Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 20
57% nemur hlutdeild Kína í allri álframleiðslu í heiminum. Fyrir tíu árum var hlutfallið hins vegar 42 prósent. Við erum ekkert að biðja um nein afsláttarkjör eða niður- greiðslu, við viljum bara fá sama verð og meirihluti raforku er seldur á núna á Íslandi.Gunnar Guðlaugsson tók við sem forstjóri Norðuráls í júní 2019. Áður en hann tók við forstjóra-stöðunni hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra álversins á Grundartanga frá árinu 2009, en þar áður hafði hann starf- að í áratug hjá ÍSAL í Straumsvík, meðal annars sem framkvæmda- stjóri rafgreiningar. Segja má að fyrsta ár Gunnars á forstjórastóli hafi einkennst af miklum sveif lum á álmarkaði. Offramboð á áli framleiddu í Kína hafði þegar byrjað að setja mark sitt á heimsmarkaðsverð frá vorinu 2018 þegar álverð náði sögulegu hámarki og fór vel yfir 2.500 dali á tonnið. Skörp lækkun varð allt fram á mitt ár 2019 þegar nokkur stöðug- leiki virtist hafa náðst um nokkurra mánaða skeið, þegar verðið hélst allstöðugt á verðbilinu 1.700 til 1.800 dalir tonnið. Í janúar á þessu ári stimplaði COVID-19 farsóttin sig hins vegar rækilega inn á alla hrávörumark- aði og var álið ekki undanskilið. Í maí lak verðið undir 1.500 dali á tonnið og náði sínu lægsta gildi í fimm ár. Síðan þá hafa markaðir hjarnað við og heimsmarkaðsverð á áli er nú innan þess verðbils sem sást síðustu sex mánuði ársins 2019. „Það eru yfirleitt miklar sveiflur á álmarkaði. Það koma góð tímabil og svo önnur sem eru ekki jafngóð. Markaðurinn hefur braggast frá því sem var í vetur. Framleiðsluiðnaði var nánast lokað í Evrópu og það hafði mikil áhrif á eftirspurn. Við erum hins vegar ekki enn farin að sjá fulla eftirspurn eftir álblöndun- um sem við erum að framleiða, en við drógum úr framleiðslu á þeim fyrr í vetur,“ segir Gunnar. Uppgjör Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fyrir annan ársfjórðung yfirstandandi árs bar skýr merki lækkandi álverðs. Félag- ið tapaði tæplega 27 milljónum dala á fjórðungnum, sem var tífalt meira tap en á sama ársfjórðungi árið 2019. Töluverð lækkun varð þó á kostnaðarverði seldra vara, en raforkukostnaður fellur meðal ann- ars þar undir. Grundartangi stendur að baki um 40 prósentum allrar framleiðslu Century Aluminum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um raforkusamning Norðuráls og Landsvirkjunar sem tók gildi í nóv- ember síðastliðnum sem tengdur er Nord Pool-raforkumarkaðnum, en verð á þeim markaði hrundi um meira en 90 prósent fyrr á þessu ári. Gunnar segir að þrátt fyrir að Grundartangi sé stærsta rekstrar- eining Century megi rekja lækkun kostnaðarverðs seldra vara til f leiri þátta. Öll aðföng hafi fallið í verði, ekki bara raforka frá Landsvirkjun: „Raforkuverð hefur líka farið lækk- andi í Bandaríkjunum (þar sem Century rekur þrjú álver) og öll aðföng hafa lækkað í verði samfara lægra álverði. Það var ekki bara raforkuverð sem lækkaði heldur líka báxít og olíukoks (sem notað er í rafskaut álvera), þannig að allur kostnaður dróst saman. Hvað varðar Grundartanga sérstaklega er aðeins einn þriðji þess rafmagns sem er notað þar tengdur Nord Pool, afgangurinn er tengdur álverði.“ Álverðstenging hafi gefist vel Verðlagning raforku til stóriðju á Íslandi hefur lengi vel verið meðal helstu bitbeina pólitískrar umræðu á Íslandi. Fyrir um tíu árum hóf stærsti raforkuframleiðandi lands- ins, Landsvirkjun, að færa verðlagn- ingu raforku nær því sem gengur og gerist á meginlandinu í því mark- miði að auka arðsemi fyrirtækisins. „Það er eðlilegt að það sé tekist á um þessi mál,“ nefnir Gunnar: „Við erum í þeirri sérstöku stöðu hér á Íslandi að fá fyrirtæki eru að kaupa langstærstan hluta raforkunnar í gegnum langtímasamninga. Það segir sig auðvitað sjálft að ef eitt- hvert þessara fyrirtækja hættir starfsemi þá er enginn til þess að taka við þeirri raforku sem þá losn- ar. Markaðurinn hér á Íslandi gæti ekki tekið við allri þeirri raforku með stuttum fyrirvara. Við þessu hefur verið brugðist með því að taka upp ríka kaupskyldu í samningum. En þá er í sjálfu sér búið að aftengj- ast hefðbundnum markaðslögmál- um. Það er frumréttur á markaði að geta ákveðið að kaupa ekki þá vöru eða þjónustu sem verið er að bjóða til sölu. En þegar þetta hefur verið tekið úr sambandi þarf að finna ein- hverja aðra aðferð til að ákvarða verðið. Við höfum viljað tengja þetta álverði og ég held að það hafi gefið mjög góða raun. Það hefur afar sjaldan gerst að álfyrirtæki hér dragi úr framleiðslu þegar álverð er lágt vegna þess að rafmagns- verðið hefur lagað sig að álverðinu. Svo þegar álverð er hátt þá njóta raforkufyrirtækin þess líka. Með þessu kerfi hafa byggst upp stór og öf lug orkufyrirtæki á grunni álverðstengdra orkusölusamninga. Mín skoðun er einfaldlega sú að það kerfi hafi reynst okkur vel og við eigum að hugsa okkur vel um áður við köstum því fyrir róða.“ Þrátt fyrir að segja megi að Norð- urál hafi enn sem komið er komið nokkuð vel út úr sínum nýjasta raf- orkusamningi við Landsvirkjun, sem gildir til loka árs 2023, segir Gunnar að fyrirtækið sé reiðu- búið að semja við Landsvirkjun upp á nýtt: „Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 2019 var meðalverð til stóriðju um 23 dalir á megavatt- stund, eitthvað í kringum þá tölu yrði ásættanlegt fyrir Norðurál. Þó að Nord Pool-verðið sé lægra en það í augnablikinu þá værum við reiðubúin að ganga út úr núgildandi samningi við Landsvirkjun gegn því að fá nýjan samning til lengri tíma á þessu bili, til dæmis tíu til tuttugu ára.“ Fjárfesting í burðarliðnum Gunnar bætir því við að ef hægt væri að klára langtímaraforku- samning upp á í kringum 23 dali á megavattstund sé Norðurál tilbúið að ráðast í fjárfestingar á Grundar- tanga. „Við höfum verið að vinna að því í nokkuð mörg ár að auka virði framleiðslunnar á Grundartanga. Til dæmis með því fara út í þessa svokölluðu melmisframleiðslu, þar sem við blöndum kísil og öðrum málmum út í álið sem selst svo á hærra verði. Við höfum horft til þess að fara út í framleiðslu á svo- kölluðum álboltum, en til þess að geta gert það þurfum við að fara út í stóra fjárfestingu sem gæti numið um 14 milljörðum króna. En til þess að geta ráðist í slíka fjárfestingu þyrfti Norðurál orku- sölusamning til tíu eða tuttugu ára. Það þarf að vera raforkusamningur sem er á einhverjum ásættanlegum kjörum. Við erum ekkert að biðja um nein afsláttarkjör eða niður- greiðslu, við viljum bara fá sama verð og meirihluti raforku er seldur á núna á Íslandi,“ segir hann, með vísan í það sem Landsvirkjun metur sem meðalverð til stóriðju á árinu 2019. Gunnar nefnir einnig að fjárfest- ing upp á 14 milljarða myndi eflaust koma sér vel í því efnahagsumhverfi sem nú er við lýði, en Seðlabanki Íslands spáir 7 prósenta samdrætti íslenska hagkerfisins á árinu 2020. Gunnar segir að mögulegt væri að fara hratt af stað með verkefnið, jafnvel innan nokkurra vikna. „Þetta myndi taka um það bil tvö ár og þarna yrðu til 80 til 90 störf á byggingartímanum og svo 40 var- anleg störf. Við teljum okkur geta fjármagnað verkefnið, en aðeins ef við fáum ásættanleg kjör hjá Lands- virkjun og öðrum raforkuframleið- endum til lengri tíma.“ Virðisaukning besti möguleiki Vesturlanda Fleiri tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar virðisaukningu íslenskrar álframleiðslu að mati Norðuráls. Lengi hefur verið rætt um að svo- kallað grænt ál, það er að segja ál sem framleitt er með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, eigi að geta selst á hærra verði. Lítið hefur bólað á slíkri verðmyndun hingað til, en Gunnar segir að London Metal Exchange muni á næstunni hefja birtingu á premíu fyrir grænt ál. Því sé loks að verða hreyfing í þeim málum. „Það er alveg klárt að markaðurinn er að kalla eftir áli þar sem kolefnisfótsporið er vel skilgreint og lágt. Á næsta ári mun Tilbúið að fjárfesta fyrir 14 milljarða Þótt nýjasti raforkusamningur Norðuráls við Landsvirkjun hafi reynst félaginu afar hagfelldur vill það semja upp á nýtt til lengri tíma. Hyggst þá fjárfesta fyrir 14 milljarða í nýjum steypuskála. Forstjórinn segir að álframleiðsla á Vesturlöndum geti keppt við kínverska framleiðslu ef rétt er búið um hnútana. Telur álverðtengingu hafa gefist vel. Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, segir það vera sína skoðun að það hafi gefist vel í gegnum tíðina að tengja raforkukaup álframleiðenda á Íslandi við þróun álverðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.