svefnsvæði
hennar og end ingu. Oakley er millistíf/ stíf
og hentar því breiðum hópi.
Ótrúlegt ... en satt!
Ti
lva
lin
fer
m
in
ga
rg
jöf
Oakley og Everley heilsu dýnur (með Aspen fjalla hjóli).
Fáanlegar 120, 140, 160 og 180 x 200 cm.
Verðdæmi: OAKLEY (30 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 139.900 kr. Verð m/ Classic botni 175.900 kr.
Verðdæmi: EVERLEY (35 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 149.900 kr. Verð m/ Classic botni 185.900 kr.
EVERLEY
heilsudýnan frá Primo er gerð úr
13 gr. pokagormum sem veita hinn
fullkomna stuðning. Stífir kantar auka
svefnsvæði dýnunnar. Yfirdýnan er
þykk og þægileg og gerð úr nokkrum
mismunandi svamplögum. Viscolag
gefur líkamanum þann stuðn ing sem
hann þarf. Dýnan er mýkri á axlar- og
mjaðmasvæði til að líkami þinn fái
eins náttúru lega sveigju og mögulegt
er. Everley er millistíf/ mjúk og ein
vinsælasta dýna Primo.
59.000 kr.
fylgir með Oakley &
Everley heilsu-
dýnum
ASPEN
fjallahjól að verðmæti
* á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála.
ASPEN 26" FJALLAHJÓL
• 26"
• 21 gír
• demparar
á framöxli
• diskabremsur að
framan og aftan
• standari
• glitaugu
www.dorma.is
SENDUM
FRÍTT
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Listamaðurinn Þórgnýr Inguson fæst aðallega við síkvikan texta og opnar á morgun, óbugaður og vopnaður gamalli ritvél, sína aðra sýningu á árinu
sem hann kennir við andskotann.
Sýningin er í Vonleysi við Ing-
ólfsstræti og heitir Ritskoðun/Rit-
stuldur #1- Nýjasta testamentið og
byggir á nýjum verkum sem, eins og
nafnið gefur til kynna, eru unnin
upp úr heilagri ritningu.
„Þetta er eiginlega fyrsta sýningin
í sýningaröð sem heitir Ritskoðun/
Ritstuldur og þetta er í raun og
veru bara svona rebelismi gagnvart
kirkjunni,“ segir Þórgnýr, þegar
hann reynir að lýsa sýningunni án
óþarfa málalenginga.
„Nýja testamentið liggur náttúr-
lega best við höggi ef þú ert ekki
sammála því að það eigi að vera
ríkistrú,“ segir listamaðurinn og
bætir við að hann taki setningar
og orð beint upp úr ritningartext-
anum, breyti og endurskrifi. „Þann-
ig að sýningin heitir Nýjasta testa-
mentið.
Er þetta þá endurvinnsla eða
kannski ný túlkun?
„Já, það er alveg hægt að tala um
þetta sem endurvinnslu. Þetta er
náttúrlega unnið úr bókunum og
blaðsíðunum þannig að ég eiginlega
bara krota yfir og set inn það sem
mér dettur í hug.“
Ár andskotans
Þórgnýr gaf út sína fyrstu ljóðabók,
Við lifum að eilífu þar til annað
kemur í ljós, fyrir síðustu jól og
opnaði sýningu sem byggði á henni
í febrúar, rétt áður en farsóttin skall
á af fullum þunga.
