Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2020næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 26
Af leiðingar spreng-inganna í Beir út er u geig vænlegar en rúmlega f imm þúsund manns hafa særst, yfir 200 látist og um 300 þúsund hafa misst heim- ili sitt, eða sem samsvarar þriðj- ungi íslensku þjóðarinnar. Þessar miklu hamfarir urðu svo í miðjum heimsfaraldri og fjölgar COVID-19 smitum ört, en fimm dögum eftir sprengingarnar mældist hæsta hlutfall nýrra smita á einum degi frá upphafi faraldursins í Líbanon. Aðstæður í Líbanon höfðu verið áhyggjuefni alþjóðasamfélagsins löngu fyrir sprengingarnar, en líb- anska þjóðin hefur búið við gallað stjórnkerfi þar sem spilling hefur lengi þrifist. Efnahagsþrengingar hafa verið miklar og opinberar skuldir aukist ár frá ári og hefur heilbrigðiskerf i landsins verið undir miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins. Staða kvenna í landinu er mjög bágborin og samkvæmt mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins frá árinu 2020, er Líbanon í sæti 139 af 153 [MG1] ríkjum sem mæld voru. Heimsfaraldurinn hefur svo aukið á neyð kvenna þar sem bæði heimilis- of beldi og ójöfnuður hefur aukist. Bolirnir seldust upp Ár hvert stendur UN Women á Íslandi [MG2] fyrir framleiðslu og sölu á FO-bolum eða húfum, en í ár bauð landsnefndin upp á boli hann- aða af Önnu Maggýju með mynd framan á þar sem Fokk of beldi var táknað á táknmáli. Aftan á er svo ljóð eftir tónlistar- konuna GDRN um baráttuna gegn kynbundnu of beldi. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til verk- efna UN Women til upprætingar á of beldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Konur berskjaldaðar Konur sem eru á vergangi eða flótta í yfirfullum neyðarskýlum þar sem mikill skortur er á nokkurs konar einkalífi eða friðhelgi, þar sem aðgengi að salernum og almennri hreinlætisaðstöðu er takmarkað og engin kynjaskipting við lýði, eru mjög berskjaldaðar fyrir of beldi. Árið 2020 sögðust 23 prósent líb- anskra kvenna hafa upplifað, eða þekkja konu sem hefði upplifað, „sextortion“ en það orð er notað þegar viðkomandi er gert að veita kynlíf til að fá almannaþjónustu. Þessi tala er samkvæmt niður- stöðum transparency.org, alþjóð- legrar hreyfingar, sem gerir meðal annars úttektir á stöðu mannrétt- inda innan ríkja og þrýstir á aukið gagnsæi. Í kjölfar hremminga sem gengið hafa yfir landið, efnahags- hruns og COVID-19 faraldursins, hefur of beldi gegn konum farið stigvaxandi og aukin hætta er á kynferðislegri misneytingu eða „sexual exploitation.“ Efnahagsleg neyð Efnahagskreppa skall á í Líbanon í fyrra og versnaði með tilkomu COVID-19 faraldursins. Búist er við að eftirköst sprenginganna muni ýta enn frekar undir efnahagslega neyð þjóðarinnar og þar af stöðu kvenna. Áætlað er að atvinnuþátttaka kvenna muni dragast saman um 14 til 19 prósent, sem er sérstak- lega alvarlegt með tilliti til þess að kynjamismunun er nú þegar alvar- legt vandamál í Líbanon. En í land- inu er eitt lægsta hlutfall atvinnu- Konur í aukinni hættu á ofbeldi Mikil neyð ríkir í Líbanon um þessar mundir, sprengingarnar í Beirút þann 4. ágúst síðastliðinn lögðu borgina í rúst og kölluðu hörmungar yfir landið. Í slíkri neyð eru konur berskjaldaðar fyrir ofbeldi og því safna UN Women á Íslandi fyrir konur í Líbanon. Afleiðingar sprenginganna í Beirút eru geigvænlegar en rúmlega fimm þúsund manns hafa særst, yfir 200 látist og um 300 þúsund hafa misst heimili sitt. FO-bolirnir voru í ár hann- aðir af Önnu Maggýju með mynd framan á þar sem Fokk ofbeldi er táknað á táknmáli. Aftan á er svo ljóð eftir tónlistar- konuna GDRN, sem hér sést í bolnum, um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. MYND/ ANNA MAGGÝ Saga Zalloukh Zalloukh Al Maraanazi er sýr- lensk kona á flótta sem hafði nýverið komið sér upp heimili ásamt syni sínum í tæplega 10 kílómetra fjarlægð frá höfn- inni í Beirút þar sem spreng- ingarnar áttu sér stað. Hún var rétt byrjuð að vinda ofan af sálrænum afleiðingum stríðsins í heimalandinu þegar sprengj- urnar sprungu. „Sonur minn var að leika sér á svölunum þegar það gerðist. Hann bókstaflega flaug upp í loft og féll niður á veröndina. Sem betur fer slapp hann með marbletti.“ Zalloukh hafði nýlega lokið frumkvöðlaþjálfun á vegum UN Women og í kjölfarið hafið eigin rekstur í kringum sölu og framleiðslu á sápum og kertum. Nú er hún dauðhrædd, tekjulaus og óttast um framtíð fjölskyld- unnar sinnar. