Fréttablaðið - 16.09.2020, Side 44
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar
eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. september 2020, virðis-
aukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. september 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið
hafa í eindaga til og með 15. september 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisauka-
skatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi,
bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum,
skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr
ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðs-
leyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatrygg-
ingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan
fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sér-
stakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og
öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er
allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt,
áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara,
þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án
frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun
fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá
dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2020
Íbúð til langtímaleigu í Mánatúni 1
Til leigu ný íbúð á 3ju hæð í Mánatúni 1- 105 Reykjavík.
Íbúðin er 3ja herbergja 116 m2 með góðum suð-vestur
svölum. Íbúðin leigist með ísskáp, uppþvottavél, þvottavél
og þurrkara. Góð geymsla og stæði í bílageymslu. Leigu-
verð 290.000 - innifalið er hiti og greiðsla í hússjóð.
Vinsamlegast hafið samband með því að senda tölvupóst
á netfangið buxusehf@gmail.com
Nýi Skerjafjörður
Fjölgun íbúða, staðsetning nýs skóla, breytt landnotkun
og minnkað umfang landfyllingar í Skerjafirði
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 2. júlí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Tillögunni fylgir
umhverfisskýrsla, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingartillagan nær til
landsvæðis vestan núverandi íbúðarbyggðar í Skerjafirði og varðar meðal annars breytta landnotkun,
fjölgun íbúða, breytta legu stíga og breytt umfang fyrirhugaðrar landfyllingar. Deiliskipulag 1. áfanga
uppbyggingar á svæðinu er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Tillagan er einnig auglýst
með athugasemdum Skipulagsstofnunar, dagsettar 31. ágúst 2020.
Sérstök búsetuúrræði
Heimildir innan landnotkunarsvæða
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 2. júlí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Markmið
aðalskipulagsbreytingar er að skerpa almennt á landnotkunarheimildum er varða staðsetningu
sértækra búsetuúrræða. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að finna ýmsum sérstökum
búsetuúrræðum stað í landi borgarinnar. Af gefnu tilefni er brýnt að skýra betur heimildir um mögulega
staðsetningu þessara húsnæðislausna innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.
Stefna um íbúðarbyggð
Nýir reitir fyrir íbúðarbyggð og hverfiskjarnar
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 2. júlí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að
skilgreindar eru heimildir um fjölda íbúða á nokkrum nýjum og eldri byggingarreitum auk skilgreiningar
nýrra hverfiskjarna. Breytingartillögur ná til eftirfarandi svæða: Arnarbakki í Neðra-Breiðholti; Eddufell-
Völvufell-Suðurfell í Efra-Breiðholti; Rangársel í Seljahverfi; reits á mörkum Háaleitisbrautar og
Miklubrautar í Háaleitis- og Bústaðahverfi; reits á mörkum Grensásvegar og Bústaðavegar í Háaleitis-
og Bústaðahverfi; reits við Vindás og Brekknaás í Seláshverfi.
Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Tillögurnar eru einnig til sýnis á
Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b . Tillögurnar má nálgast á reykjavik.is og adalskipulag.is. Eru þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við tillögurnar skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið
skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 28. október 2020. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir
innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Skrifstofa bo garstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Bo garverkfræðingur
Bo garverkfræðingur
Hagdeild
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Tillögur að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Lesa bara FBL
63%
FBL OG MBL
26%
Lesa bara MBL
11%
Með því að auglýsa í
Atvinnublaðinu nær þitt
fyrirtæki til 89% lesenda
dagblaða* á höfuð-
borgarsvæðinu.
8 SMÁAUGLÝSINGAR 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R