Nýja sýningin er hins vegar
opnuð við allt aðrar aðstæður í
miðju veirufári en Þórgnýr lætur
hvorki ástandið né þá staðreynd að
vegna fjöldatakmarkana geti aðeins
þrír gestir skoðað sýninguna í einu,
slá sig út af laginu á „þessu and-
skotans ári“ sem hann lýsti svo á
Facebook um helgina:
„Sumir hugsa kannski að nú sé
allt að fara til helvítis. Hinsvegar
má færa rök fyrir því að við séum
nú þegar í helvíti, alveg eins og að
töfraveröldin himnaríki sé til. En ef
svo er þá verð ég að segja að ég hef
það bara helvíti fínt.“
Þórgnýr segist í það minnsta ekki
tilbúinn til þess að gefast upp fyrir
COVID-19 alveg strax. „En hver
veit? Maður klárar alla vegana þessa
sýningu. Og jú, jú. Maður náttúrlega
missti vinnuna, en þú veist, þá er
bara tími fyrir annað, eins og þessar
pælingar.“
Textinn heillar
Þórgnýr lærði kvikmyndagerð og
þreytti sem fyrr segir frumraun sína
sem ljóðskáld í fyrra og segist „nú
bara eitthvað svona“ vera að fikra
sig áfram í listinni þar sem hann
vinni aðallega með textaverk. „Sem
er dálítið heillandi.“
Hann segir Nýjasta testamentið í
raun og veru vera textaverk. „Þetta
er skrifað á ritvél sem heitir Erica frá
1954. Hún var keypt úr einhverju
dánarbúi úr Kolaportinu núna í
vetur,“ segir listamaðurinn, sem
hefur þurft að styðjast við nútíma-
tækni í glímunni við hinn forna
texta með 20. aldar tækjakosti.
„Maður er búinn að vera að læra
núna að þræða þetta blessaða band.
Það slitnaði áðan og það tók svona
einn og hálfan klukkutíma að fara í
gegnum það á YouTube,“ segir Þór-
gnýr og prísar sig sælan að borðinn
sem fylgdi ritvélinni hafi verið nógu
langur „þarna þannig að það var
hægt að þræða þetta upp á nýtt“.
Fjórði maðurinn
Þórgnýr opnar sýninguna í Vonleysi
við Ingólfsstræti 6 klukkan 16 í dag
og þar sem hann verður viðstaddur,
og í raun hluti af sýningunni, verður
hann fjórði maðurinn á meðan á
henni stendur, þar sem rýmið þolir
aðeins þrjá gesti í senn.
„Þetta er alveg nýtt rými þarna á
Ingólfsstrætinu og er það þröngt. Ég
held að þetta séu 25 fermetrar eða
eitthvað álíka,“ segir hann og bendir
á að undir 2 metra reglunni fyllist
f ljótt upp í það pláss.
„Það verða hanskar og spritt. Ég
held að það verði grímur líka. Ég
verð að spyrja liðið að því,“ segir
Þórgnýr, sem óttast þó ekki langar
biðraðir. „Sýningin verður náttúr-
lega í tvær vikur þannig að fólk
hefur nú svo sem alveg nægan tíma
og ég verð þarna allan tímann sem
fjórði maðurinn. Þá sit ég þarna
enn þá með ritvélina mína og verð
eitthvað að ritskoða þetta Nýjasta
testamenti, þannig að ég verð alveg
að vinna í sýningunni á meðan hún
er í gangi.
Ég held að það sé bara partur af
sýningunni að ég sé þarna og síðan
á maður örugglega eftir að eiga ein-
hverjar samræður við fólk og ég veit
ekki. Kannski breytist eitthvað þá,“
segir Þórgnýr um sýninguna sem
verður í stöðugri þróun á þessu and-
skotans ári.
toti@frettabladid.is.
Vélritar á ritninguna
með þremur vottum
Þórgnýr Inguson vélritar yfir ritningartexta og lætur það ekki slá
sig út af laginu að aðeins þrír í einu geti skoðað afraksturinn á
annarri sýningunni sem hann heldur á „þessu andskotans ári“.
Þórgnýr með ritvélina sem dugir vel til þess að endurrita, ritskoða og stela úr ritningunni svo lengi sem sjaldgæfur
blekborðinn heldur. Aðeins þrír í einu geta síðan skoðað afraksturinn á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð