Fréttablaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 82
VIÐ VERÐUM MEÐ
SÉRVALDAR SÝNINGAR
Í BÍÓ PARADÍS OG NORRÆNA
HÚSINU EN EINNIG GETA GESTIR
FARIÐ Í BÍÓ Á NETINU. ÞETTA
ÞÝÐIR AÐ FÓLK UM LAND ALLT,
FRÁ AKRANESI TIL RAUFAR-
HAFNAR, GETUR NOTIÐ ÞESS AÐ
HORFA Á GÆÐAKVIKMYNDIR
HEIMA FYRIR.
Sviti/Sweat
Magnus von Horn
Nýjasta myndin úr smiðju
sænska leikstjórans Magnus
von Horn. Mynd hans The Here
After keppti í Vitranaflokki RIFF
árið 2015 og hefur verið sýnd
á fjölda kvikmyndahátíða og
seld til til ótal landa. Myndin
gefur innsýn í líf áhrifavaldsins
Sylwia Zajac sem hefur öðlast
mikla frægð og frama á sam-
félagsmiðlum, en er þó í raun
ein í heiminum.
Við stjórnvölinn/
A L'abordage
Guillaume Brac
Gaman-
mynd úr
smiðju
leikstjórans
Guillaume
Brac.
Myndin var
heims-
frumsýnd
á kvik-
myndahá-
tíðinni í Berlín í vetur þar sem
hún hlaut FIPRESCI verðlaun
alþjóðlegra samtaka kvik-
myndagagnrýnenda. Hér segir
af Félix sem ákveður að elta
sálufélaga sinn þvert yfir Frakk-
land, en í kjölfarið fer af stað
grátbrosleg atburðarás þar sem
margt úr fer skorðum. Spreng-
hlægileg mynd um samskipti
og ástir unga fólksins.
Hunskastu út/
Get The Hell Out
Wang I-Fan
Hér er á ferðinni alvöru hryll-
ingsmynd í anda COVID-19,
um mann sem reynist sá eini
á vinnustað sínum sem er
ónæmur fyrir banvænum vírus
er breytir fólki í uppvakninga.
Myndin kemur hingað frá
heimsfrumsýningu á Toronto-
kvikmyndahátíðinni, einni
stærstu hátíð í heimi, en þetta
er fyrsta kvikmynd leikstjórans
Wang I-Fan í fullri lengd.
Hatrið/
A Song called Hate
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Hatrið verður frumsýnd í Bíó
Paradís 25. september. Myndin
fjallar um ferðalag hljóm-
sveitarinnar Hatara um króka
og kima Eurovision, Ísraels-
ríkis og Palestínu. Í myndinni
er fylgst með togstreitunni og
spurningunum sem vöknuðu
á leiðinni og rætt við meðlimi
sveitarinnar fyrir og eftir að
tvö hundruð milljón manns
sáu atriði hennar í sjónvarpi.
Myndin gefur raunsæja innsýn
í það hvernig Hatari tókst á við
þetta gríðarstóra verkefni, sem
oft gekk mjög nærri meðlimum
sveitarinnar, og sýnir hvernig
ferðalagið breytti hugsana-
gangi þeirra og sýn á lífið.
Það var aldrei spurning um hvort hátíðin yrði haldin, heldur hvern-ig,“ segir Laurent Jegu, verkefnastjóri sérvið-burða hjá RIFF, um
aðdraganda hátíðarinnar í ár. „Það
var vissulega áskorun en við höfum
fundið mjög góðar lausnir og upp-
götvað ný tækifæri í leiðinni.“
Meðal nýjunga á hátíðinni í ár
verður eitt stærsta bílabíó sem
haldið hefur verið hér á landi, á
Granda, dagana 25.-28. september
næstkomandi. Sýndar verða fjórar
kvikmyndir, ein á dag, og á dag-
skrá verður eitthvað við allra hæfi
meðal annars heimildarmyndin Ég
er Gréta / I am Greta sem fjallar um
baráttukonuna Gretu Thunberg, og
hryllingsmyndin Get the Hell Out.
„Við sýnum einnig hina klassísku
söngleikjamynd Hair, eða Hárið,
með alvöru lifandi sýningu þar
sem fólk er hvatt til að mæta í bún-
ingum. Þá erum við með ýmislegt
spennandi í bígerð til að skapa ekta
stemningu. Þetta verður skemmti-
legur viðburður sem fólk ætti ekki
að missa af,“ segir Laurent. Bílabíó
RIFF er haldið í samstarfi við Lúxor
og hefst miðasala í næstu viku.
Bíóbíllinn ræstur
Önnur nýjung sem mun gleðja kvik-
myndaunnendur á landsbyggðinni
í ár verður hinn svokallaði Bíóbíll,
sem mun fara hringinn í kringum
landið viku áður en hátíðin hefst.
„Þetta verður ekki ósvipað ísbíln-
um,“ segir Laurent og bætir við að
mjög ánægjulegt sé að vinna að
undirbúningi með fulltrúum menn-
ingarmiðstöðva um land allt sem
séu einkar áhugasamir um fram-
takið.
Bíóbíllinn mun ferðast um landið
og stoppa á sjö stöðum. Á daginn
verður komið við í grunnskólum
víða um land og vönduð, evrópsk
stuttmyndadagskrá fyrir börn verð-
ur í boði. Seinnipart verða sýndar í
bílnum stuttmyndir sem tilnefndar
hafa verið til Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna og um kvöldið verður
sýning á hinni þekktu kvikmynd
Lars von Trier, Dancer in the Dark.“
Nákvæmar dagsetningar Bíó-
bílsins verða birtar á heimasíðu
RIFF eftir helgi, en bíllinn mun
heimsækja Hvammstanga, Dal-
vík, Raufarhöfn, Egilsstaði, Höfn
og Reykholt í Bláskógabyggð. Dag-
skráin er unnin í samstarfi við Arc-
tic Adventures, Xprent, List fyrir
alla og menningarmiðstöðvar um
land allt.
Hátíðin í ár verður á margan hátt
ólík síðari árum en gestum mun
meðal annars bjóðast að fylgjast
með hátíðinni að heiman.
„Við verðum með sérvaldar
sýningar í Bíó Paradís og Norræna
húsinu en einnig geta gestir farið í
bíó á netinu. Þetta þýðir að fólk um
land allt, frá Akranesi til Raufar-
hafnar, getur notið þess að horfa
á gæðakvikmyndir heima fyrir og
við erum mjög stolt af því,“ segir
Laurent.
Hægt verður að nálgast allar nán-
ari upplýsingar á riff.is.
arnartomas@frettabladid.is
Bíóbíll og bílabíó
Kvikmyndahátíðin RIFF hefst í sautjánda sinn þann 24. september
næstkomandi. Laurent Jegu segir að áskoranir í kringum hátíðina
hafi einnig leitt í ljós ýmis tækifæri, á borð við bílabíó á Granda.
Laurent fyrir framan vegginn á Fiskislóð þar sem fjöldi kvikmynda verður sýndur í bílabíói. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bíóbíllinn mun dúkka upp víðs vegar um landsbyggðina í næstu viku.
Another Round
Thomas Vinterberg
Nýjasta kvikmynd hins þekkta
leikstjóra Thomas Vinterberg
sem var frumsýnd í Cannes og
var frumsýnd í Toronto í vikunni
með RIFF-aranum Mads Mikkel-
sen í aðalhlutverki. Nokkrir
lífsþreyttir kennarar ákveða
að sannreyna þá kenningu að
það bæti lífið og auki sköpunar-
gáfuna að vera alltaf svolítið í
því. Tilraunin byrjar ágætlega en
fljótlega fer að halla undan fæti.
Sirkusstjórinn/
Circus Director
Helgi Felixson og Titti Johnson
Myndin Sirkusstjórinn verður
frumsýnd á RIFF. Áhugaverð
mynd um sirkusstjórann Tilde
Björfors, stjórnanda Circus
Cirkör sem kom með nútíma-
sirkuslistina til Svíþjóðar fyrir
tveimur áratugum.
Rauði þráður myndar-
innar er sá hvað
gerist ef við hættum
að þora að taka
áhættu í í lífinu og
látum hræðsluna
stjórna okkur.
Skítapleis/Shithouse
Cooper Raiff
Hinn kornungi leikstjóri Cooper
Raiff frá Dallas, Texas, gerði sér
lítið fyrir og skrifaði, leikstýrði,
klippti og lék í Skítapleisi, sinni
fyrstu mynd í fullri lengd. Hér
segir af Alex, einmana fyrsta árs
nema í háskóla, sem dreymir
um það eitt að flytjast nær fjöl-
skyldu sinni. Honum hefur ekki
tekist að fóta sig í háskólalífinu
og hefur einangrað sig með
öllu, en eitt kvöldið ákveður
hann að slá til og fara í partí í hið
alræmda Skítapleis háskóla-
svæðisins. Hann eyðir nóttinni
með Maggie, nemendafulltrúa
heimavistarinnar, og verður
hugfanginn af henni. Tilfinn-
ingar hans eru hins vegar ekki
endurgoldnar og Alex leitar
örvæntingarfullur leiða til að ná
athygli hennar.
Svig/Slalom
Charléne Favier
Fyrsta mynd leikstjórans Char-
léne Favier í fullri lengd kemur
beint af kvikmyndahátíðinni
í Cannes. Hér segir af hinni 15
ára gömlu Lyz sem nýlega hefur
hlotið skólavist í eftirsóttum
skíðaskóla með það fyrir augum
að gerast atvinnuskíðakona. Þar
misnotar einn kennaranna vald
sitt gagnvart Lyz en myndin
þykir gefa óvenju raunsæja
sýn á kynferðislegt ofbeldi í
keppnisíþróttum. Favier hefur
framleitt bæði stuttmyndir og
heimildarmyndir og var mynd
hennar Odol Gorro tilefnd til
César-verðlaunanna 2020 sem
besta stuttmyndin.
1 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