Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 6
Fáðu faglega aðstoð lyafræðings
Komdu eða pantaðu tíma í síma
515 5500 eða sendu póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Þekkirðu lyn þín?
LYFSALINN VESTURLANDSVEGI
OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500
vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
LYFSALINN GLÆSIBÆ
OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Álfheimum 74 104 Reykjavík
Sími 517 5500
lyfsalinn@lyfsalinn.is
og þér líður betur
www.lyfsalinn.is
Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir segir ekki stætt að bjóða börnum upp á húsnæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
REYKJAVÍK „Í Kópavogi var Kársnes-
skóli rifinn vegna myglu og raka-
skemmda. Ég tel að það þurfi að gera
hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“
segir Valgerður Sigurðardóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisf lokks-
ins, um húsnæði Fossvogsskóla.
Umfangsmik lar framk væmdir
hafa verið í skólanum síðasta ár, nú
síðast í sumar, til að uppræta myglu.
Nú er beðið eftir lokaúttektar-
skýrslu verkfræðistofunnar Verk-
ís vegna framkvæmdanna í sumar.
Valgerður sendi inn fyrirspurn
til skóla- og frístundaráðs um hvort
mygla sem fannst við skoðun á hús-
næði skólans í sumar hefði verið
send til greiningar. „Það finnst alls
staðar mygla. Ef það kemur fram í
skýrslunni þá er það eins og við var
að búast. Ég vil fá að vita hvernig
mygla fannst, það er það sem skiptir
máli,“ segir Valgerður. „Ef þau sýni
sem voru tekin voru ekki send til
greiningar til Náttúrufræðistofn-
unar Íslands, líkt og gert var fyrst
þegar myglan fannst, þá finnst mér
það verulega ámælisvert.“
Dóttir Jónínu Sigurðardóttur er
nemandi við skólann. Jónína segir
að dóttir hennar hafi fundið fyrir
miklum einkennum myglu nú í
haust. Hún finni fyrir einkennum
víða, til dæmis í verslunum. „Ég hef
miklar áhyggjur af heilsu hennar til
framtíðar,“ segir Jónína.
„Þetta tekur rosalega á mann
sem foreldri, mér ber lagaleg skylda
til að senda hana í umhverfi sem
er heilsuspillandi fyrir hana. Það
leggst mjög þungt á sálina.“
Jónína segir að illa hafi gengið að
fá svör frá skólanum. „Það vill eng-
inn svara hvað var gert eða neitt í
þá veruna.“
Valgerður segir það vekja furðu
að niðurstöðurnar hafi ekki legið
fyrir þegar skólastarfið hófst í
ágúst. „Eftir því sem ég hef heyrt þá
komu niðurstöður úr rannsóknum
um miðjan júní. Ég kallaði eftir
þeim um miðjan ágúst og hef ekki
fengið þær ennþá,“ segir Valgerður.
„Tveimur dögum eftir að börnin
byrjuðu í skólanum var aftur farið
á stúfana og aftur farið að leita. Þá
fannst mygla inni á salerni þrátt
fyrir allar þær endurbætur sem
var búið að ráðast í.“ Telur hún
nýtt húsnæði vera lausnina. „Ég
hef heyrt það frá verkfræðingum
að það hafi verið meiriháttar vandi
með hús á þessu svæði sem eru með
kjallara. Skólinn var ekki byggður
samkvæmt þeim stöðlum sem við
notum í dag.“
Borgaryfirvöld hafa til þessa
verið öll að vilja gerð til að leysa
málið í samráði við foreldra. Því
var ráðist í endurbæturnar vorið
2019 og svo aftur í sumar. Val-
gerður segir að ekki sé hægt að
skauta fram hjá því að börn verði
veik í húsnæðinu. „Þetta eru frísk
börn þegar þau eru ekki í skólan-
um. Miðað við allt sem á undan er
gengið þá ættu öll viðvörunarljós
að blikka.“ arib@frettabladid.is
Vill reisa nýjan Fossvogsskóla
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að rífa þurfi húsnæði Fossvogsskóla og byggja nýtt. Foreldri
nemanda sem finnur fyrir einkennum myglu segir það leggjast þungt á sálina að senda barnið í skólann.
Ég hef miklar
áhyggjur af heilsu
hennar til framtíðar
Jónína Sigurðardóttir, móðir
nemanda í Fossvogsskóla
DÓMSMÁL Sautján ára drengur var
í gær dæmdur í tíu mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að hafa
stungið jafnaldra sinn í öxl og kvið
á göngustíg í Breiðholti í apríl.
Fram kom í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur að rót átakanna hefði
verið lang varandi úlfúð milli
tveggja hverfahópa. Átökin hafi
„farið algjörlega úr böndunum
umræddan dag“ eins og segir í
dóminum. Sannað þótti að sá sem
varð fyrir atlögunni og fékk við það
lífshættulegan áverka á lifur hefði
verið með hamar í hendi í átök-
unum. Dómurinn sagði piltinn
með hnífinn þó ekki geta borið við
neyðarvörn því hnífurinn væri mun
hættulegra vopn en hamar.
„Stunga í kvið með hnífi er ávallt
lífsógnandi. Ákærði var hins vegar
ungur að árum og að verjast árás
brotaþola í hópi ungra drengja.
Verður því að telja varhugavert að
slá því föstu að ákærða hafi verið
ljóst á verknaðarstundu að lang-
líklegast væri að brotaþoli myndi
hljóta bana af stungunni,“ segir í
dóminum og var drengurinn því
ekki sakfelldur fyrir manndrápstil-
raun heldur hættulega líkamsrárás.
„Þá er til þess að líta að ákærði og
brotaþoli ræddu saman í þinghaldi
undir aðalmeðferð málsins, að við-
stöddum aðstandendum sínum
og dómara í málinu, og ákváðu að
slíðra sverðin þannig að ekki kæmi
til frekari átaka milli þeirra eða
þessara drengjahópa. Með hliðsjón
af öllu þessu er refsing ákærða hæfi-
lega ákveðin fangelsi í tíu mánuði,
sem fært þykir að skilorðsbinda,“
segir í dóminum. Kveðið var á um að
sá dæmdi greiði fórnarlambinu 900
þúsund krónur í miskabætur, lög-
manni sínum 2,8 milljónir króna og
réttargæslumanni þess sem stung-
inn var 958 þúsund krónur. – gar
Sautján ára dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga jafnaldra sinn með hnífi
Hnífi var beitt í átökum sem áttu sér
rót í erjum hverfahópa.
Alexander Kristjánsson hjá RVK
Hair. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
COVID-19 „Það hefur verið mjög
mikið að gera á hárgreiðslustofunni
minni og ég heyri það sama frá
kollegum mínum,“ segir Alexander
Kristjánsson hjá RVK Hair.
„Það koma alveg jafnmargir í
klippingu og áður. Eina breytingin
er sú að við þurfum að huga vel að
sóttvörnum, setja upp grímur í
vinnunni og spritta okkur,“ segir
Alexander. Ástandið sé skringilegt.
„Á meðan sumir geirar finna ekki
fyrir neinum samdrætti að ráði þá
eru aðrir geirar rjúkandi rúst. Mér
finnst að í slíkum aðstæðum verði
samfélagið að standa saman og
þeim sem eiga þess kost að geta lagt
eitthvað af mörkum eigi að gefa
til baka. Við eigum að láta gott af
okkur leiða og það þarf ekki að vera
stórt,“ segir Alexander.
Sjálfur ætli að hann að gefa heilli
f jölskyldu ókeypis klippingu í
hverjum mánuði og vill endilega
að fólk hafi samband við sig. Hann
leggur áherslu á að engin nöfn verði
birt né gjöfin auglýst frekar. „Mig
langar til að skora á aðra sem eru
aflögufærir að gera slíkt hið sama.
Þessi vetur verður strembinn fyrir
marga en við komumst í gegnum
hann saman.“ – bþ
Saman í gegn
um veturinn
Þessi vetur verður
strembinn fyrir
marga en við komumst í
gegnum hann saman.
Alexander Kristjánsson
2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð