Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 2
Veður
Suðvestlæg eða breytileg átt,
lægir víða, og gengur í norðaustan
10-18 og úrkomumeira norðvestan
til seinnipartinn. Hiti 1 til 8 stig að
deginum, hlýjast syðst.
SJÁ SÍÐU 16
Blásið á vindinn
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu í gær var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það kom því spánskt fyrir sjónir að sjá unga gutta bjóða haustvindinum
birginn í Tívolíinu sem við Fífuna. Þeir góluðu af gleði og virtist sama hvort stríðir vindar blésu með hagléli og skúrum eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
opið
alla daga
kl. 12 – 20
KÓPAVOGUR „Hann Leó hefur alveg
ofboðslega mikið fyrir hverjum og
einum þjófnaði því hann þarf að
bakka inn um gluggann og draga
þetta dót inn á heimilið,“ segir
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir,
bæjarfulltrúi í Kópavogi, en köttur-
inn hennar hefur stundað að koma
óumbeðinn með sundgleraugu og
leikföng sem lítil börn nota í heitum
pottum.
Það sem er merkilegt við þjófnað
Leós er að Theodóra og eiginmaður
hennar eru með heitan pott hjá sér
og þar er fullt af leikföngum fyrir
barnabörnin þeirra. En Leó vill
ekki sjá þau heldur vill hann annað.
Og ekki eru sundgleraugun úr Sala-
lauginni enda er hún töluverðan
spotta frá heimili Theodóru.
„Ég er með GPS á honum og sé
hvert hann fer en ekki hvað hann
er að gera. Mér finnst eins og þetta
sé úr sama leikfangasettinu þó að
hann komi alltaf bara inn með eitt
í einu. Við erum með leikföng sem
hann ætti alveg að geta leikið sér
með – sem barnabörnin eiga. En
hann hefur bara engan áhuga á því
og dregur björg í bú,“ segir Theodóra
og getur ekki annað en hlegið.
Theodóra brá á það ráð að aug-
lýsa athæfi kattarins á fésbókar-
síðu hverfisins þar sem hún lýsti
raunum sínum og lofaði að koma
gleraugunum og leikföngunum til
eigenda sinna. Þegar Fréttablaðið
náði í skottið á henni hafði enginn
enn gefið sig fram.
„Þetta eru ein blá sundgleraugu og
tvenn bleik og mér finnst þau nýleg.
Þannig að ég held að einhver sakni
þeirra.“
Theodóra viðurkennir að þrátt
fyrir allt sé Leó stórskemmtilegur
köttur og frábær karakter, þó að hún
sé ekki ánægð með þessa iðju hans
að stela af börnum.
„Leó er alveg magnaður. Hann
leikur sér með dót og hefur gaman af
því að elta bolta og hlaupa um húsið
með alls konar uppi í sér. Hann ólst
upp með hundum, þó að það sé
aðeins einn eftir núna, en hann
hefur alltaf leikið sér með hundum,“
segir Theodóra Sigurlaug Þorsteins-
dóttir. benediktboas@frettabladid.is
Þjófaköttur í Kópavogi
stelur sundgleraugum
Kötturinn Leó hefur verið að bera inn alls kyns leikföng og sundgleraugu úr
nálægum húsum til eigandans, bæjarfulltrúans Theodóru S. Þorsteinsdóttur í
Kópavogi. Theodóra vill koma ránsfeng þjófakattarins aftur til eigendanna.
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir er í sóttkví og þó að það sé ekkert sér-
lega skemmtilegt hafa uppátæki Leós aðeins létt lundina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hér sést úrval þýfis kattarins Leós.
UMHVERFISMÁL Um 33 hektara
svæði votlendis hefur verið endur-
heimt á jörðinni Gottorp við Hópið
í Húnaþingi vestra. Með því var
stöðvuð losun 660 tonna af gróður-
húsalofttegundum á ári.
Endurheimt stendur til á þremur
jörðum á Vestfjörðum, Kirkjubóli
þar sem undir eru 26 hektarar og á
Horni og Skógum í Mosdal þar sem
undir eru rúmlega 30 hektarar til
endurheimtar. Einar Bárðarson,
framkvæmdastjóri Votlendissjóðs,
segir besta tímann til endurheimtar
á votlendi vera að vori eða hausti.
„Við hefðum viljað fara í endur-
heimt í vor en það var snjór í skurð-
um alveg þangað til varptíminn tók
við svo við gátum ekki komist í þau
verkefni. Nú reynum við að f lýta
okkur áður en það fer að snjóa aftur
á Vestfjörðum,“ segir Einar.
Í fyrra endurheimti Votlendis-
sjóður samtals 72 hektara af vot-
lendi á fjórum jörðum. Það jafn-
gildir stöðvun á losun 1.440 tonna
af gróðurhúsalofttegundum á ári.
Votlendissjóður hefur að mark-
miði að fá fyrirtæki, félagasamtök
og einstaklinga til að fjármagna
endurheimt hluta þess votlendis
sem þegar hefur verið raskað.
„Fyrirtæki kolefnisjafna sig af
fúsum og frjálsum vilja og það er
alveg ótrúlegt hvað það er enn þá
ofarlega á dagskrá hjá fyrirtækjum
þrátt fyrir að árið hafi verið eitt stórt
óvissuástand,“ segir Einar. Allir þurfi
að minnka notkun. „Og kolefnisjafni
svo það sem eftir situr, annað hvort
með endurheimt votlendis eða skóg-
rækt. Þannig taka menn fulla ábyrgð
á sínu kolefnisspori.“ – bdj
Ná votlendi til
baka og stöðva
losun 660 tonna
Einar Bárðarson,
framkvæmda-
stjóri Votlendis-
sjóðs
PENINGAR Gengi hlutabréfa í stærsta
banka Evrópu, HSBC, hefur ekki
verið lægra síðan 1995 eftir að fjöl-
miðlar um allan heim fóru að birta
svarta skýrslu sem sýnir að bankinn
ásamt öðrum stórum bönkum hafi
stundað umfangsmikið peninga-
þvætti fyrir glæpastarfsemi.
Talað er um tvo trilljarða dollara
og að brotin hafi átt sér stað síðan
um aldamótin. Skjölin eru kölluð
FinCEN skjölin og eyddu fjölmiðlar
frá 88 löndum um sextán mánuðum
í að undirbúa fréttina. – bb
Aðstoðuðu við
glæpastarfsemi
HSBC- bankinn í London. MYND/GETTY
2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð