Fréttablaðið - 04.09.2020, Page 24

Fréttablaðið - 04.09.2020, Page 24
ÞAÐ ER TRÚ OKKAR AÐ ÞETTA SAMKOMU- LAG MUNI VERÐA TIL ÞESS AÐ EFLA LEIKLIST Í LANDINU ÖLLU. Magnús Geir ÞAÐ MÁ FINNA FRÁ ÝMSUM ÖLDUM TEXTA SEM HAFA ALDREI KOMIST INN Í BIBLÍUNA EN ERU MJÖG SKEMMTILEGAR HEIMILDIR, UM ÞÝÐINGARSTARF, MÁLSÖGU, SMEKK OG ÞAÐ HVERNIG TUNGUMÁLIÐ HEFUR ÞRÓAST. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur gefið út tvö fyrstu heftin í nýrri ritröð sem nefnist Fornar biblíuþýðingar. Henni er ætlað að koma á framfæri gömlum íslenskum biblíu- textum sem hafa ekki birst í heild- arútgáfum Biblíunnar á íslensku. Þessi fyrstu hefti geyma Júdítarbók og Makkabeabækur. Svanhildur Óskarsdóttir og Karl Óskar Ólafs- son sáu um útgáfuna. „Það má finna frá ýmsum öldum texta sem hafa aldrei komist inn í Biblíuna en eru mjög skemmti- legar heimildir, um þýðingarstarf, málsögu, smekk og það hvernig tungumálið hefur þróast,“ segir Svanhildur. „Í þessum fyrstu heft- um endurspeglast vel hversu ólíka texta er um að ræða. Annars vegar erum við með þýðingu á Júdítarbók sem er frá því um 1300 og hins vegar þýðingu á Makkabeabókum frá 16. öld.“ Júdít í listasögunni Um Júdítarbók segir Svanhildur: „Hún er eitt af Apókrýfuritum Gamla testamentisins. Þetta er saga af afskaplega fallegri konu, Júdít, sem er ekkja. Hún er gyðingur og frelsar þjóð sína úr umsátri sem Nebúkadnesar, sem sagður er kon- ungur Assýríumanna í textanum, stendur fyrir ásamt hershöfðingja sínum Hólófernes. Júdít tælir Hólófernes og þegar hann er sofn- aður í rekkju sinni þá heggur hún af honum höfuðið. Þessi saga er mjög fræg í listasögunni og til eru margar myndir af því þegar Júdít stendur með höfuð Hólófernesar eða er að sarga það af honum. Makkabearnir er einnig mjög blóðug saga og fjallar um uppreisn gyðinga sem var leidd af Júdasi Makkabeusi og bræðrum hans. Uppreisnin leiðir til þess að gyðing- ar ná aftur völdum yfir musterinu í Jerúsalem og stofna sitt eigið ríki á annarri öld fyrir Krist.“ Annað stílviðmið Um íslensku þýðingarnar segir Svanhildur: „Út frá bókmennta- legu sjónarmiði er Júdítarbók mjög formfögur. Hún er dálítið eins og þjóðsaga, hefur skýra byggingu, aðalpersónur eru tiltölulega fáar og leika afmörkuð hlutverk. Þýðingin er á máli sem er keimlíkt því sem er á fornsögum okkar og afskaplega falleg á köflum. Þýðingin á Makkabeunum var gerð á 16. öld, rétt eftir siðaskiptin og gefur okkur mynd af því sem þýðandinn, sem kannski var Gísli Jónsson biskup í Skálholti, taldi vera góðan stíl. Þarna er annað stílviðmið en við höfum núna. Við erum mótuð af málhreinsunar- stefnunni á 18. og 19. öld og það sem okkur finnst vera fagur stíll og gott mál endurspeglast ekki í þess- ari þýðingu. Við fyrstu sýn orkar þýðingin sem mjög dönskuskotin og á einkennilegu máli. Þegar farið er að skoða textann betur þá sér maður að þarna er mikill kraftur og skemmtilegt tungumál þótt orðfærið sé okkur framandi núna að ýmsu leyti.“ Spurð hversu mörg ritin í ritröð- inni muni verða segir Svanhildur að til að byrja með sjái hún fyrir sér allt að tíu heftum. Sérlega skemmtilegar heimildir Júdítarbók og Makkabeabækur koma út í nýrri ritröð Stofnunar Árna Magnússonar sem nefnist Fornar biblíuþýðingar. Mjög ólíkir textar en báðar sögurnar eru blóðugar. Magnús Geir Þórðarson þjó ðl e i k hú s s t jór i o g Marta Nordal, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, skrif- uðu í gær undir samkomulag um stóraukið samstarf menningar- stofnananna tveggja. Samkomu- lagið kveður á um fjölgun gestasýn- inga, sameiginlegar uppsetningar og miðlun þekkingar á milli starfs- fólks. Samkomulagið er fjórþætt. Leik- húsin munu sýna gestasýningar að minnsta kosti einu sinni á ári hvort hjá öðru. Í öðru lagi munu þau sameinast um að framleiða eina sýningu sem verður sett upp á báðum stöðum. Í þriðja lagi felur samkomulagið í sér möguleika á láni á búningum, leikmunum og tæknibúnaði á milli húsanna eftir því sem aðstæður leyfa. Síðast en ekki síst munu verða aukin tæki- færi fyrir starfsfólk húsanna til að auka samvinnu sín á milli og miðla þekkingu, og lista- og tæknifólk mun í einhverjum tilfellum geta starfað við verkefni í báðum leik- húsum. Á leikárinu mun Þjóðleikhúsið sýna Upphaf eftir David Eldridge á Akureyri og stefnt er að sýningu á Vorið vaknar í uppsetningu LA á næsta ári. Þá munu leikhúsin vinna sameiginlega að uppsetningu á Krufningu sjálfsmorðs eftir Alice Birch. „Það er trú okkar að þetta sam- komulag muni verða til þess að efla leiklist í landinu öllu og við viljum gjarnan styðja við starfsemi leik- húss á Akureyri,“ sagði Magnús Geir við þetta tækifæri. „ Samstar f þessara stofnana eykur slagkraft og stuðlar að fjöl- breytni,“ segir Marta Nordal. Samstarf Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri og Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ganga til samstarfs. Svanhildur segir að ritin geti orðið allt að tíu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stíllinn á sögunum er mjög ólíkur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Hafnargata Ann Cleeves Þýðandi: Þórdís Bachmann Útgefandi: Ugla Fjöldi síðna: 366 Bækur breska glæpasagnahöfund- arins Ann Cleeves njóta vinsælda víða um heim. Cleeves er vand- virkur höfundur sem leggur áherslu á persónusköpun og trúverðugar umhverfislýsingar. Þekktasta per- sóna hennar er lögreglufulltrúinn Vera Stanhope sem í Hafnargötu rannsakar morðmál ásamt félögum sínum í lögreglunni. Eldri kona finnst myrt í lest. Hún var hæglát og k irk ju- rækin, en í f r a m v i n d - unni kemur í ljós að hún át t i my r k leyndarmál. Önnur kona e r e i n n - ig myrt, en enginn vafi leikur á fortíð hennar. Morðin virðast tengjast. Fjörtíu ára gamalt og óleyst sakamál skýtur síðan upp kollinum. Þeir glæpasagnalesendur sem vilja mikla spennu og dágóðan skammt af hasar fá lítið fyrir sinn snúð í þessari bók. Sagan er hæg, lesandinn kynnist mörgum per- sónum sem allar eru dregnar skýr- um dráttum og einna áhugaverðust þar er eldri konan sem er myrt. Vera Stanhope, ómannblendin, uppstökk, drusluleg og með öll sín aukakíló, er alltaf jafn hressileg, en hefði mátt vera fyrirferðarmeiri í þessari sögu. Aukapersónur, sem eru ekki jafn sterkir persónuleikar og hún, taka að þessu sinni óþarf- lega mikið pláss frá henni. Aukin kraftur færist þó í Veru þegar líða tekur á söguna. Ráðgátan er hæfilega forvitnileg til að byrja með en í frásögnina skortir nokkurn kraft þannig að hætt er við að smám saman fari nokkuð að draga úr áhuga lesand- ans. Á móti kemur að lausnin blasir ekki við og ætti að koma f lestum lesendum á óvart. Cleeves gerir ekkert illa í þessari bók, en ögn meiri tilþrif skortir. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Það er alltaf gaman að hitta Veru Stanhope en það skortir kraft í söguna. Kirkjurækið fórnarlamb 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.