Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 38
Seðlabankanum er ekkert til fyrirstöðu við trúverðuga framkvæmd á þessari stefnu þar sem tröllvaxinn gjaldeyrisforði styður kröftuglega við hana. Opna má skemmtigarða á ný í Hong Kong Hong Kong er að losa hömlur á samkomubanni vegna COVID-19. Ekkert nýtt smit á meðal heimamanna hefur uppgötvast frá því að þriðja bylgja veirunnar hófst í júlí. Á undanförnum vikum hafa söfn og líkamsræktarstöðvar mátt hefja starfsemi á nýjan leik. Á föstudaginn má opna bari, karókí, sundlaugar og skemmtigarða eins og Disneyland. Einungis fjórir mega koma saman í Hong Kong og fólki er skylt að bera grímur. MYND/EPA Skotsilfur Seðlabankinn sendi skýr skilaboð í síðustu viku um að gengisveiking íslensku krónunnar það sem af er ári væri orðin óhóf leg. Fréttatilkynning bank- ans um að hann myndi hefja reglu- lega sölu á gjaldeyri í þessari viku bar öll þess merki en eitt af mark- miðum aðgerðarinnar er að bæta verðmyndun á gjaldeyrismarkaði. Þá var fundargerð peningastefnu- nefndar fyrir ágúst einnig birt sama dag og reyndist niðurstaðan úr gjaldeyrisumræðum nefndarinnar vera að raungengi krónunnar væri komið undir jafnvægisgildi sitt. Seðlabankastjóri steig síðan fram degi síðar og lýsti því yfir að gengi krónunnar væri einfaldlega orðið mjög lágt og úr takti við grunnþætti íslenska hagkerfisins. Í ljósi tíðra inngripa Seðlabank- ans á gjaldeyrismarkaði á þessu ári – bankinn hefur í dögum talið stigið þrisvar sinnum oftar inn á markað- inn í samanburði við 2019 og verið mjög virkur síðasta mánuðinn – má líta á aðgerðir hans í síðustu viku sem nokkurs konar útvíkkun á þeirri stefnu sem þegar hafði verið mörkuð. Engu að síður er ljóst að Seðlabankinn hefur nú ákveðið að draga línu í sandinn varðandi eigin þolmörk um frekari veikingu krón- unnar. Samstillt og stigmagnandi inngrip í orði og á borði bera vott um það. Þrjár spurningar vakna af þessu tilefni. Í fyrsta lagi má spyrja hvort gengið sé í raun og veru of lágt. Í öðru lagi hvað sé að valda auknu óþoli Seðlabankans gagnvart frek- ari gengisveikingu. Í þriðja lagi hver sé líkleg þróun krónunnar næstu ársfjórðunga. Ein nálgun við mat á misgengi er að bera saman raungengið við lang- tímameðaltal og áætla þannig hvort frávikið bendi til sterkrar eða veikr- ar krónu. Með slíkri nálgun fæst að raungengið var í ágúst um 3% lægra en meðaltal síðasta aldarfjórðungs en það getur varla talist óhóf lega veik króna í núverandi efnahags- ástandi. Vissulega eru grunnstoðir hagkerfisins sterkari í dag heldur en oft áður en til samanburðar má nefna að raungengið var að jafnaði 15% til 30% lægra en fyrrnefnt meðaltalsgildi frá haustinu 2008 til ársloka 2013. Óþol gagnvart frekari gengis- veikingu verður því ekki skrifað á raungengið eitt og sér en þegar það er sett í samhengi við nýlega verð- bólguþróun verður heildarmyndin skýrari. Verðbólguáhrifin af veikari krónu hafa þannig reynst þrótt- meiri en gert var ráð fyrir og situr verðbólgan nú í 3,2% sem er þó nokkuð yfir 2,5% markmiði Seðla- bankans. Verðbólguspá bankans til loka þessa árs var einnig færð upp um 0,6% prósentustig í ágúst á meðan sögulega lágir vextir eru að valda snörpum hækkunum á hús- næðisverði. Óþol Seðlabankans gagnvart frekari gengisveikingu er því birtingarmynd af áhyggjum hans af verðbólguþróuninni. Opinská orðræðuinngrip ásamt kerfisbundnum inngripum á gjald- eyrismarkaði til að leggjast gegn skammtíma- og langtímasveiflum sýna því að krónan er stýritækið sem Seðlabankinn hyggst beita til að kveða niður verðbólguþrýst- inginn. Til að þessi stefna sé trú- verðug þarf að fylgja henni eftir af krafti og koma í veg fyrir að gengið veikist frekar frá þeim gildum þar sem línan var dregin í sandinn. Ótímabærar vaxtahækkanir gætu annars þurft að líta dagsins ljós ef eftirfylgnin er af hálfum huga og verðbólgan reynist þrálát yfir mark- miði. Seðlabankanum er hins vegar ekkert til fyrirstöðu við trúverðuga framkvæmd á þessari stefnu þar sem að tröllvaxinn gjaldeyrisforði bankans styður kröftuglega við hana. Það bendir því allt til þess að veikingarfasa krónunnar sé að mestu lokið á þessari stundu og þegar litið er til næstu ársfjórð- unga eru sviðsmyndirnar auk þess að mestu ósamhverfar og hneigðar til styrkingar. Vandamál hag- kerfisins eru vel þekkt á þessari stundu en viðspyrnan gæti orðið öf lug og þungri byrði þannig létt af krónunni ef þróun bóluefnis við COVID-19 kemst yfir marklínuna á komandi ári líkt og væntingar eru um. Lína í sandinn  Konráð Guð- jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ekki heil brú í brúarlánum  Birgir Haraldsson sérfræðingur hjá Akta sjóðum ✿ COVID-19 og lánaúrræði milljarðar króna 1. Breyting á afkomu ríkissjóðs frá fjárlögum 2020 til nýsamþykktrar fjármálastefnu. 2. Samkvæmt Hagvísum Seðlabankans og spá um landsframleiðslu 2020. Heimild: Hagstofa Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabanki Íslands Lánaúrræði fyrirtækja Samhengi hlutanna Lán veitt Brúarlán Stuðningslán Heildaráhrif COVID-19 á ríksissjóð1 Skuldir fyrirtækja2 Brúarlán veitt Óráðstafað m.v. áætlun 120 2.700 2.600 300 200 100 100 80 60 40 20 1 (1%) 4 (14%)79(99%) 300 2.545 124(86%)Lítið hefur farið fyrir brúarlán-unum sem stjórnvöld kynntu síðastliðið vor. Aðeins hefur verið veitt eitt lán og rúmlega 1% verið lánað út af þeim 80 millj- örðum króna sem áætlaðir voru í úrræðið. Ekki er hægt að segja annað en að úrræðið sé agnarsmátt í öllu samhengi hlutanna. Mögulega er staðan einfaldlega sú að fleiri fyrirtæki ná að koma sér yfir erfiðasta hjallann með öðrum leiðum. Engu að síður eru dæmi um fyrirtæki sem hefðu getað nýtt sér lánin en gátu það ekki, m.a. vegna þröngra skilyrða. Sú skýring er áhugaverð í ljósi þess að stuðningslán, sem eru ekki háð eins ströngum skilyrðum og bera meiri ríkisábyrgð, hafa verið greidd út í mun meira mæli. Það er viðbúið að sumar aðgerðir stjórnvalda hafi ekki virkað sem skyldi þegar rennt var blint í sjóinn, en það er jafn eðlilegt að lagfæra þær aðgerðir um leið og agnúar blasa við. Klukkan tifar hratt þegar atvinnuleysi vex og fjárfesting fer dvínandi. Ekki er hægt að segja annað en að úrræðið sé agnarsmátt í öllu samhengi hlutanna. Til Arion banka Gunnar Örn Erlings- son hefur verið ráðinn til mark- aðsviðskipta Arion banka þar sem hann mun starfa við skuldabréfamiðlun. Gunnar Örn kemur frá Kviku banka þar sem hann starfaði í eigin við- skiptum frá 2012. Þar sá hann um stöðutöku og viðskiptavakt með innlend verðbréf. Áður starfaði Gunnar Örn hjá Íslandsbanka, fyrst sem sérfræðingur á afleiðuborði og síðar í fjárstýringu. Hann hóf störf hjá markaðsviðskiptum Arion banka í gær. Bjarnargreiði Benedikt Jóhannes- son, fyrrverandi formaður Við- reisnar, sýnir þrautseigju með því að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í komandi kosningum. Hann féll jú af þingi eftir að hafa verið í einungis átta mánuði sem fjármálaráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Bene- dikt að barist yrði fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Rétt eins og það væri ný hugmynd sem vænleg væri til árangurs í kosn- ingum og væri jafnvel aðgöngumiði að farsælu ríkisstjórnarsamstarfi. Sambandið glímir við djúpstæðan vanda í einhverri verstu heims- kreppu í hundrað ár. Það liggur í augum uppi að innganga í sam- bandið nú væri bjarnargreiði. Skilja seint Félagar í Stjórnar- skrárfélaginu með Katrínu Odds- dóttur í stafni, sýna sitt rétta andlit með mis- lukkuðum auglýs- ingum. Félagsskapurinn stendur nú að mislukkuðu mynd- bandi þar sem birtist vinstrivaðall um að útgerðir snuði Íslendinga um skattgreiðslur. Betra væri að merg- sjúga þær og þá bíði okkar glæst framtíð og Eurovision-sigrar. Út- gerðin, sem nýtur ekki ríkisstyrkja ólíkt því sem tíðkast víða erlendis, er eina stóra útflutningsgreinin á Íslandi sem stendur í lappirnar í COVID-19. Að veitast að henni með þessum hætti mun draga verulega úr lífsgæðum landsmanna og get- unni til að standa undir opinberri þjónustu. Það munu vinir Stjórnar- skrárfélagsins seint skilja. 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.