Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2020, Blaðsíða 16
Andervel heitir fullu nafni José Luis Andervel en tón-listina hans á Spotify má finna undir því nafni, hann segist þó oftast vera kallaður Andervel. Hann á að baki langa tónlistar- menntun en hann byrjaði að spila á gítar tólf ára gamall og samdi fyrstu lögin sín fyrir þréttán árum, þá fjórtán ára gamall. „Ég byrjaði á að flytja hefð- bundna tónlist með hljómsveit í heimabænum mínum Querétaro í Mexíkó en þar söng ég sem ungur einsöngvari. Ég hélt svo áfram formlegri tónlistarmenntun og útskrifaðist með bachelor-gráðu í söng,“ segir Andervel. Hann kom svo til Íslands árið 2018 til að fara í mastersnám í tón- listardeild Listaháskóla Íslands en hann lauk námi þaðan nýlega. „Satt að segja þá langaði mig að skipta um andrúmsloft. Ég var orðin þreyttur á hraðanum og streitunni í daglegu lífi í Mexíkó. Allt í einu fannst mér ég vera að kafna af að vinna allan daginn. Ég þurfti að finna stað þar sem ég hefði pláss til að þróa sköpun mína og finna innblástur upp á nýtt. Ísland virtist rétti staðurinn til þess,“ útskýrir Andervel. Heillaður af snjókomu Andervel segir að tónlistin hans sé afleiðing persónulegrar reynslu sinnar tilfinningaveru. Hún er leið til að lifa af og læknast og einfald- lega til að tjá eitthvað sem hann vill fá útrás fyrir. „Það er margt sem veitir mér innblástur. Í fyrsta lagi er það allt sem umlykur mig. Ég reyni að veita athygli þessum litlu töfrandi hlutum sem gerast á hverjum degi. Ég get eytt mörgum klukku- tímum sitjandi við eldhúsborðið að horfa út um gluggann á garðinn minn. Bara að horfa á trén bærast í vindinum eða snjókomuna. Ég er sérstaklega heillaður af snjókomu. Hún er svo falleg og ljóðræn. Kannski af því ég kem frá ólíkum stað, í Mexíkó er sums staðar snjór en ég hafði aldrei séð borg þakta snjó fyrr en ég kom hingað.“ Andervel segir að leikhús og að teikna veiti honum líka innblástur og auðvitað aðrir listamenn líka. „Nýjasta verkið mitt, væntanleg EP-plata, er undir miklum áhrifum frá hefðbundinni mexíkóskri tón- list og hljómsveitarverkum, þar er hluti af bakgrunni mínum og hefur mótað það hvernig ég byggi upp laglínurnar og dýnamíkina í verkunum,“ útskýrir hann. „Ég fæ samt mestan innblástur frá Íslandi og tíma mínum hér. Landslaginu, menningarsjokkinu, vetrinum, snjónum. Ég vil ímynda Það er margt sem veitir Andervel innblástur. Hann reynir að veita athygli litlu hversdagslegu hlutunum í umhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI EP-platan heitir Noche sem þýðir nótt á spænsku. MYND/PATRIK ONTKOVIC Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is mér að ég sé að byggja brú milli þessara tveggja fallegu landa, beggja heimila minna. Ég er mexí- kóskur listamaður, ég ber með mér hina miklu menningu míns lands auk þess sem Ísland hefur gefið mér svo mikið á þeim tíma sem ég hef verið hér. Það er mér náttúru- legt að blanda þessum tveimur heimum saman, eða þannig upplifi ég það.“ Andervel lýsir tónlist sinni sem persónulegum, mjög hreinskilnum og einlægum verkum, mjög ríkum af tilfinningum. „Ég vil nýta tilfinninguna bak við tónlistina til hins ýtrasta, Ég leik mér gjarnan með dýnamík og andstæður til að byggja upp hug- myndina. Yfirleitt byrja ég á ein- hverju einföldu, gítar eða píanói og eigin rödd. Síðan bæti ég utan á hana til að ná fram ákveðnum tilfinningum. Upplifði söknuð til Mexíkó Andervel gaf út sína fyrstu breið- skífu árið 2016 en er núna að vinna að tveimur plötum. Áðurnefndri EP-plötu á spænsku, sem kallast Noche sem þýðir Nótt og svo að breiðskífu en hún verður á ensku. EP-platan kemur út 21. október en breiðskífan kemur að öllum líkindum út á næsta ári. „Síðasta vetur þegar ég var að vinna að breiðskífunni upp- lifði ég mikinn söknuð þegar ég hugsaði heim til Mexíkó. Mig fór að dreyma liti landsins, lyktina, fólkið þar, fjölskylduna mína og svo framvegis. Ég varð að tengjast menningunni minni aftur. Ég fann að ég fór að leita aftur í þá tónlist sem ég var vanur að spila og syngja áður. Eftir mexíkósk tónskáld eins og Manuel M. Ponce, Agustin Lara og Maria Grever. Ég fór þess vegna að einbeita mér meira að því að skrifa EP-plötuna en að klára að gera breiðskífuna,“ segir Andervel. „Aðalviðfangsefni Noche er, eins og nafnið gefur til kynna nóttin, en fjögur lög urðu til út frá henni. Ég hef þegar gefið út tvö lög af plötunni, Muñequita og það nýjasta No sé. Platan í heild kemur út í næsta mánuði en núna er ég aftur byrjaður að vinna að breið- skífunni.“ Þakklátur fyrir tækifærin sem hann fær Andervel segir að Ísland hafi ýtt undir sköpunargáfu sína. Hér hafi hann fundið tíma til að þróast þrátt fyrir að finnast erfitt að fást við allt umstangið sem fylgir því að vera innflytjandi hér. „Þar sem ég er ekki evrópskur ríkisborgari upplifi ég mig svolítið mitt á milli. Ég er hér en ég er ekki alveg frjáls. Ég bý hér en á sama tíma er ég eins konar gestur. Aftur á móti er sannleikurinn sá að Ísland er heimili mitt núna alveg til jafns við Mexíkó. Þó að ég sé ekki fæddur hér þá er líf mitt hér núna.“ Hann segir að það að Ísland sé lítið samfélag hafi sína kosti og galla. „Tónlistarsenan hérna er dásamleg, hér er hæfileikaríkt fólk með mjög góðar hugmyndir. Ég hef verið mjög heppinn að hitta gott fólk á þeim tíma sem ég hef verið hér. Hæfileikaríkt listafólk og vini sem hafa hjálpað mér og kennt mér margt. Það er aftur á móti enn þá mjög margt sem mig langar að gera hér, margt fólk sem mér myndi langa að vinna með og tónleikar sem ég myndi vilja spila á, eins og Iceland Airwaves til dæmis. Sem erlendur listamaður er ég mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég fæ til að kynna tónlistina mína.“ Andervel segist vonast til að geta fylgt Noche eftir með tónleikum í október. Platan átti upprunalega að koma út í ágúst. Búið var að vinna ötullega að því að útsetja lögin fyrir f leiri hljóðfæri, meðal annars strengjasveit, og tónleikar voru bókaðir í ágúst. En COVID setti strik í reikninginn. „Við urðum því miður að fresta tónleikunum og núna er ég bara að bíða eftir nýjum reglum um samkomutakmarkanir til að geta endurmetið möguleikann á tón- leikum og ákveðið dagsetningu.“ Ég get eytt mörg- um klukkutímum sitjandi við eldhús- borðið að horfa út um gluggann á garðinn minn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.