Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 84
Lífið í
vikunni
06.09.20-
12.09.20
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
AF ÖLLUM VÖRUM*
Í ÖLLUM DORMA
VERSLUNUM
Láttu drauminn rætast
www.dorma.is
SENDUM
FRÍTT
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
TAX
FREE
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
VERÐDÆ
M
I
NATURE’S REST LUXURY
heilsurúm með Classic botni
160 x 200 cm Nature’s Rest Luxury
heilsudýna á Classic botni: Fullt verð: 99.900 kr.
Aðeins 80.565 kr.
* Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og gildir á öllum vörum nema vörum frá Simba. Gildir ekki ofan á önnur tilboð
eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma.
LÝKUR Í DAG
LAUGARDAG
Þetta er ævisaga. Hún er skrifuð í framtíðinni, 2027,“ segir tónlistarm aðu r i n n G u n n a r K r ist ma nnsson u m Úlfssögu en þessa fyrstu
skáldsögu sína gefur hann út ýmist
rafrænt eða á kilju eftir þeim leiðum
sem netrisinn Amazon býður upp á.
Sniðug hugmynd
Gunnar segir aðspurður að hann
hafi alltaf langað til að skrifa eitt
hvað en frumforsendan sé að fá
hugmynd að nógu sniðugri sögu.
„Og mér finnst þessi dálítið sniðug,
sko. Þannig að það var rosagaman
bara að skrifa þetta og þótt ég segi
sjálfur frá, þá er þetta bæði spenn
andi og fyrst og fremst fyndið. Ég
held ég geti algerlega lofað því að
fólki leiðist ekki yfir þessu,“ segir
höfundurinn afslappaður.
„Og ég vil meina að efnistökin séu
ansi frumleg og stór,“ heldur Gunn
ar áfram og dregur fram ættar
tengsl sögupersónunnar við Þriðja
ríkis skúrka. „Við erum að tala um
stóra kalla. Þannig að sagan er stór
og hröð og ég held líka að það sé
dálítið óvenjulegt að skálduð ævi
saga sé skrifuð í framtíðinni,“ segir
hann um verkið sem hann telur
þannig falla utan skilgreininga á
hefðbundnum bókmenntagreinum.
Tvö vafasöm S
Kápa bókarinnar skartar titlinum
og nafni höfundar með gotnesku
letri auk þess sem tvö alræmd og
eldingarlaga S eru áberandi, þann
ig að tengingin við Þriðja ríkið er
augljós.
„Já, ég held að það megi enn þá
setja Hitler eða hakakross á bókar
kápuna ef þú ert að fjalla um þetta,“
segir Gunnar og hlær þegar hann er
spurður hvort honum þyki ekki á
vorum viðkvæmu tímum fulldjarft
að skreyta þessa frumraun sína
jafn gildishlöðnum og eitruðum
táknum.
„Mér fannst bara einhvern veginn
að það væri hægt að nota þennan
möguleika sem grípur líka augað
dálítið,“ bætir hann við og áréttar
að þarna ráði samhengið vitaskuld
úrslitum og öðru máli hefði gegnt ef
bókin væri einhvers konar stefnu
yfirlýsing eða tilraun til upphafn
ingar nasismans.
Flýtur áfram á Amazon
Gunnar gefur bókina út sjálfur hjá
Amazon.com þar sem hægt er að
kaupa hana bæði sem raf bók eða
prentaða í kilju. „Amazon sér um
þetta þannig að ég er dálítið þar,“
segir höfundurinn sem selur einnig
kiljur á Facebooksíðunni Úlfssaga,
þar sem hann hvetur áhugasama
til þess að hafa samband. „Ég kem
henni til kaupenda með einum eða
öðrum hætti eins f ljótt og hægt er.
Endilega sendið mér skilaboð og ég
skal svara fljótt og vel.“
Gunnar segist hafa ákveðið að
stökkva á einfalda og þægilega
útgáfuleið Amazon, eftir að hafa
árangurslaust reynt við íslensk
bókaforlög. „Ég sendi þetta á fjögur
forlög og tvö af þeim svöruðu bara
aldrei. Það var í raun og veru bara
eitt sem tók þetta til nokkuð alvar
legrar skoðunar, en ákvað að taka
þetta ekki,“ segir Gunnar sem hefur
þó meiri trú en svo á verki sínu en
að láta þar við sitja.
„Maður var búinn að leggja
aðeins of mikla vinnu í þetta til
þess,“ segir Gunnar, sem fann Úlfs
sögu farveg hjá Amazon.com.
toti@frettabladid.is
Framtíðarvörn Úlfs
Gunnar Kristmannsson hallaði sér að Amazon með sína fyrstu
skáldsögu eftir að hafa reynt við íslenska útgefendur án árangurs.
Höfundurinn og aðalpersónan ólust báðir upp á Akranesi í þá gömlu góðu daga þegar Skagamenn skoruðu enn
mörkin. „Þetta er dálítil upprifjun á því hvernig þetta var á Skaganum á þessum tíma.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
TÆKLA COVID OG GYLLINÆÐ
Björk Jakobsdóttir og Gunnar
Helgason hafa sannreynt að sætin
í Gaflaraleikhúsinu standast bæði
sóttvarnakröfur og gyllinæð, þann-
ig að eftir viku hefjast á ný sýningar
á verðlaunaverkinu Mamma klikk.
EDDA OG MURRAY Í FÓKUS
Ljósmyndarinn
Brynjar Snær
Þrastarson
hefur beint
linsunni að
íslensku
listasenunni
í rúman ára-
tug þannig að
það er af nógu að
taka á yfirlitssýningu hans á Lauga-
vegi 7. Hann hefur myndað þekkt
fólk á listasenunni á Íslandi og átti
eftirminnileg augnablik í Hörpu
með Eddu Björgvins og gaman-
leikaranum Bill Murray.
ÁSTIN ÚR KLÁMINU
Ástarsögur íslenskra karla eftir
Maríu Lilju og Rósu Björk er komin
út en subbulegar klámfantasíur
þvældust fyrir þegar þær reyndu
að fá karla til að opna hjörtu sín
og tala um ástina.
JARÐARFÖR Í BERLÍN
Vinsælasta
efni Sjónvarps
Símans frá
upphafi, þætt-
irnir Jarðar-
förin mín
með Ladda
í aðalhlut-
verki, keppa
til verðlauna á sjónvarpshátíð-
inni Berlin Series Festival síðar í
þessum mánuði. Hörður Rúnarsson
hjá framleiðandanum Glassriver
segir það mikinn heiður að vera að
keppa í flokki með þáttum eins og
Freud og Unorthodox.
Varnarrit úr framtíðinni
Úlfssaga er
skálduð ævi-
saga Skaga-
mannsins
Úlfs Tristans
Hannibals-
sonar og er
skrifuð árið
2027. Úlfur á
þýska móður
sem flutti til landsins skömmu
eftir síðari heimsstyrjöld til að
flýja hörmungar í heimalandinu.
Þegar í ljós kemur að skyld-
menni hennar tóku sum hver
virkan þátt í stríðsglæpum þriðja
ríkisins fer líf Úlfs úr skorðum
og hann dregst inn í ótrúlega
atburðarás og verður heims-
frægur á nokkuð vafasömum
forsendum, þannig að bókin er í
senn ævisaga hans og varnarrit.
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð