Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 30
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Líðan mæðra mótar heilsu barna þeirra Tvær nýjar rannsóknir gefa til kynna að andleg heilsa verðandi og ný- bakaðra mæðra hafi mikil áhrif á and- lega og líkamlega heilsu barna þeirra. Vellíðan getur styrkt þau og vanlíðan gert þau viðkvæmari fyrir álagi. Niðurstöður hinnar rannsóknarinnar voru að börn mæðra sem þjáðust af þunglyndi eða kvíða væru viðkvæmari fyrir álagi. Rannsakendur óttuðust að það gæti leitt til andlegra erfiðleika síðar á ævi barnanna. MYND/GETTY Rannsóknir sýna að líðan verðandi mæðra hefur veruleg áhrif á heilsu barna þeirra. Góð andleg líðan hefur jákvæð áhrif á heilsu ungbarna en vanlíðan mæðranna virðist gera börnin viðkvæmari fyrir álagi. Um tvær aðskildar rannsóknir er að ræða, en önnur þeirra var unnin við Charité-háskólasjúkrahúsið í Berlín og birtist í ritrýnda sál- fræðitímaritinu American Journal of Psychiatry. Niðurstaða hennar er að andleg vellíðan mæðra lengi litningsenda, sem eru frumur sem vernda enda litninga við frumuskipti. Þetta er talið hægja á öldrun frumna og geta bætt heilsu barnanna til lengri tíma litið. Það er margt sem getur haft áhrif á þroska barns á meðgöngunni en hingað til hafa rannsakendur aðal- lega skoðað áhrif neikvæðra þátta og lítið kannað áhrif jákvæðra þátta. Ýmislegt getur haft áhrif á litningsenda, en talið er að lengri litningsendar tengist auknum lífslíkum og vinni gegn ýmsum aldurstengdum sjúkdómum. Rannsakendur sýndu fram á að geta móður til að takast á við álag á meðgöngunni tengdist lengd litningsenda. Þeim mun jákvæðari og andlega stöðugri sem móðir var á meðgöngunni, þeim mun lengri voru litningsendar barns hennar. Rannsakendurnir segja að þetta undirstriki mikilvægi and- legrar heilsu verðandi mæðra hvað varðar framtíðarþroska og heilsu barna þeirra, sem og mikilvægi þess að þungaðar konur fái aukinn andlegan og félagslegan stuðning. Vanlíðan skapar óöryggi Niðurstaða í annarri rannsókn, sem var gerð við háskólann í Heidel berg, var að börn þung- lyndra eða kvíðinna mæðra sýni sterkari sálræn einkenni álags þegar þau taka staðlað álagspróf en börn mæðra sem hafa ekki glímt við slíkt. Samskipti móður og ungbarns eru gríðarlega mikilvægur hluti af heilbrigðum þroska, sérstaklega á fyrstu mánuðum ævinnar. Sumar mæður, sérstaklega ef þær þjást af þunglyndi, kvíða eða fæðingar- þunglyndi, eiga erfitt með að eiga við neikvæða hegðun ungbarna og það er talið skapa óöryggi hjá börnunum þegar þau eldast. Slík geðræn vandamál eru mun algeng- ari á meðgöngu og eftir barnsburð en annars og hrjá 10-20% kvenna á því tímabili ævinnar. Áhrif afskiptaleysis mæðra voru sýnd í frægri rannsókn frá 8. ára- tug þar sem mæður voru beðnar um að eiga létt samskipti við börnin sín í smá tíma, sýna þeim svo engin viðbrögð í smástund og haga sér svo aftur venjulega. Þegar börnunum voru ekki sýnd nein viðbrögð sýndu þau neikvæðari tilfinningar og höfðu líka minni félagsleg samskipti en annars. Sterkari viðbrögð við álagi Þessi aðferðafræði var notuð aftur í nýju rannsókninni, þar sem niðurstöðurnar sýndu að þegar móðir sýnir engin viðbrögð og veitir barninu ekki athygli, hefur það meiri áhrif á börn mæðra sem voru þunglyndar eða kvíðnar. Hjartsláttur þeirra jókst meira en barna sem áttu mæður sem höfðu ekki glímt við slíkt, en munurinn var átta slög á mínútu. Mæður þessara barna töldu þau líka erfið- ari í skapi. Rannsakendur óttast að þetta gæti leitt til andlegra erfið- leika þegar barnið vex úr grasi. Rannsóknin náði til 50 mæðra og barna þeirra, 20 þeirra höfðu þjáðst af þunglyndi eða kvíða í kringum fæðingu barna sinna og 30 höfðu ekki gert það. Enn um sinn er því bara um bráðabirgða- niðurstöður að ræða og það þarf að endurtaka rannsóknina með stærra úrtaki. Rannsakendur segja að það sé næsta skrefið. Niðurstöður annarrar rannsóknarinnar voru að andleg vellíðan móður lengdi litningsenda barns hennar. Lengri litningsendar eru taldir hægja á öldrun frumna og gætu bætt heilsu barnanna til lengri tíma litið. MYND/GETTY Rannsakendurnir segja að þetta undirstriki mikilvægi andlegrar heilsu verð- andi mæðra hvað varðar framtíðarþroska og heilsu barna þeirra. TILBÚIN TIL DRYKKJAR STOÐMJÓLK FYRIR ½ ÁRS TIL 2 ÁRA OPTIBAC FYRIR BÖRN Hentar vel börnum sem eru með meltingarvandamál s.s. kveisu, hægðatregðu eða bakflæði Styrkir mótstöðuafl líkamans og getur dregið verulega úr líkum á því að börn fái öndunarfærasýkingar Blandan er einstaklega mild þó hún sé áhrifarík og hana má gefa börnum frá fæðingu 6 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RFYRSTU ÁRIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.