Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 12
Ef ESB sér ekki ljósið þá er það vitað hvað mun gerast, ef ekkert annað fylliefni er komið og þá erum við í slæmri stöðu. Ingi Sigurðsson ENSKI BOLTINN Félögunum í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla hefur verið veitt heimild til þess að hleypa stuðningsmönnum sínum aftur inn á leiki liðanna. Það verða hins vegar einungis 1.000 áhorfendur leyfðir á hverjum leik fyrir sig og munu sóttvarnaað- gerðir verða í hávegum hafðar. Félög sem eru staðsett á þeim svæðum þar sem útgöngubann er í gildi munu ekki fá leyfi til þess að opna leik- vanga sína fyrir stuðningsmönnum. Stefnt er að því að hleypa fólki á leiki í ensku úrvalsdeildinni í byrjun október næstkomandi og er verið að skipuleggja þessa dagana hvernig staðið verði að málum í þeim efnum, þegar þar að kemur. Þær áætlanir fengu bakslag á dögunum þar sem kórónaveiru smit jókst umtalsvert. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent breskum stjórnvöldum bréf þar sem fram kemur að félögin tapi rúmum 17 milljörðum á mánuði á meðan leikið er fyrir luktum dyrum. – hó Hleypa þúsund áhorfendum inn á vellina ENSKI BOLTINN Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði karlaliðs Arsenal í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn sem hefur verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma gildir til ársins 2023. Þessi 31 árs gamli framherji kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2018, en hann er nú fyrirliði liðsins. „Ég hef áhuga á því að verða goðsögn hjá Arsenal og þess vegna skrifaði ég undir þennan samning," sagði Aubameyang eftir að hafa undirritað samninginn. Aubameyang skoraði 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en hann varð næstmarka- hæsti leikmaður deildarinnar. Hann var á skotskónum og skoraði eitt marka Arsenal þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-0, í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi. Alls hefur Gaboninn skorað 72 mörk í 111 leikjum í öllum keppnum fyrir Arsenal á þeim þremur leik- tíðum sem hann hefur leikið með liðinu. Næsti leikur Arsenal er á laugardaginn þegar liðið fær West Ham United í heimsókn. – hó Fyrirliði Arsenal verður um kyrrt FÓTBOLTI ECHA, stofnun á vegum Evrópusambandsins, hefur haft til skoðunar frá árinu 2019 mögu- legt bann við notkun núverandi fylliefna á gervigrasvöllum frá og með árinu 2028 vegna mögulegra umhverfisáhrifa. Ákvörðun á að liggja fyrir árið 2022. Knattspyrnu- samböndin á Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman vegna málsins enda fjölmargir gervigras- vellir í löndunum. Á Íslandi eru 35 gervigrasvellir í fullri stærð og 163 minni gervigrasvellir. „Menn geta alveg haft skoðanir á grasi og gervi- grasi en við vitum hvað gervigras hefur gert fyrir þróun á fótboltan- um hér,“ segir Ingi Sigurðsson, for- maður mannvirkjanefndar KSÍ, sem kom fyrir stjórn KSÍ og kynnti þetta mögulega bann á síðasta fundi sam- bandsins. Ingi segir að málið eigi sér tölu- verðan aðdraganda og stofnunin beini ekki spjótum sínum að fót- boltanum heldur míkróplasti almennt. „Þetta verkefni ECHA er ekkert sérstaklega tengt knatt- spyrnu, heldur um míkróplast almennt og þar koma þessi fylliefni til sögunar.