Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 24

Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 24
Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Sigurgeir Brynjar Krist-geirsson, yf irleitt kall-aður Binni í Vinnslu-stöðinni, tók við starfi f r a m k v æ m d a s t j ó r a Vinnslustöðvarinnar á vormánuðum 1999 og hefur því séð tímana tvenna í starfi. Þegar Binni tók við stöðu framkvæmdastjóra var félagið í miklum taprekstri. Ein af fyrstu ákvörðunum hans í starfi var að ráðast í fjöldauppsagnir. Mikil átök voru svo í hluthafahóp fyrirtækisins á árunum 2007-2018. Upp úr bankahruninu 2008 beindu stjórnmálamenn svo sjónum sínum að uppstokkun fiskveiðistjórn- unarkerfisins, sem kom niður á fjárfestingum bæði hjá Vinnslu- stöðinni og öðrum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Síðastliðin fimm ár hafa ein- kennst af miklum uppgangi hjá Vinnslustöðinni, en félagið hefur fjárfest í skipastól og landvinnslu fyrir um 86 milljónir evra eða sem nemur tæplega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Fram- legð Vinnslustöðvarinnar mæld í evrum náði sínu hæsta gildi í fyrra. „Síðasta ár var að mörgu leyti metár. Veltan og framlegðin var sú mesta fyrr og síðar í evrum talið. Hagnaðurinn var ekki sá mesti, en það skýrist af því að við höfum skuldsett félagið á síðustu árum vegna mikilla fjárfestinga. Afskrift- ir og fjármagnskostnaður aukast auðvitað með auknum fjárfest- ingum sem leiðir til þess að hagn- aðurinn minnkar. En það breytir því ekki að niðurstaða síðasta árs var mjög góð þrátt fyrir loðnubrest. Fjárfestingar síðustu ára eru þannig að skila sér í töluvert betri rekstrar- niðurstöðu,“ segir Binni. Fjárfestingar Vinnslustöðvar- innar voru í algjöru lágmarki á árunum 2009 til 2014. „Fyrst kemur bankahrunið og þá þurfa allir að ná áttum. Svo tekur vinstristjórnin við og þar er alltaf yfirvofandi mögu- leikinn á stórhækkuðum veiði- leyfagjöldum eða einhvers konar umbyltingu á kvótakerfinu. Í slíku umhverfi fjárfestir enginn útgerð- armaður í varanlegum rekstrar- fjármunum, enda þurfa menn þá að eiga fyrir hækkandi skattskuldum eða þá stórminnkandi tekjum, sem virtust vera við sjóndeildarhring- inn á tímabili. Skuldir Vinnslustöðvarinnar voru þess vegna stöðugar til þess að gera framan af áratugnum eftir hrun en síðan þá hefur meiri sátt skapast um kvótakerfið og því höfum við ráðist í löngu tímabæra endurnýjun á skipastofni og hús- næði. Mikið af varanlegum rekstr- arfjármunum fyrirtækisins var frá sjötta og sjöunda áratugnum. Tog- arinn Breki VE kom inn hjá okkur 2018, það var fjárfesting fyrir fjór- tán milljónir evra og reyndar fyrsta skipið sem smíðað er fyrir Vinnslu- stöðina frá upphafi 1946. Á tíma- bilinu 2015-19 höfum við fjárfest fyrir ellefu til tólf milljarða, ef við horfum á meðalgengi evru gagn- vart krónu á tímabilinu.“ Binni bendir á að af koma Vinnslustöðvarinnar sé auðvitað miklu sveiflukenndari í íslenskum krónum. „En þá er stundum sagt að sjávarútvegsfyrirtæki búi við annað hagkerfi vegna þess að þau gera sum hver upp í erlendri mynt. Það er auðvitað algjörlega rangt að halda því fram. Við erum í sama hagkerfi og allir hinir. Ef við erum með eina milljón evra inni á banka- bók í árslok þá eigum við alltaf jafnmargar evrur til að fjárfesta í skipum, borga af lánum, kaupa olíu og veiðarfæri, óháð því hvar gengi krónunnar liggur hverju sinni. Að gera fyrirtækið upp í evrum gefur einfaldlega gleggri mynd af rekstr- inum. Við erum með stærstan hluta okkar kostnaðar tengdan erlendri mynt, það eru fyrst og fremst laun starfsfólks í landi sem eru í íslensk- um krónum. Sjómenn fá greitt í samræmi við aflaverðmæti sem er auðvitað erlent tekjuf læði. Þetta hefur ekkert að gera með það að við búum við annað hagkerfi en önnur fyrirtæki í landinu.“ Líklegt að minna fáist fyrir makrílinn þrátt fyrir betri aflabrögð Síðasta ár var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sé litið til veltu og framlegðar. Framkvæmdastjórinn segir umfangsmiklar fjár- festingar síðastliðinna ára nú bera ávöxt. Breytt göngumynstur makríls þýðir að minna fæst fyrir aflann, en aðrir stofnar í lægð gætu nú náð betra jafnvægi. Úr hælaskóm í gúmmístígvél „Fyrr í sumar var kona stödd hér í Eyjum sem hafði áður starfað sem flugfreyja hjá Icelandair og hafði verið sagt upp. Hún var alin upp í Eyjum og hafði unnið í fiski á unglingsárunum og þekkti því erfiðisvinnu. Eftir að hún missir starfið kemur hún í heimahagana til að heimsækja ættingjana. Ein frænka hennar segir við hana: „Af hverju kemurðu ekki bara á vakt í Vinnslustöðinni? Þar vantar fólk til starfa.“ Flugfreyjan klæddi sig úr hælaskónum og fór í stíg- vélin og fór beint á næturvakt í vinnslunni hjá okkur. Hún var vön vaktavinnu úr fluginu svo það var ekkert mál fyrir hana að vaka heila nótt. Daginn eftir segir hún að hún skilji ekkert í þessu – „þetta var ekkert mál, ég er bara ekkert þreytt.“ Þetta kannski sýnir það að í fiskvinnslu eru ekki sömu erfiðis- störfin og í gamla daga. Þetta snýst bara um að hafa eftirlit með vélum. Þú þarft auðvitað ganga töluvert um gólf en þetta er ekki sama puðið og áður var. Sama er á uppsjávarskipunum. En það verður þó ekki sama sagt um þá sem eru á netabátum og togskipunum hjá okkur. Það er enn þá hörkuvinna. En sem betur fer er þessum störfum að fækka sem eru svona mikið erfiði og þannig getum við laðað að okkur fólk úr fleiri áttum.“ „Því miður er makríllinn í sumar ekki af sömu gæðum og undanfarin ár. Það er erfitt að tryggja gæði aflans þegar náttúrulegt ástand hans er ekki gott og svo bætist við að það þarf að sigla með 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.