Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 22
Samfélagslega séð er u Bandaríkin f lókin enda samsett af 50 fylkjum sem öll njóta ákveðins sjálf-stæðis, hvert  með sinn eigin fylkisstjóra og eigin löggjöf sem þó þarf að vera í takt við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Íbúar þessa fjórða fjölmennasta ríkis heims eru hátt í 330 milljónir og því viðbúið að heimsfaraldur myndi leggjast nokkuð hart þar á. Að heimsfaraldur skuli herja á einmitt þegar umdeildasti forseti sögunnar, Donald Trump, situr í Hvíta húsinu, er ekki beinlínis til að bæta stöðuna, enda reyndi hann lengi vel að afneita ástand- inu og gera lítið úr því. Enn deyja mörg hundruð, jafnvel yfir þúsund manns dag hvern í Bandaríkjunum einum og sér. Ferðabann frá Schengen-löndum til Bandaríkjanna er enn við lýði og því óheimilt fyrir Íslendinga að ferðast þangað, en þar eru þó í kringum 6.500 Íslendingar með fasta búsetu. Fréttablaðið heyrði í tveimur íslenskum læknum sem búa og starfa í mið- og austurhluta Banda- ríkjanna, í Texas og Virginíu, og spurði út í ástandið á þeirra slóð- um. Höfum sloppið nokkuð vel Helgi Kr. Sigmundsson starfar sem meltingarlæknir á St.Mary´s Hospital, í bænum Huntington í Vestur-Virginíu fylki, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Kristínu Örnólfsdóttur og syni þeirra. „Við f luttum fyrst til Bandaríkj- anna árið 1998 en komum svo til Íslands sumarið 2004 og bjuggum á Ísafirði í níu ár, þar til við tókum þá ákvörðun að f lytja aftur út 2013 og höfum verið hér síðan,“ segir Helgi. „Upp úr miðjum marsmánuði var ljóst í hvað stefndi hér í landi eins og svo víða annars staðar. Þá fóru hlutir að breytast þannig að dregið var úr valkvæðum aðgerðum og eins dró verulega úr komum sjúkl- inga á stofu,“ segir Helgi sem bæði sinnir inniliggjandi sjúklingum á spítala en einnig á sinni eigin stofu. „Starfið á sjúkrahúsinu breytt- ist nokkuð en ekki eins mikið og ég hefði kannski búist við. Vestur- Virginía er dreif býl og faraldurinn hefur ekki komið eins illa við íbúa hér samanborið við hvað hefur gerst í mörgum stærri borgum. Nýjustu tölur um COVID-19 í fylkinu eru að 9.395 hafa sýkst, þar af 83 í síðustu viku og samtals eru um 187 látnir.“ Helgi bendir á að samkvæmt opinberum tölum síðasta árs séu íbúar fylkisins tæplega 1,8 millj- ónir manna. „Þannig eru staðfest smit um 0.5% og dánartíðnin á þessu tímabili um 0.01%. Þetta lýsir kannski ákveðnu sjónarhorni þessa faraldurs en þó ekki fyllilega.“ Fjölskyldan tvístruð Helgi segir áhrif á efnahag og sam- félag hafa verið mun meiri en þessar tölur gefi mögulega til kynna. „Við fjölskyldan höfum ekki smitast eða þurft að fara í einangrun enn sem komið er. Elsti sonur okkar, Sigmundur, býr á Íslandi og hann missti ágæta vinnu í apríl, enda vann hann í ferðamannageiranum. Við höfum hvorki getað heimsótt hann og enn síður að hann hafi komist hingað. Við hættum við ferð til Íslands í haust, enda einfaldlega ekki réttlætanlegt að fara hana við þessar aðstæður. Málfríður dóttir okkar er í laganámi við Cardozo Law-lagaskólann í Manhattan í New York og býr þar í borg og hefur sannarlega fundið fyrir breytingum þar og námið verður allt í gegnum netið þetta árið.“ Færra fólk á ferli Helgi og Kristín hafa sjálf ekki farið varhluta af breytingum á daglegu lífi í heimabænum. „Frá því í apríl höfum við notað andlitsgrímur þegar við förum til dæmis að kaupa í matinn og slíkt, en það er nokkuð síðan grímunotkun varð skylda í fylkinu öllu. Það er mun minna af fólki á ferli í miðbænum sem og í verslunarmiðstöðinni og virðist augljóst að áætla að umsvif þar hafi tekið mikla dýfu,“ segir Helgi og viðurkennir að langtímaáhrif þess valdi honum vissum áhyggjum. Yfirsýn virðist skorta Aðspu rðu r hver nig v iðbrögð bandarísku ríkisstjórnarinnar leggist í sig segir hann þau vissu- lega ekki hafa verið fumlaus. „Eitt sem má gagnrýna er hversu erfitt hefur reynst að samræma aðgerðir og yfirsýn virðist stundum skorta. Inngrip stjórnvalda á efnahagssvið- inu voru viðamikil og við eigum líklega eftir að sjá hvort þau reynist árangursrík á komandi misserum. Ég hef það á tilfinningunni að í upphafi hafi tækifæri til betri undirbúnings tapast. Þetta mátti sjá á því hversu seint og illa gekk að koma veiruprófum af stað, en það virðist sem þetta tiltekna atriði hafi lagast undanfarnar vikur. Hvað framtíðina varðar er eins og svo oft, erfitt að spá. Nýgengi þessarar „annarrar“ bylgju, það er þessi aukni vöxtur í nýjum til- fellum í sumar, virðist eitthvað vera að ná jafnvægi víða. Það er þó enn þá langt í land að sloti.“ Fjölgun tilfella á háskólasvæði Þau hjón eiga þrjú börn en aðeins eitt býr enn á heimilinu, sonurinn Kjartan, 19 ára, stundar tölvunar- fræði við Ohio State háskóla í Col- umbus, Ohio. Vegna aðstæðna er skólinn í fjarnámi þennan vetur. „Áhyggjur okkar og margra ann- arra lúta að skólahaldi nú í byrjun haustannar. Við tókum þá sam- eiginlegu ákvörðun að Kjartan færi ekki á háskólasvæðið í Ohio State. Við höfðum einfaldlega ekki trú á því að það væri hægt að tryggja ástandið þar, enda skólinn gríðarlega fjölmennur. Ákvörðunin virðist hafa verið rétt enda hefur tilfellum fjölgað eftir að nemendur sneru aftur til náms í haust.“ Heimurinn skroppinn saman Helgi segir skerðingu persónu- frelsis hafa reynst þeim erfiða. „Ferðalög hafa ekki verið svipur hjá sjón, árvekni við persónubundnar smitvarnir reynir á alla og svo breytingar á skólastarfi. Áhrifin eru kannski að manni þykir heimurinn hafa svolítið skroppið saman vegna þessara takmarkana og það er ein af stærstu áskorunum okkar. Það er auðvelt að skilja hvernig allar þessar breytingar reyna á okkur öll og geta verið þreytandi. Ég myndi segja að ef það verður ekki verra fyrir okkur fjölskylduna, höfum við bara sloppið nokkuð vel.“ Gengur yfir á endanum „Allir faraldrar sögunnar held ég að gangi nú yfir á endanum og líklega fer svo einnig fyrir þessum. Hvort það verður vegna bólusetningar, sóttvarna eða bara með framvindu tímans er óljóst, en má ekki álykta að líklega verði það samþætt áhrif þessa og fleiri atriða sem munu því ráða.“ Upplifði sig hjálparlausan Atli Steinn Valgarðsson starfar sem læknir í bænum Lubbock í Texas fylki þar sem hann býr en eigin- konan, Anna María Axelsdóttir, og tvö ung börn dvelja þar um það bil helming ársins en hinn helminginn á Íslandi. Atli hefur í rúmlega eitt ár búið í Texas þar sem hann stundar sér- nám í skurðlækningum við Texas Technical University Health and Science Center/Lubbock University Medical Center. „Þegar COVID-19 kom fyrst til Bandaríkjanna ríkti mikil óvissa, í rauninni var hverju fylki og í raun hverri stofnun í byrjun í sjálfsvald sett hvernig þau brygðust við. Minn spítali tók þessu ástandi mjög alvar- lega, sem var ekki endilega algilt og þegar ljóst var hvað var að gerast í New York fóru þau að birgja sig upp af hlífðarbúnaði og frestuðu öllum valaðgerðum eins og hægt var.