Fréttablaðið - 04.09.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur
L200 INTENSE
FJÓRHJÓLADRIFINN
HARÐJAXL
33" breyttur
• Sítengt fjórhjóladrif
• Hátt & lágt drif
• Sjálfskiptur
• Breytingapakki
• Dráttarbeisli
• Heithúðun á palli
Tilboðsverð 7.690.000 kr.
35" uppfærsla 1.300.000 kr.
DÓMSMÁL „Staða málsins er nú
þannig að málsaðilar hafa náð sam
komulagi um að kanna hvort unnt
sé að ná saman um sameiginlega
hagsmuni á svæðinu. Samkomu
lagið gerir ráð fyrir að tíminn fram
til 28. október verði nýttur til þess,“
segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveit
arstjóri Borgarbyggðar.
Þórdís vitnar í svari til Frétta
blaðsins til yfirlýsingar sveitar
stjórnarinnar frá því í byrjun ágúst
eftir að Héraðsdómur Vesturlands
dæmdi 14. júlí síðastliðinn að bygg
ingarleyfi sem Borgarbyggð gaf út
vegna legsteinahússins væri ógilt
og að húsið skyldi fjarlægt fyrir 14.
september. Í yfirlýsingunni segir
að hagsmunir allra málsaðila séu
að landnotkun afmarkaðs svæðis á
Húsafelli verði breytt. Í nýju skipu
lagi verði gert ráð fyrir fjölbreyttri
verslun og þjónustu auk frístunda
byggðar. Samráð sé um þetta við
báða aðila legsteinahússmálsins og
aðra landeigendur á svæðinu.
„Það er öllum til hagsbóta að
vinna að sameiginlegri uppbygg
ingu á þessu fallega og menningar
ríka svæði hér í Borgarbyggð,“ segir
í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar.
Páll Guðmundsson á Húsafelli II
sem byggði legsteinasafnið þrátt
fyrir mikla andstöðu nágranna síns,
Sæmundar Ásgeirssonar sem rekur
gistihús á staðnum, óskaði í kjölfar
fyrrgreinds dóms eftir því að fá leyfi
til að rífa bygginguna. Í bréfi sínu
vegna niðurrifsins undraðist Páll
að sveitarstjórnin hefði ekki gefið út
byggingarleyfi fyrir legsteinahús
inu í þriðja sinn eins og hann hefði
óskað eftir áður en fyrrgreindur
dómur féll. Enn hefði hann ekkert
heyrt frá sveitarfélaginu.
„Yrði umsóknin samþykkt fengi
mannvirkið lagalega stöðu og kom
ist yrði hjá því að fjarlægja það,“
skrifaði Páll og minnir á að hann
væri ekki í þessari stöðu ef stjórn
sýsluleg meðferð Borgarbyggðar
hefði staðist formkröfur. Honum
sé nauðugur einn kostur að sækja
um leyfi til að rífa húsið. „Að verki
loknu mun undirritaður óska eftir
skrif legri staðfestingu byggingar
fulltrúa á því að mannvirkið hafi
verið fjarlægt og dómurinn því
fullnustaður.“
Í ljósi fyrrgreindra sáttaumleit
ana verður legsteinasafnið þó ekki
rifið fyrir 14. september heldur fær
það að standa að minnsta kosti til
28. október – og jafnvel lengur ef
sátt næst. – gar
Sáttatónar heyrast frá Húsafelli
Páll Guðmundsson á Húsafelli og nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson hafa slíðrað sverðin í átökunum
um legsteinasafn Páls og reyna að ná saman um sameiginlega hagsmuni fyrir atbeina Borgarbyggðar.
Samkomulagið
gerir ráð fyrir að
tíminn fram til 28. október
verði nýttur.
Þórdís Sif
Sigurðardóttir,
sveitarstjóri
Borgarbyggðar
Félag kvenna í atvinnulífinu hélt viðburð í gær þar sem fjöldi kvenna gekk saman í Búrfellsgjá í Garðabæ. Um var að ræða táknræna athöfn í upphafi nýs starfsárs félagsins. Í ljósi sam-
komutakmarkana var ákveðið að athöfnin færi fram undir beru lofti. Eliza Reid forsetafrú var meðal þeirra sem þátt tóku ásamt um hundrað öðrum félagskonum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VELFERÐARMÁL Íslensk börn eiga
erfitt með að eignast vini og skora
lægst Evrópuþjóða þegar kemur
að félagsfærni. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Unicef. Aðeins í Japan
og Síle segjast börn eiga erfiðara
með að eignast vini.
Ingibjörg Karlsdóttir félags
ráðgjafi segir ástæðurnar saman
standa af mörgum samverkandi
þáttum. „Við finnum mjög fyrir
því á BUGL að börn eru að ánetj
ast gsmsímanum og tölvunni. Það
getur þróast þannig að tölvan verð
ur þeirra besti vinur, þá eru þau
síður að hitta börn í raunheimum
á meðan. Þá er hætt við að þau missi
niður hæfnina til félagslegra sam
skipta.“ – ab / sjá síðu 4
Undir Japan og
Síle í félagsfærni
Ísland skorar lægst allra
Evrópuþjóða í félagsfærni
barna.