“ Ingi veit ekki til þess að einhverjir séu að finna upp umhverfisvænna fylliefni þó að hann voni að það komi fyrr en síðar, enda sé það vilji bæði hans og KSÍ að vera sem umhverfisvænast. „Það er búið að reyna önnur fylliefni og því miður eru engin önnur sem uppfylla þau gæði sem þurfa að vera. Þess vegna erum við, knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum, að benda á hinn kostinn, sem er að gefa einhvern aðlögunartíma. Svíarnir hafa verið mjög duglegir í því að útbúa umhverfi vallanna sinna þannig að fylliefnin fari sem minnst út af vellinum. Þannig að þau haldist innan vall- arins, fari ekki út í fötum og skóm iðkenda – eins og mörg heimili á landinu kannast við og þaðan inn í þvottavélina. Þetta vill ESB losna við. Mig minnir að það sé í Kalmar sem búið er að útbúa völl þannig það eru skorður utan við hann þannig að möguleikinn er minnkaður að míkróplastið yfirgefi völlinn og fari út í umhverfið. Ef ESB sér ekki ljósið þá er vitað hvað mun gerast, ef ekk- ert annað fylliefni er komið og þá erum við í slæmri stöðu,“ segir Ingi. Í bréfi sem knattspyrnusambönd Norðurlanda sendu ECHA sam- eiginlega var lögð áhersla á þá stöðu sem er uppi á Norðurlöndum með tilkomu gervigrasvalla og hvaða afleiðingar bann á slíkum völlum myndi hafa á knattspyrnuiðkun á Norðurlöndum. Ingi segir að fyrst núna sé kominn tímarammi og menn þurfi að taka höndum saman, sé aldrei að vita nema nýtt fylliefni komi til. „Það er spurning hvað gerist þegar menn þurfa að tala enn betur saman því nú er kominn einhver tímapunktur. Árið 2022 verður þessi ákvörðun tekin og við vitum núna hvað við höfum langan tíma Þetta er hápólítískt mál og það þarf að upplýsa marga en vonandi gera allir sér grein fyrir hversu miklar afleiðingar þetta getur haft hér á landi. Það er byrjað að telja niður og allir þurfa að fara upp á tærnar þannig að það verði ekki neitt bann.“ benediktboas@frettabladid.is ESB vill banna míkróplast á gervigrasvöllum árið 2028 Stofnun á vegum Evrópusambandsins hefur haft til skoðunar mögulegt bann við notkun núverandi fylliefna frá og með árinu 2028. Ákvörðun verður tekin árið 2022. Knattspyrnusambönd Norðurlanda hafa tekið höndum saman enda mikið hagsmunamál. Málið er hápólitískt og tók stjórn KSÍ málið fyrir. Valsmenn þurfa að skipta um gervigrasið eftir tímabilið enda orðið gamalt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að karla- og kvennaliðin komist á toppinn. Fylliefnið gæti þurft að vera af nýrri tegund. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Gary Lineker skrifaði undir nýjan fimm ára samning við BBC og mun halda áfram sem stjórnandi fótboltaþáttarins Match of the day. Hann stýrði þættinum fyrst árið 1999. Lineker tekur á sig 23 prósenta launalækkun og samkvæmt frétt- um ytra hefur hann samþykkt að passa sig betur á samfélagsmiðlum, en Lineker er einn allra skemmti- legasti Twitter-notandinn þegar kemur að fótbolta. Nýr framkvæmdarstjóri BBC, Tim Davie, tilkynnti um samning- inn í gær og minnti á að samfélags- miðlanotkun starfsmanna BBC væri undir sífelldri skoðun. Lineker var með 1,75 milljónir punda í árslaun og er því með 1,35 milljónir í árslaun með nýja samn- ingnum. Það gerir um 236 milljónir króna samkvæmt gengi gærdagsins. Morgunþáttastjórnandinn Zoe Ball er því launahæsti starfsmaður BBC, en hún tók við stjórnartaumunum morgunþáttarins í fyrra. Af tíu launahæstu starfsmönnum BBC eru fjórar konur. Lineker tísti um samninginn og sagðist vorkenna þeim sem þola ekki að sjá hann á skjánum enda samningurinn langur. – bb Lineker áfram með Match of the day Gary Lineker hefur séð um vin- sælasta fótboltaþátt Bretlands í hartnær 20 ár. MYND/GETTY Lineker spilaði 80 landsleiki fyrir England og skoraði 48 mörk. Hann lék með Leicester, Everton, Barcelona og Tottenham. Hann hefur séð um Match of the day síðan 1999. 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.