“ Starfsemi haldið í lágmarki „Starfsemi spítalans var haldið í lágmarki og í raun aðeins bráða- tilfellum sinnt. Veruleg breyting varð á vinnu okkar sérnámslækna. Okkur var skipt upp í tvö holl og við byrjuðum að vinna í fjórtán daga samfleytt og svo í „fjarvinnu" í fjór- tán daga, til þess að minnka líkur á meiriháttar smiti innan skurðsviðs. Slíkt hefur átt sér stað annars staðar þar sem heilar deildir hafa orðið óstarf hæfar á meðan starfsfólkið var í sóttkví.“ Legudeild varð COVID-deild Skortur var á hlífðarbúnaði í byrjun en forseti minnar deildar var mjög dugleg að útvega hlífðarbúnað alls staðar frá og upplifðum við aldrei beinan skort á neinu, en við vorum dugleg að endurnýta allt sem hægt var að endurnýta. Á þessum tíma fór innlögnum á gjörgæsluna hér fjölgandi og var heilli legudeild breytt í sérstaka „COVID- deild“. Þetta gekk í nokkrar vikur og þegar birgðirnar af hlífðarbúnaði þóttu fullnægjandi og hægja tók á gjör- gæsluinnlögnum var starfsemi spítalans aukin að nýju. Yngra fólk smitast Núna er starfsemin töluverð og valaðgerðir framkvæmdar eins og hægt er. Hins vegar eru mjög mörg gjörgæslurými full af COVID- sjúklingum á hverjum tíma og er gjörgæslan, sem ætluð er fyrir sjúklinga lyflækningasviðs, nú að mestu tileinkuð COVID-smituðum. Sú breyting hefur orðið á, svipað og heima, að þrátt fyrir að fjöldi tilfella sé áfram yfir 100 tilfelli á dag fyrir mína sýslu þá er nú fyrst og fremst yngra fólk að smitast.“ Atli segir starf sitt mikið felast í því að sinna bráðatilfellum og þá sérstaklega slysum. „Það hefur nú margoft komið upp að slasaði ein- staklingurinn var einnig fyrir til- viljun COVID-smitaður. Þegar um bráðaaðstæður er að ræða og fólk í bráðri lífshættu kemur alvarlega slasað á bráðamóttöku, verður smitgátin oft ekki eins góð og þegar maður sinnir sjúklingum sem eru með þekkt smit.“ Ótti við að smita fjölskylduna Atli viðurkennir að hafa óttast að verða útsettur fyrir smiti og bera það þannig heim í eiginkonu og ung börn. „Sú tilfinning sat alltaf í manni og margoft vorum við með sóttkví heima þar sem húsinu var Íslendingar í auga stormsins Bandaríkin tróna á toppnum, bæði þegar kemur að fjölda smitaðra og látinna vegna COVID-19, og hafa stjórn- endur landsins verið harðlega gagnrýndir fyrir viðbragðsleysi. Í kringum 6.500 Íslendingar búa í Bandaríkjunum. Helgi og eiginkona hans, Kristín Örnólfsdóttir, hafa fest rætur í Vestur- Virginíu og er ekkert fararsnið á þeim hvað sem heimsfaraldri líður. Atli Steinn býr nú og starfar í Texas en eiginkonan, Anna María Axelsdóttir, og börnin þeirra tvö ferðast á milli Ís- lands og Bandaríkjanna, en þurftu að fá framlengt dvalarleyfi þar sem þau komust ekki heim á dögunum. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ALLIR FARALDRAR SÖG- UNNAR HELD ÉG AÐ GANGI NÚ YFIR Á ENDANUM OG LÍKLEGA FER SVO EINNIG FYRIR ÞESSUM. Helgi Kr. Sigmundsson 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.