Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 24
ÞAÐ VORU ALLS KONAR
PÆLINGAR Í GANGI.
HVORT VIÐ ÆTTUM AÐ
VERA ALVEG HLJÓÐLAUSIR
Á SVIÐINU, SEGJA BARA
EKKERT, OG SVO VORUM
VIÐ MEÐ BORÐANA INNI
Á OKKUR.
Þet t a er í rau ninni draumur heimildar-gerðarmannsins, að fá að vinna svona náið með viðfangsefninu,“ segir Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir, kvikmyndagerðar-
kona. Hún bæði framleiðir og leik-
stýrir heimildarmyndinni A song
called Hate, sem frumsýnd verður
á RIFF síðar í mánuðinum. Myndin
fjallar um þátttöku Hatara í Euro-
vision-keppninni í Tel Aviv í Ísrael
árið 2019 og fylgdi Anna Hildur og
tökulið hennar Hatara hópnum til
Ísraels og Palestínu.
Klemens Hannigan, einn með-
lima Hatara, segir hugmyndina
um heimildarmynd í tengslum við
þátttöku Hatara í Eurovision, hafa
sprottið fram snemma í ferlinu.
„Þegar við ákváðum að vinda okkur
í það að taka þátt í þessari keppni og
þegar við vorum að móta gjörning-
inn og boðskapinn sem við vildum
bera þá var strax komin upp sú hug-
mynd að skrásetja sjálfir á einhvern
hátt þetta ferli,“ útskýrir Klemens.
Hann segir hugmyndina þó upp-
haflega hafa verið að gera sviðsetta
heimildarmynd, eða svokallaða
‘mockumentary’. „Við viljum svið-
setja allt í Hatara, en svo áttum við
okkur á því þegar Anna kemur inn
í þetta og fer að ýja að því við okkur
að þetta ætti bara að vera heim-
ildarmynd, að viðfangsefnið var
bæði það áhugavert og mikilvægt
að ‘mockumentary’ hefði ekki gert
því nægilega hátt undir höfði,“ segir
Klemens.
Anna, sem nýlega steig inn í heim
kvikmynda eftir rúm tuttugu ár í
tónlistarbransanum, viðraði hug-
myndina að myndinni við sam-
starfsfólk sitt í Bretlandi og hóf að
leita að leikstjóra fyrir verkefnið,
sem hún hugðist þá eingöngu fram-
leiða. „Ég hafði samband við Iain
Forsyth og Jane Pollard, en þau
leikstýrðu myndinni 20000 days
on Earth með Nick Cave, og ég sagði
þeim að mig vantaði fólk eins og þau
í þetta verkefni. Svo leitaði ég og
leitaði að leikstjóra þangað til þau
sögðu mér að ég yrði bara að stíga
inn og gera þetta sjálf, sem ég svo
bara gerði,“ segir Anna. „Þau lofuðu
að hjálpa mér og eru yfirframleið-
endur myndarinnar.“
Berskjaldaður Hatari
Mikil dulúð hvíldi yfir þátttöku
Hatara í Eurovison-keppninni og
hvorki áhorfendur hér á Íslandi né
annars staðar í heiminum gátu spáð
fyrir um næstu skref.
Anna og Klemens segja að í
myndinni fái áhorfendur að upp-
lifa keppnina og allt sem henni
fylgdi á annan hátt. Þar komi með-
limir Hatara fram berskjaldaðir
og úr karakter. „Það var mikil ber-
skjöldun í því fyrir okkur að vera
viðfangsefni heimildarmyndar, því
að fram að þessu höfðum við aldrei
berskjaldað okkur sem Klemens,
Matthías, Einar eða alla hina, en
það varð miklu erfiðara að halda
þessari þögn og sviðsetja hvert ein-
asta andartak í keppninni,“ segir
Klemens.
,,Það skipti mjög miklu máli að
ná þeim svona berskjölduðum og
úr karakter og þetta var mjög náið
samstarf. Við vorum þarna úti með
þeim í 18 daga og þetta var alveg
einstakur tími,“ segir Anna. „Ég var
mjög meðvituð um það að ég þyrfti
að standa örlítið utan við þetta allt
saman og halda hausnum á mér
á sínum stað, því þetta var mikil
vinna og enginn dagur var eins,“
bætir hún við.
Boðskapurinn
meginmarkmiðið
Klemens segir mikið álag hafa verið
á Hatara meðan á keppninni stóð
sem og í undirbúningi hennar. Þau
voru partur af Eurovision búbbl-
unni, eins og hann kallar það, hluti
af RÚV-teyminu og viðfangsefni
heimildarmyndarinnar, en megin-
Berskjaldaður
Hatari í nýrri
heimildarmynd
Anna Hildur Hildibrandsdóttir framleiðandi og leikstjóri ásamt Klemens Hannigan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hugmyndin
að heimildar-
myndinni kom
upp fljótlega
eftir að Hatari
ákvað að taka
þátt í keppn-
inni.
Heimildarmyndin A song called Hate, sem fjallar um þátttöku
Hatara í Eurovision í Ísrael, verður frumsýnd á RIFF síðar í mánuð-
inum. Í myndinni fá áhorfendur að sjá meðlimi Hatara berskjald-
aða og úr karakter og skyggnast bak við tjöldin í keppninni.
markmið þeirra var að breiða út
boðskap sinn og taka afstöðu gegn
hernámi Ísraels í Palestínu.
Fyrir þátttöku Hatara í Eurovisi-
on á síðasta ári voru uppi skiptar
skoðanir um þátttöku Íslands í
keppninni. Samkvæmt skoðana-
könnun sem Zenter-rannsóknir
gerðu fyrir Fréttablaðið í maí í fyrra,
vildi fjórðungur landsmanna snið-
ganga keppnina til að sýna Palest-
ínumönnum stuðning.
„Ástæðan fyrir því að við tókum
þátt í þessari keppni var sú að Ísland
var að fara að taka þátt, það var
einhver þátttakandi að fara fyrir
Íslands hönd til Tel Aviv og okkur
fannst að fyrst það væri að fara að
gerast þá ætti sá þátttakandi að
reyna sitt besta til þess að vekja
athygli á því hræðilega ástandi sem
er að eiga sér þarna stað. Við vildum
sýna okkar afstöðu í verki,“ segir
Klemens.
„Mér fannst áhugavert að gera
heimildarmynd um það hvernig
þeim tækist til og það var alls ekk-
ert ljóst hvað myndi gerast á þessu
ferðalagi, það voru svo margir
óvissuþættir allan tímann,“ segir
Anna.
„Við vorum ekki búnir að plana
neitt hundrað prósent en vorum
með ákveðnar hugmyndir um það
hvernig við gætum sýnt Palestínu-
mönnum stuðning og vakið athygli
á hernáminu. Það var alltaf eins og
við værum að stökkva fram af kletti
af því við vissum aldrei hvað gerðist
næst,“ segir Klemens. „Við vissum
bara að því lengra sem við kæm-
umst, því meiri athygli myndum
við fá og f leiri myndu heyra boð-
skapinn,“ bætir hann við.
,,Fyrir heimildargerðarmann-
eskjuna þá skipti það aðalmáli að
þeir myndu haldast í keppninni
sem lengst og við vissum líka að
gjörningurinn var ekki að fara að
hafa nein veruleg áhrif nema þau
kæmust í úrslitin,“ segir Anna.
Mikilvægt að nýta
dagskrárvaldið
Þau segja samvinnuna hafa gengið
vel og að vel hafi tekist til við gerð
myndarinnar. „Það var eiginlega
engin togstreita okkar á milli. Við
fengum alltaf að vita eins mikið
og hægt var um það sem var að
fara að gerast næst, en þetta var oft
mjög spennandi og jafnvel stress-
andi. Það var til dæmis rafmögnuð
stemningin í bakherberginu eftir
úrslitakvöldið þegar palestínsku
borðunum var veifað, kvikmynda-
gerðarteymið vissi til dæmis ekki
fyrir fram að það myndi gerast,“
segir Anna.
Aðspurður um hvort það atriði
hafi verið planað fram í tímann,
segir Klemens að svo hafi ekki
verið. „Það voru alls konar pæling-
ar í gangi. Hvort við ættum að láta
reka okkur úr keppninni eða vera
alveg hljóðlausir á sviðinu, segja
bara ekkert, og svo vorum við með
borðana inni á okkur. Þegar að við
sáum að við vorum ekki að fá nein
stig frá dómnefndunum og vorum
ekki að fara að vinna þá áttuðum
við okkur á því að þetta væru einu
sekúndurnar sem við myndum fá í
myndavélinni og við urðum að nota
það dagskrárvald,“ segir Klemens.
Meðlimir Hatara hafa rætt um
mikilvægi þess að nýta dagskrár-
valdið og veita þeim rödd sem
hana skortir, en Hatari ræddi við
fjölda ísraelskra og palestínskra
aktívista og listamanna við gerð
myndarinnar og á meðan á keppn-
inni stóð. Fjöldi þeirra sambanda
sem mynduðust eru enn sterk og
má þar helst nefna samband þeirra
við palestínska söngvarann Bashar
Murad.
„Hann var okkar tenging við
kúltúr Palestínumanna og þá þján-
ingu sem þar hefur átt sér stað og er
enn þann dag í dag að eiga sér stað,“
segir Klemens. „Samstarf okkar við
hann og aðra Palestínumenn var
mjög stór hluti af því að koma boð-
skapnum áfram,“ bætir hann við.
„Listin við það að taka afstöðu er
þema myndarinnar og það að sjá
hlutverk listarinnar í samfélagslegu
samhengi. Það getur verið umdeilt
að sniðganga ekki og taka þátt, en
samtalið á milli fólks er mikilvægt.
Ég velti fyrir mér hvort menningar-
leg og akademísk sniðganga virki
sem baráttuaðferð,“ segir Anna og
bætir við að ferðalagið til Ísraels
og Palestínu og gerð myndarinnar,
verði án efa með því eftirminni-
legasta á hennar ævi. „Ég held að
allur þessi hópur sem fór þarna eigi
einhverja lífsreynslu saman sem
við munum alltaf búa að, og skila-
boðin fá að lifa áfram í myndinni,“
segir hún.
„Við komum boðskapnum áfram
með ögruninni í atriðinu sjálfu og
samstarfi okkar við Bashar og fleiri
listamenn, en núna fylgir heim-
ildarmyndin þessu eftir, gefur
gjörningnum áframhaldandi líf,“
segir Klemens.
A song called Hate verður frum-
sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni RIFF föstudaginn 25. sept-
ember í Bíó Paradís. Hún verður svo
aðgengileg á vefnum riff.is, þar sem
hátíðin er með óvenjulegu sniði í ár
vegna kórónaveirufaraldursins.
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð