Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 2
Tilkynningum um
vanrækslu og neyslu for-
eldra fyrstu 6 mánuði ársins
fjölgaði úr 83 í 119.
Veður
Norðaustan 8-15 með rigningu,
en úrkomuminna norðvestan til.
Kólnar heldur fyrir norðan.
SJÁ SÍÐU 16
Hoppað á hjóli
Helgi Trausti Stefánsson sýndi ótrúlegar listir á hjóli sínu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í Nauthólsvík í gær. Þar var hann ásamt
góðum félögum sínum, sem fögnuðu honum ákaft, á fjallahjólaæfingu. Allir voru þeir vel græjaðir, með bæði hjálma og hlífar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Virgill við sauðfjárhólfið sem ekki hefur verið haldið við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SUÐURNES Virgill Scheving Einars-
son, landeigandi í Skjaldarkoti og
Efri-Brunnastöðum, hafnaði því
að leyfa sveitarfélaginu Vogum að
leggja hjólreiða- og göngustíg inn
á land sitt og framkvæmdin er nú
sögð í uppnámi. Hann segist ekkert
hafa á móti stígnum sem slíkum,
en framkoma sveitarstjórnarinnar
gagnvart honum á undanförnum
árum sé ástæðan fyrir því að hann
leyfi þetta ekki.
Vegurinn átti að vera tveir og
hálfur kílómetri og að stærstum
hluta innan veghelgunarsvæðis
Vegagerðarinnar. Hafði Vegagerðin
þess utan lagt til styrk til verkefnis-
ins. Í pistli í Víkurfréttum í ágúst
sagði bæjarstjórinn, Ásgeir Eiríks-
son, að einn landeigandi hefði aftur-
kallað samþykkið og liti út fyrir að
ekkert yrði af framkvæmdinni. En
málið á sér forsögu.
„Ég var búinn að samþykkja þetta
en snerist hugur,“ segir Virgill, sem
er alinn upp á þessum jörðum og
erfði þær fyrir 10 árum, það er
Skjaldarkot og Efri-Brunnastaði I
og II. „Ég hugsaði með mér: Nú er
tíminn til að hefna mín á þeim.“
Rótina að þessum deilum má
rekja til ársins 2010 þegar Virgill
lokaði vegi á landi sínu vegna mikils
hávaða, ryks og ónæðis sem hann
varð fyrir af umferðinni. Bæjar-
stjórn vildi halda veginum opnum,
en ekkert leyfi var fyrir honum. „Ég
fékk verktaka til að setja grjót í veg-
inn og bærinn lét kasta því í sjóinn.
Þetta var stríð,“ segir Virgill. Endaði
þetta með málarekstri sem Virgill
segir að hafi reynt mikið á sig, hafi
kostað sig umtalsverðan lögfræði-
kostnað og að hann hafi þurft að
leita til sálfræðings eftir á.
Síðan þá hafa einnig staðið yfir
deilur um lausagöngu fjár, en sonur
Virgils heldur 70 sauðkindur á jörð-
unum. Segir Virgill bæinn ekki hafa
haldið við sauðfjárhólfi sunnan við
Reykjanesbrautina, eins og hann
eigi að gera samkvæmt samkomu-
lagi við Vegagerðina frá árinu 1991.
Hafi þeir feðgar fengið símtöl bæði
frá lögreglu og bæjarstjóra út af
lausagöngu, en Virgill segir öruggt
að samkomulagið frá 1991 sé niður-
fallið vegna skorts á viðhaldi.
„Þessi göngustígur skiptir mig
engu máli,“ segir Virgill. „Ég væri
alveg til í að draga ákvörðun mína
til baka ef bærinn myndi borga
lögfræðikostnaðinn til baka vegna
vegamálsins.“ Þetta hafi verið um
600 þúsund krónur sem væri hægt
að framreikna í á aðra milljón í dag.
Hafi Virgil heyrt að Miðf lokks-
þingmaðurinn Birgir Þórarinsson
hafi reynt að bera vopn á klæðin
en ekki rætt beint við sig enn þá,
og bíði hann ekkert endilega eftir
því. Þess utan segir Virgill að vel sé
hægt að leggja þennan stíg innan
veghelgunarsvæðisins, en til þess
þurfi að sprengja hóla og klappir
en bærinn vilji spara fé með því að
fara inn á land í einkaeigu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Virgill Scheving hefndi
sín á bæjarstjórn Voga
Sveitarfélagið Vogar fær ekki að leggja göngustíg inn á land Virgils Scheving
Einarssonar og er nú framkvæmdin í uppnámi. Virgill segist ekkert hafa á
móti stígnum, en eiga harma að hefna fyrir málarekstur út af vegi og sauðfé.
Ég væri alveg til í að
draga ákvörðun
mína til baka ef bærinn
myndi borga lögfræðikostn-
aðinn til baka vegna vega-
málsins.
Virgill Scheving Einarsson,
landeigandi
Forstöðumaður segir álag á starfs-
fólk langt yfir viðmiðum Barna-
verndarstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SUÐURNES Mikil aukning hefur
orðið á tilkynningum til Barna-
verndar Reykjanesbæjar og María
Gunnarsdóttir forstöðumaður segir
nú komið að þolmörkum. Álagið á
starfsfólk sé langt yfir viðmiðum
Barnaverndarstofu.
Fjölgun tilkynninga hefur verið
viðvarandi síðan heimsfaraldurinn
skall á. María beintengir fjölgunina
við ástandið.
Á fyrstu sex mánuðum ársins
bárust 119 tilkynningar varðandi
vanrækslu og neyslu foreldra. En á
sama tímabili í fyrra voru þær 83.
Tilkynningum um heimilisof beldi
fjölgaði úr 35 í 52.
„Hver tilkynning er alvarleg,“
segir María. Einnig að aukning sé
í útköllum Barnaverndar, en þá er
um neyðarþjónustu að ræða.
Ljósi punkturinn sé hins vegar
sá að tilkynningum vegna áhættu-
hegðunar barna, svo sem neyslu og
af brota, hefur fækkað.
„Stuðningsúrræði hafa verið bætt
og sálfræðiþjónusta. En fjöldi mála-
stjóra hefur verið sá sami þrátt fyrir
fjölgun tilkynninga.“ – khg
Barnavernd
Reykjanesbæjar
að þolmörkum
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Fermingarskraut í úrvali!
■ Myndaveggir
■ Nammibarir
■ Kortakassar
■ Servíettur
■ Borðrenningar
■ Blöðrur (fyrir loft/helíum)
■ Blöðrubogar/lengjur/hringir
(fyrir loft)
■ Súkkulaðiegg í þemalitum
veislunnar
■ Kerti
■ Og margt fleira
■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman
í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns,
„Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar”
Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar
COVID-19 Í gær voru 99 einstakling-
ar hér á landi með virkt COVID-19
smit og 848 voru í sóttkví, enginn
lá á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.
Sólarhringinn á undan greindust
hér fimm með nýtt innanlandssmit.
Í tilkynningu frá heilbrigðis-
ráðuneytinu í gær kom fram að
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur skipað vinnuhóp
til að skoða hvort stjórnvöld geti
viðurkennt erlend vottorð sem
segja til um hvort fólk hafi sýkst
af COVID-19. Væri þá möguleiki
að þeir sem eru með slíkt vottorð
slyppu við skimun á landamærum.
Upphaflega stóð til að leyfa vottorð
hér á landi í maí síðastliðnum, en
það gekk ekki eftir.
Ráðuneytið telur nú brýnt að
ráðast í skoðun á vottorðum og að
skipulögð vinna þurfi að hefjast til
að kanna gagnkvæma viðurkenn-
ingu vottorða á milli landa.
– fbl
Skoða að taka
vottorð gild
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð