Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 35
ÉG VELTI EINMITT FYRIR MÉR HVORT ÉG HAFI EKKI SJÁLFUR VERIÐ MJÖG HROKAFULLUR NEMANDI ÞEGAR ÉG VAR HÉR Í BÓK- MENNTAFRÆÐINNI – FÆ ÞAÐ KANNSKI BARA ALLT Í AND- LITIÐ NÚNA! Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Það er mikil aðsókn í rit-listina í haust, eins og í allt nám hér í Háskóla Íslands,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. Hann heilsar nem- endum ritlistar sem lektor í fyrsta sinn en hefur eflaust hitt einhverja þeirra á síðasta ári. „Ritlistin er tveggja ára nám, sam- bland af smiðjum og fræðilegum kúrsum. Hugmyndin er sú að nem- endur komist í ákveðnar smiðjur á þessum tíma og kynnist þannig ýmsum hliðum greinarinnar, skáld- söguskrifum, ljóðagerð, handrita- skrifum, leikritaskrifum og f leiru. Það er auðvitað mikils virði að eiga líka kost á að taka margvísleg les- námskeið í öðrum deildum skól- ans,“ fræðir Huldar mig um – og heldur áfram: „Ég hef kennt eina smiðju í nokkur ár, hún snýst um gerð kvikmyndahandrita. Það getur verið nokkuð stíft form og ýmislegt hægt að tala um í sambandi við það – en auðvitað á nemandinn að efast um allt sem kennarinn segir þegar hann er að kenna honum að skrifa.“ Huldar leggur sem sagt áherslu á gagnrýna hugsun, eða kveðst reyna það. „Ég velti einmitt fyrir mér hvort ég hafi ekki sjálfur verið mjög hrokafullur nemandi þegar ég var hér í bókmenntafræðinni – fæ það kannski bara allt í andlitið núna!“ Sem lektor þarf Huldar að sinna vissu utanumhaldi í deildinni en ætlar að kenna líka. „Fyrir utan handritsskrifin er ég með kúrs sem ég reyni að hafa svolítið óskil- greinanlegan, er eins konar ferðalag í gegnum smáprósa og stundum ill- flokkanlegan texta.“ Hljómar spennandi. Skyldi hann sjálfur hafa stundað svipað nám og það sem hann er að stýra nú? „Á sínum tíma fór ég í bókmenntafræði og þar var kennd smá ritlist, ég gat tekið kúrsa hjá Nirði P. Njarðvík. En þetta er nám sem ég hefði farið í á sínum tíma ef það hefði verið til. Það var heil kynslóð rithöfunda sem fór í bókmenntafræðina en ungir höfundar hafa kannski meira verið að færa sig yfir í ritlistina á seinni árum. Rúnar Helgi Vignis- son hefur verið að móta greinina og hún hefur stækkað og eflst í hans höndum undanfarin tíu ár. Hér eru fastráðnir kennarar og aðrir koma inn og kenna ákveðna kúrsa.“ Talsverð sía er inn í ritlistar- námið að sögn Huldars. „Auðvitað er leiðinlegt að vísa fólki frá en það er ákveðin inntökunefnd sem metur umsóknir og hæfi. Fyrir vikið verður nemendahópurinn sterkari, smiðjurnar betri og endurgjöfin meiri sem nemendur fá,“ segir hann og getur þess að margir góðir höf- undar hafi komið út úr þessu námi undanfarin ár. Huldar býst við að kennslan í vetur verði sambland af stað- kennslu og rafrænni en er spenntur að hitta nemendur. „Mér þykir alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að kenna – það er spennandi að horfa framan í nemendahóp og sjá glitta í verðandi höfunda. Það er mjög gleðilegt og eiginlega ótrúlegt hvað við eigum margt gott fólk sem hefur áhuga á skriftum.“ gun@frettabladid.is Finnst gaman að sjá glitta í verðandi höfunda Ritlistarnámið við Háskóla Íslands á haustönn er að hefjast í þessari viku. Huldar Breiðfjörð rithöfundur er nýr lektor í þeirri deild en hann kemur þar samt að ýmsu kunnugu. Huldar verður með ritlistarkúrs sem hann reynir að hafa svolítið óskilgreinanlegan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Tré er nýstárleg leiksýning fyrir börn sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói 5. september. Hún fjallar um leitina að öruggum samastað. Í texta frá aðstandendum hennar stendur: „Tré sem lifir við réttar aðstæður er tré sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt.“ Á sviðinu er ýmsum göldrum beitt . „Við sköpum úrklippu- sýningu þar sem tveir leikarar myndstýra verkinu fyrir framan áhorfendur,“ segir Sara Martí Guð- mundsdóttir sem er höfundur Trés og leikstýrir því ásamt Agnesi Wild. Hún segir vissa töfra munu eiga sér stað með aðstoð myndtækni, teikn- inga og lifandi tónlistar. Söguþráðurinn fjallar um lítinn dreng, Alex. Fyrir framan heimili hans stendur sítrónutré sem hefur fylgt fjölskyldunni í margar kyn- slóðir. Þegar jarðskjálfti ríður yfir og jafnar húsið og tréð við jörðu leggur Alex einn upp í hættuför yfir lönd og höf með litla grein af sítrónutrénu í fórum sínum. Spurningin er: Hvar fær tréð hans að blómstra á ný? Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. – gun Glænýtt íslenskt barnaleikverk Teikningar, leikur, ljós og hljóð skapa sýninguna í Tjarnarbíói. Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.