Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.09.2020, Qupperneq 4
Við finnum fyrir því að það er aukinn kvíði og félagsfælni hjá börnum. Ingibjörg Karlsdóttir Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum • Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 26. sept. 10.00-13.00 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 22. sept. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 12. okt. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili 16 til 19 ára 23. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili 16 til 19 ára LIVE ONLINE 1. okt kl 18.00-21.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára 24. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára LIVE ONLINE 8. okt. Kl 18.00-21.00 2x í viku í 4 vikur 18 til 25 ára 9.-11.okt. HELGARNÁMSKEIÐ kl 8.30-16.30 „Ég finn að ég get allt sem mig langar“ Skráning á dale.is eða 555 7080 Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk VELFERÐARMÁL Ísland skorar lægst Evrópuþjóða í félagsfærni barna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Unicef. Fram kemur í skýrslunni að íslensk börn séu vel undir meðal- lagi í hinum vestræna heimi þegar kemur að velferð barna. Er Ísland aðeins í 24. sæti af þeim 38 löndum sem rannsóknin náði til. Einu sæti fyrir neðan Eistland og einu fyrir ofan Rúmeníu. Þegar litið er til andlegrar heilsu segja flest íslensk börn að þeim líði almennt vel, 81 prósenti af öllum 15 ára börnum. Þrátt fyrir þetta er sjálfsvígshlutfall 15 til 19 ára með því allra hæsta sem gerist, eða tæp- lega tíu á hver 100 þúsund á ári. Íslensk börn eru í meðaltali þegar að kemur að offitu barna en ánægja með líkama sinn er meiri hjá íslenskum börnum en nokkurs staðar annars staðar. Heilt á litið eru stúlkur óánægðari með líkama sinn en drengir, en munurinn milli kynjanna er þó minni hér á Íslandi en víðast hvar. Erfiðleikar í lestri hafa verið mikið til umræðu á undanförnum árum og koma þeir einnig fram í þessari skýrslu. Aðeins 62 prósent af íslenskum börnum hafa viðmið- unarfærni í lestri og stærðfræði við 15 ára aldur. Félagsfærni er þó enn þá meira vandamál hér á landi og skorar Ísland lægst allra Evrópuþjóða. Aðeins í Japan og Síle segjast börn eiga erfiðara með að eignast vini. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráð- gjafi, sem unnið hefur að málefnum barna og unglinga í tæp þrjátíu ár, segir stöðu Íslands ekki koma á óvart. Félagsfærni hafi ekki verið sinnt nógu vel hér á landi. Ásamt því að starfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítala heldur Ingibjörg úti PEERS-nám- skeiðum í félagsfærni fyrir börn og unglinga ásamt Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur iðjuþjálfa. „Það er metaðsókn og við erum með börn á biðlista. Við finnum fyrir því að það er aukinn kvíði og félagsfælni hjá börnum.“ Ing ibjörg seg ir ást æður nar saman standa af mörgum samverk- andi þáttum. „Eitt er fjölgun barna með ýmsar greiningar og raskanir sem auka líkurnar á skertri félags- færni. Á bilinu fimm til tíu prósent barna eru með ADHD-greiningar. Um tvö prósent eru á einhverfurófi, það er hægt að setja beint samasem- merki milli þess og slakrar félags- færni,“ segir Ingibjörg. „Svo eru það tæknibreytingar. Við finnum mjög fyrir því á BUGL að börn eru að ánetj ast gsm-símanum og tölvunni. Það getur þróast þannig að tölvan verður þeirra besti vinur, þá eru þau síður að hitta börn í raunheimum á meðan. Þá er hætt við að þau missi niður hæfnina til félagslegra sam- skipta.“ Alvarlegar af leiðingar fylgja félagslegri einangrun barna og unglinga. „Það er hætta á að þau þrói með sér alvarlegri geðræn vandamál. Hættan á skólaforðun eykst og brottfalli úr námi. Svo eykst líka hættan á að þau leiðist út í fíkn af ýmsu tagi. Félagslega einangruð börn og unglingar eru líklegri til að verða skotmörk ein- eltis í skólum og óprúttinna aðila á netinu.“ Ingibjörg segir að það sé þó ljós í myrkrinu. „Það er hægt að kenna börnum, unglingum og ungmenn- um félagsfærni, við gerum það með gagnreyndum PEERS-námskeiðum í félagsfærni þar sem foreldrar taka þátt í námskeiðinu og læra að verða félagsþjálfar barnanna.“ kristinnhaukur@frettabladid.is arib@frettabladid.is Staða barna undir meðallagi Íslensk börn eiga erfitt með að eignast vini og skora lægst Evrópuþjóða þegar kemur að félagsfærni. Þá er sjálfsvígshlutfall unglinga hér með því hæsta á Vesturlöndum. Félagsráðgjafi segir þetta alvarlega stöðu. SAMFÉLAG Í gær hófst átaksverkefni UN Women, Fokk ofbeldi, með sölu á FO-bolum. Allur ágóði verkefnis- ins í ár rennur til upprætingar á of beldi gegn konum og stúlkum í Líbanon þar sem ríkir mikil neyð vegna sprengingar sem nýlega varð í höfuðborg landsins, kórónaveiru- faraldursins og djúprar efnahags- kreppu. Á síðastliðnum þremur árum hefur Fokk of beldi-verkefnið aflað 47 milljóna króna sem renna beint í að uppræta of beldi gegn konum og stúlkum í fátækari ríkjum heims. „Konur og stúlkur í neyð eru sér- staklega berskjaldaðar fyrir kyn- bundnu ofbeldi,“ segir í tilkynningu frá UN Women. „Með því að kaupa FO-bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar.“ – bdj Selja boli til að styrkja stúlkur Á bolnum er ljósmynd eftir Önnu Maggý og ljóð eftir GDRN. HEILBRIGÐISMÁL Krabba meins - fé lagið endurskoðar öll sýni sem rannsökuð voru á árunum 2017 til 2019. Skjól stæðingur Krabba meins- fé lagsins var greindur með ólækn- andi leg háls krabba mein þrátt fyrir að hafa fengið nei kvæða niður stöðu í leg háls skimun árið 2018. Fram kom í fjölmiðlum í gærkvöld að sjö áþekkar fyrirspurnir hefðu borist lögmanni konunnar. Upp komst um málið innan félagsins í júní, hafa nú 1.800 sýni verið endurskoðuð af sex þúsund. Grunur leikur á að f leiri mistök af sama meiði hafi verið gerð og hafa á fimmta tug kvenna verið boðaðar í frekari skoðun. – ab Á fimmta tug í skoðun á ný Unicef stóð fyrir göngu í fyrra vegna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ALÞINGI Atkvæði voru greidd á Alþingi um breytta fjármálastefnu í gærkvöldi og lauk afgreiðslu á frum- varpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán og framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Verður hluta bóta leiðin fram lengd til ára móta og tíma bil tekju tengdra at vinnu leys is bóta lengt úr þrem ur mánuðum í sex. Í dag er stefnt að því að ljúka afgreiðslu mála sem tengjast ríkis- ábyrgðum vegna Icelandair. Þar á meðal er frumvarp efna- hags- og viðskiptanefndar sem lagt var fram síðdegis í gær, um heimild lífeyrissjóða til að fjár- festa í af leiðum sem fela aðeins í sér rétt, en ekki skyldu, til að kaupa eign eða til áskriftar að henni þótt þær dragi ekki úr áhættu sjóðanna. Samkvæmt frumvarpinu er mikil- vægt að gera þá lagabreytingu áður en hlutafjárútboð Icelandair fer fram. Nokkur óánægja er meðal sumra af þingmönnum stjórnar- andstöðunnar vegna framgöngu fyrirtækisins við gerð kjarasamn- inga við Flugfreyjufélag Íslands. Allir eru þó meðvitaðir um stöðu Icelandair þegar kemur að milli- landasamgöngum. Stefnt er að því að síðsumars- þingi verði slitið í kvöld. Haustþing verður sett 1. október. – aá, ab Stefnt að því að slíta síðsumarsþingi í kvöld 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.