Fréttablaðið - 16.09.2020, Side 1

Fréttablaðið - 16.09.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Fjöldi manns kom saman á samstöðufundi á Austurvelli í gær til að mótmæla brottvísun sex manna egypskrar fjölskyldu. Kærunefnd útlendingamála hafnaði í gær frestun brottvísunar- innar og er því útlit fyrir að fjölskyldan fari af landi brott í dag. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu. Kærunefnd telur hins vegar að fjölskyldan geti ekki talist f lótta- menn. Ráðherrar hafa hafnað að beita sér í málinu. Mikill hiti var í fólki á Austurvelli og heyrðist hrópað að loka ætti Reykjanesbrautinni til að stöðva brottvísunina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI S TÓ R I ÐJA Viðsk ipt aráðuney ti Bandaríkjanna mun leggja á bilinu 28 til 48 prósenta innf lutnings- tolla á íslenskan kísilmálm, að því er kemur fram í opinberum upp- lýsingum frá bandarískum yfir- völdum. Ekki er ljóst hvaða áhrif bandarískir innf lutningstollar á íslenskan kísilmálm hafa á rekstrar- grundvöll verksmiðju PCC á Bakka. Fram kemur að innflutningur á kísilmálmi frá Íslandi til Banda- ríkjanna hafi verið um það bil 8.900 tonn á árunum 2017 til 2019, en gengið er út frá því að það hafi nán- ast allt komið frá verksmiðju PCC á Bakka. Árleg af kastageta verk- smiðjunnar er 32 þúsund tonn, en full afköst verksmiðjunnar náðust hins vegar ekki fyrr en í október á síðasta ári. – þg / sjá Markaðinn Þungir refsitollar á kísilmálminn VIÐSKIPTI Mikil óvissa er um mögu- lega aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair Group, sem hefst í dag, en þátttaka þeirra mun ráða úrslitum um hvort félag- inu takist að sækja sér nýtt hlutafé að fjárhæð 20 milljarðar króna. Fjórir stærstu lífeyrissjóðir lands- ins – Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE), LSR, Gildi og Birta – halda spilunum afar þétt að sér og hafa enn ekki gefið upp hvort, og þá að hversu miklu marki, þeir muni fjár- festa í útboði f lugfélagsins. Stjórnir sjóðanna, sem eru samanlagt með eignir upp á meira en þrjú þúsund milljarða, hafa boðað til fundar síðar í dag og snemma á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður þá tekin um þátttöku í útboðinu. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins er mest óvissa um afstöðu LIVE og Gildis. Stjórn LIVE kemur saman til fundar eftir hádegi í dag en talsverð gjá er á milli fulltrúa atvinnurekenda annars vegar og fulltrúa VR hins vegar í stjórninni um hvort lífeyrissjóðurinn eigi að koma að útboðinu. Sjóðurinn er í dag næststærsti hluthafi Icelandair með um 11,8 prósenta hlut. Verði tveir af stærstu lífeyrissjóð- unum, sem ætla að draga það fram á síðustu stundu að taka ákvörðun um fjárfestingu, ekki með gæti það sett verulegt strik í reikninginn með þátttöku annarra og minni sjóða og þá um leið um hvort útboðið klárist. Leitað hefur verið til stórra einkafjárfesta og forsvarsmanna fjárfestingafélaga um að skuld- binda sig fyrir myndarlegum hlut í útboðinu og í kjölfarið sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair. Markmiðið hefur einkum verið að fá hóp einka- fjárfesta, sem hver um sig myndi fjárfesta fyrir hundruð milljóna, til að taka að sér leiðandi hlutverk í útboðinu og þannig auka líkur á góðri þátttöku. Sú vinna hafði hins vegar enn ekki borið árangur síðla dags í gær. – hae / sjá Markaðinn Óvissa með aðkomu sjóðanna Stóru lífeyrissjóðirnir hafa ekki tekið ákvörðun um þátttöku í útboði Icelandair. Mesta óvissan hjá LIVE og Gildi. Tilraunir til að fá einkafjárfesta til að taka að sér leiðandi hlutverk hafa ekki enn borið árangur. 6 milljarðar er sú fjárhæð sem Landsbankinn og Íslands- banki hafa samþykkt að sölutryggja í útboðinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.