Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.09.2020, Blaðsíða 14
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Eva Dögg hefur í nógu að snúast. „Ég er mamma, jóga- og hugleiðslukennari og hönnuður. Ég vinn sjálfstætt og var að stofna vellíðunarveröldina rvkritual.com með samstarfskonu minni, Dagnýju Gísladóttur. Við höldum viðburði og námskeið á internetinu og í raunveruleik- anum, þegar það er í boði, þar sem að við fókuserum á heilnæma vellíðan.“ Hrein og öflug bætiefni Eva Dögg svarar játandi þegar hún er spurð að því hvort hún hafi mikla reynslu af því að taka inn vítamín og bætiefni. „Já, svo sann- arlega, þetta er stórt áhugamál og ég held að ég hafi lesið meira um jurtir, heilnæma heilsu, bætiefni og annað í þeim dúr en ég hef nokkurn tímann lesið í háskóla- náminu mínu sem fatahönnuður. Ég vil fá bætiefni sem eru hrein og öflug, með góða upptöku og án allra óæskilegra fylliefna.“ Kynni Evu Daggar af Solaray- vörunum mörkuðu ákveðin straumhvörf í lífi hennar, þar sem hún fór í kjölfarið að huga að og leita frekari leiða til þess að efla heilsu. „Ég kynntist þeim í Dan- mörku! Þegar ég var að vinna sem fatahönnuður undir mjög miklu álagi og mjög mikið. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég fann álagið svona sterkt á líkamanum mínum, byrjaði að missa hárið og annað skemmtilegt. Þá var mér bent á að byrja að taka inn Mega B Stress og ég hef sjaldan fundið jafn hröð og mikil áhrif á sjálfri mér. Þetta var svona fyrsta skrefið mitt í að taka fulla ábyrgð á minni eigin heilsu á allan hátt.“ Solaray verður fyrir valinu fyrst og fremst vegna virkni. „Þau mæta mínum kröfum og ég finn raunveru legan mun þegar ég tek þau inn. Sem er ekki alltaf raunin. Einnig finnst mér flokkunin á vörunum skemmtileg og ég er líka stór aðdáandi jurtanna og ayur- veda-línunnar.“ Treystu líkamanum þínum Blaðamaður spyr Evu Dögg hvort það sé eitthvað sem æskilegt gæti verið að hafa í huga áður en byrjað er að taka inn bætiefni. „Farðu til læknis og í blóðprufu til að byrja með og helst reglulega. Athugaðu hvort að þig vanti eitthvað sérstakt og taktu það svo þaðan.“ Þá sé áríðandi að hlusta á eigið innsæi. „Þó að allt komi vel út þýðir það samt ekki að þú ættir ekki að taka neitt inn, en þá veistu hvar þú stendur til að byrja með. Hlustaðu svo innsæið. Hvað er líkaminn þinn að kalla á? Og treystu líkamanum þínum. Það þekkir enginn líkamann þinn betur en þú sjálfur, þetta er þitt heimili og þú ætlar að eiga heima þarna lengi og búa vel,“ segir hún. „Ég lít mjög heilnæmt á heilsu. Góð heilsa kemur að innan. Ef að þú vilt hafa fallegt hár og fallega húð, til dæmis, þá skiptir meira máli hvað þú setur ofan í þig af næringu og hugsun um en hvað þú berð á þig, það er bara smá plús. En ALLT byrjar innan frá. Stress, áhyggjur og neikvæðar hugsanir trompa yfirleitt allt og þá skiptir ekki miklu máli þó að þú takir bestu bæti efnin og notir dýrustu kremin. Borðaðu hollt og fjölbreytt og svo bætirðu bætiefn- unum við til að gefa þér smá bónus þegar þess þarf og eftir því á hvaða tímabili þú ert í lífinu og einnig eftir árstíðum.“ Eva Dögg nefnir nokkur atriði sem hafa reynst henni vel. „Ég hugleiði! Sem er það mikilvægasta sem ég geri, ég stunda jóga, geri Ég vil að bætiefni séu hrein og öflug Eins og margir hafa orðið varir við þá er hægt að búa til ótrú-legustu hluti úr hnetum, hvort sem það eru staðgenglar fyrir f lestar tegundir mjólkurafurða, eða eins og í þessu tilfelli olíu, mjólkur og eggja. Það er auðvelt að skipta út innihaldsefnum, hvort sem það er tegund „smjörs“, sætu eða mjöls. Í þessari uppskrift er möndlu- smjör, en einnig er hægt að nota hnetu- eða kasjúhnetusmjör, eða hreinlega að blanda saman. Möndlu- og kasjúhnetusmjör er til dæmis afar góð blanda. Það er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, í það minnsta, og frysta. 1 bolli fínmalað möndlumjöl (einnig hægt að nota fínmalað haframjöl) ¼ tsk. salt ½ tsk. lyftiduft ½ bolli fínt möndlusmjör (eða fínt kasjúhnetusmjör) ¼ bolli agave- eða hlynsíróp 1 tsk. vanilludropar eða -duft ½ bolli dökkir súkkulaðidropar, en einnig er hægt að nota saxað, dökkt súkkulaði Ef vill: Það er líka ákaflega gott að bæta við söxuðum maka- damíuhnetum Stillið ofninn á 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Blandið saman möndlumjöli, salti og lyftidufti í stóra skál og hrærið vel saman. Bætið við sírópinu (eða sætunni), möndlusmjörinu og vanilludrop- unum og hrærið vel og lengi þar til deigið er orðið þykkt og klístrað. Bætið við söxuðu súkkulaði eða súkkulaðidropum og blandið var- lega við deigið. Kælið deigið í 15-30 mínútur. Eftir kælingu er komið að því að búa til hæfilega stórar (um það bil 1 og ½ matskeið) kúlur úr deiginu, pressa þær létt niður, en gæta þess að þær haldi hringlaga löguninni og raða þeim svo á ofnplötuna þannig að hver fái sitt pláss. Bakið í 10-15 mínútur, þar til kökurnar eru orðnar gullin- brúnar. Brýnt er að fylgjast vel með svo þær brenni ekki. Leyfið þeim að kólna í að minnsta kosti tíu mínútur á plötunni og fær ið þær svo yfir á kæligrind. Þegar smákökurnar kólna verða þær stökkar að utan en mjúkar að innan. Þær eru einnig mjög góðar ískaldar beint úr frystinum. Hæfilega heilnæmar smákökur Haustið nálgast óðfluga með kólnandi andrúmslofti og vaxandi myrkri. Það er því tilvalið að kveikja á ofninum og skella í einfaldar og gómsætar, en jafnframt tiltölulega hollar, smákökur. Nýbak- aðar smákökur klikka aldrei og þessar eru ekki síðri frosnar. MYND/GETTY Kasjú hnetur eru kjörnar í bakstur. Möndlusmjör er ljúffengt og næringaríkt. Eva Dögg Rúnarsdóttir kynntist Solaray þegar hún var bú- sett í Kaupmannahöfn og var undir miklu álagi. Hún segir vörurnar hafa verið sitt fyrsta skref í átt að aukinni með- vitund um mikilvægi þess að huga betur að heilsunni. öndunaræfingar og hreyfi mig á heilnæman hátt. Ég nota kjarna- olíur og jurtir til að styðja við heilsuna, borða holla og heila fæðu og neyti alls engra dýraafurða. Ég stunda þakklæti daglega og hef það skemmtilegt. Man eftir því að dansa, brosa og njóta augnabliks- ins.“ Þá er nóg á döfinni. „Akkúrat núna vorum við Dagný að byrja með námskeiðið okkar The Ritual Class: Self Mastery í þriðja skiptið. Það er alveg ótrúlega tilfinning að vera að vinna með fólki frá öllum heiminum og styðja við það á ferðalagi sínu í átt að daglegri hug- leiðslu og meiri vellíðan. Annars er ég líka að dunda mér í mínu eigin snyrtimerki @eva_holisticbeauty þar sem að ég handgeri lífræn krem með heilnæmri áherslu.“ Hægt er að fylgjast með Evu Dögg á Instagram undir: evadoggrunars Ég finn að Solaray- bætiefnin mæta mínum kröfum og ég finn raunverulegan mun þegar ég tek þau inn. Eva Dögg Rúnarsdóttir valdi Solaray fyrst og fremst vegna góðrar virkni. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.