Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 33
ÉG GERÐI ÓVART TEXTA VIÐ ALLA 9. SINFÓNÍUNA, ÞANNIG AÐ ÞEIR KAFLAR ERU TIL OG GETA GEYMST TIL NÆSTU ALDAR.Við erum að þróa þennan leik og end-urbættum ýmislegt frá því í fyrra. Erum núna með áheyr-endur í sal, það gefur aukakikk og við Björg stöndum þéttar saman. Svo breyttum við þrautum og reynum að skrúfa upp í fjörinu,“ segir Bragi Valdimar Skúla- son þegar haft er orð á að þátturinn Kappsmál hafi farið af stað með trukki, þetta haustið. Þegar hafa þrettán þættir verið teknir upp, það var gert í júní. Þeir fjalla um íslenskt mál og Bragi Valdimar segir hvern sem er geta tekið þátt. „Helstu prófessor- arnir gata alveg jafn mikið og hinir sem halda að þeir kunni ekkert í íslensku en brillera í svona þætti. Getan snýst ekki bara um kunnáttu, það hjálpar að vera fljótur að hugsa en það er innbyggt í okkur að nota þetta blessaða tungumál.“ En ætlar Bragi Valdimar að gefa nýyrðin sem verða til í þáttunum út í sérstakri orðabók, eða kannski nota þau við yrkingar? Það er góð hugmynd að safna nýyrðunum saman. Mörg þeirra eru vel nothæf, tungumálið er stöðugt að verða til og það er líka gaman að draga fram orð sem hafa ekki verið notuð í mörg hundruð ár. Þátturinn snýst aðallega um að leika sér að málinu en minna um reglur, boð og bönn.“ Bragi Valdimar virðist f ljótur að hugsa þegar hann er að meta hvort orð sem þátttakendur búa til séu tæk eða ekki. Hann kveðst ekki vera einn í ráðum. „Það er fullt af fólki bak við tjöldin f lettandi orðabókum og -söfnum og talandi í eyrun á okkur stanslaust svo við fáum ágætis hjálp en alltaf er maður skíthræddur um að hafa klúðrað einhverju þegar þættinum lýkur – og yfirleitt gerir maður það.“ Orti alltof mikið Bragi Valdimar er einn þeirra Íslendinga sem yrkja eftir hefð- bundnum bragarháttum. Úr hans smiðju er nýtt ljóð, Gleðisöngurinn, sem risakór íslenskra ungmenna frumf lutti í Hörpu á afmælistón- leikum Beethovens fyrir skemmstu, við lokakaflann í 9. sinfóníunni. „Textinn var pantaður. Maður er alltaf að hnoða einhverju saman,“ segir skáldið hógvært – og bætir við: „Ég gerði óvart texta við alla 9. sin- fóníuna, þannig að þeir kaflar eru til og geta geymst til næstu aldar.“ Þá vitum við það. Skyldi hann hafa verið hagmælt barn? „Nei, alls ekki. Ég bara lærði þetta með tíð og tíma, þetta er nokkuð sem þarf að æfa upp. Ákveðin iðn. Maður ætti kannski bara að skrá sig í Iðngreinasambandið. Það er alltaf einhver eftirspurn eftir hag- yrðingum.“ Tvöfaldur vínyll í ofninum Svo eru það Baggalútsfréttirnar. „Við erum að gefa út plötu í haust. Reyndar ekki með eigin textum heldur eftir vesturíslenska skáldið Káin. Þegar ekki er hægt að halda tónleika, þá verður bara að gefa út plötur. Þessi er alveg eftir bókinni, tvöföld vínylplata með ljóðum eftir Káin og lögum eftir okkur. Það er sko veisla fram undan.“ Af hverju Káinn? „Við fórum tvær ferðir til Kanada fyrir nokkrum árum. Hittum þar konu sem hét Kristín Hall og var þá að verða 100 ára. Fréttum að hún hefði þekkt Káin, hann hefði verið vinnumaður á bænum hennar og meðal annars samið vísu um hana. Byrjuðum á að gera lag við vísuna Stína litla og færðum henni þetta lag, það varð upphafið að plötunni Sólskinið í Dakota sem kom út 2009. Svo héldum við áfram að gramsa í kvæðakverinu hans Káins og nú eru að koma út þrettán ný lög við ljóð hans. Stína litla varð 106 ára, f lott kona, kom aldrei til Íslands en talaði íslensku. Við erum bæði að hylla Ísland og Vesturheim með plötunni.“ Talið berst að hinum vinsælu jólatónleikum. „Við settum í sölu grunnpakka, tvær helgar, en vitum ekkert hvort við getum haldið þá. Þá fær fólk þá endurgreidda,“ segir Bragi Valdimar. „Stemningin er ekki alveg með tónlistarbrans- anum þessa dagana en við verðum að vona það besta. Fólk þarf alltaf smá gleði.“ Innbyggt í okkur að nota þetta blessaða tungumál Hinn orðhagi Bragi Valdimar Skúlason heldur úti skemmti- þættinum Kappsmáli með Björgu Magnúsdóttur og ásamt félögum í Baggalúti gefur hann út plötu með ljóðum Káins. „Maður ætti kannski bara að skrá sig í Iðngreinasambandið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N S ENDUM FR ÍT T DANSKIR DAGAR AFSLÁTTUR 20% AF ÖLLUM DÖNSKUM VÖRUM* * Gildir ekki af sérpöntunum og einungis af völdum vörum frá Skovby. LOKAVIKAN LÝKUR UM HELGINA DC 3600 Ekta danskur og stílhreinn með mjúku, svörtu, savoy/split leðri. Nettur og sérlega fallegur sófi með háa arma sem gott er að sitja við. 2ja sæta, stærð: 143 x 80 x 80 cm 191.992 kr. 239.990 kr. 3ja sæta, stærð: 202 x 80 x 80 cm 239.992 kr. 299.990 kr. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.