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is UN WOMEN ER Á STAÐNUM UN Women veitir kvenmiðaða og kynjaða neyðaraðstoð í Líbanon. Í neyð eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 1 af hverjum 5 konum á flótta hefur þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Af öllum þeim konum sem deyja á meðgöngu eða af barnsburði, deyja 60% þeirra á átakasvæðum. Konur og börn eru fjórtán sinnum líklegri til að deyja við slíka neyð og stelpur eru rúm- lega helmingi líklegri til að falla út úr námi. Konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatöku í neyð. UN Women starfar á vettvangi í þágu kvenna, kortleggur og gerir úttektir á þörfum kvenna og stúlkna í neyð og tryggir að tekið sé mið af þörfum kvenna við gerð viðbragðsáætlana og við veitingu neyðaraðstoðar. Þrýst er á allar stofnanir og samtök að taka tillit til kvenna og allra kynja og veita kynjamiðaða neyðaraðstoð. UN Women leggur áherslu á að ná til jaðarsettustu kvennanna – eldri kvenna, unglingsstúlkna, kvenna og stúlkna með fötlun, auk annarra jaðarsettra hópa kvenna. Neyðaraðstoð UN Women felur í sér að: Setja á stofn neyðarlínu fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Veita konum og stúlkum örugg svæði. Veita sálræna aðstoð í kjölfar áfallastreitu. Aðstoða þær við að koma undir sig fótunum, fá atvinnutækifæri og veita þeim félagslega vernd og viðeigandi þjónustu innan kerfisins. Veita konum störf á vegum ríkisins við uppbyggingu eftir sprenginguna, við umönnun særðra og veikra, störf í götueldhúsum og störf við innlenda framleiðslu á nauðsynj- um. Taka utan um ofbeldismál gegn konum og stúlkum og tilvísa áfram innan kerfisins. Cash for work – atvinnuúrræði fyrir konur með sjálfbærni að leiðarljósi. Styðja tæknilega og fjárhagslega við kvennasamtök í Líbanon. þátttöku kvenna, eða 29 prósent á móti 76 prósenta hlutfalli karla. Þrátt fyrir bága stöðu Líbana tekur landið á móti f lestum flótta- mönnum miðað við höfðatölu, en talið er að ein og hálf milljón sýr- lenskra flóttamanna hafist þar við. Í samfélögum f lóttafólks í Líb- anon ríkir mikill ójöfnuður, hvort sem um er að ræða formlega eða óformlega atvinnuþátttöku og eru fátækar konur líklegri til að búa við fæðuóöryggi, atvinnuleysi og þær hafa síður aðgang að félagslegri vernd, sem eykur enn á hættuna á því að þær verði beittar of beldi. Konur aftar körlum í forgangi „Við vitum að konur hafa færri tækifæri og úrræði til að vinna sig út úr efnahagslegum af leiðingum átaka og áfalla. Ástæðan fyrir því er ríkjandi kynjamisrétti, sem staðset- ur þær aftar körlum í forgangsröð- inni,“ segir Rachel Dore-Weeks, full- trúi UN Women í Líbanon. „Konur eru ólíklegri til að eiga bankareikn- ing, sparifé, ellilífeyri og rétt á fjár- hagsaðstoð. Við verðum að viður- kenna vandann og tryggja að öll úrræði og uppbyggingarstarfsemi, hvort sem er til langs eða skemmri tíma, taki mið af stöðu kvenna og bregðist við þörfum þeirra til jafns við karla. Í þessu felst líka tækifæri til að leiðrétta kynjahalla sam- félagsins sem hefur haldið aftur af konum og gert þær berskjaldaðar fyrir sára fátækt og of beldi.“ Annar eldsvoði Nú fyrir helgina, nánar tiltekið á fimmtudaginn, braust út eldsvoði á hafnarsvæðinu í Beirút á svipuðum slóðum og sprengingin varð fyrir um mánuði síðan. Þykkan svartan reyk lagði yfir borgina, sem enn er í sárum eftir stóru sprenginguna sem lagði borg- ina í rúst. Talið er að eldsupptökin hafi verið í vöruhúsi þar sem nóg var af eldsmat, meðal annars olíu og dekkjum. Samkvæmt heimildum var unnið að því að tæma fjölmörg vöruhús við höfnina í hreinsunar- átaki eftir sprenginguna. Íbúar borgarinnar flykktust út á götur og tóku myndbönd sem þeir deildu á samfélagsmiðlum, ásamt texta um að enn ein hörmungin riði nú yfir borgina og útlitið væri fullkunnuglegt. Vefsíða CNN lýsti ástandinu og sagði meðal annars frá vegfaranda sem horfði á svartan reykinn stíga til himins og sagði: „Hvað getur maður sagt? Það er engin von. Landið er alelda.“ Síðastliðinn fimmtudag varð stór eldsvoði á hafnar- svæðinu í Beirút ekki langt frá svæðinu þar sem stóra sprengingin varð í síðasta mánuði. MYND/GETTY 1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 198. tölublað (12.09.2020)
https://timarit.is/issue/409081

Tengja á þessa síðu: 26
https://timarit.is/page/7288155

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

198. tölublað (12.09.2020)

Aðgerðir: