Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 11
Þetta tekur til: ■ sundlauga frá 4. til 18. maí, ■ skemmtistaða, kráa, spilasala og líkamsræktarstöðva frá 4. til 25. maí Allar nánari upplýsingar eru á skatturinn.is Viðbótarlokunarstykir Þeir rekstraraðilar sem gert var að stöðva starfsemi sína frá 4. maí sl. til annars vegar 18. maí og hins vegar 25. maí 2020 vegna sóttvarnaraðgerða geta nú sótt um viðbótarlokunarstyrki. Umsóknarfrestur er til og með 1. október n.k. skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Af leiðingar þess að COVID-19 faraldurinn hefur náð að breiðast út um allan heim eru misjafnar eftir löndum og innan samfélaga. Faraldurinn hefur aug- ljóslega margar neikvæðar birting- armyndir en um leið hefur hann Áhrif COVID-19 faraldursins á friðarhorfur - heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20%AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR PAKKANN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands Í Fréttablaðinu sl. föstudag var sagt frá því að bið eftir leik-skólaplássi væri meiri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Reykja- vík standi verst. Dæmi eru um að börn yfir tveggja ára aldri fái ekki inni á leikskóla. Viðbrögð borgar- stjórans við þessum fréttum er að þetta hafi komið honum á óvart. Þessi viðbrögð borgarstjórans eru ekki þau sem foreldrar búast við í Reykjavík árið 2020. Í nútímasam- félagi er gerð krafa til þess að borgin bjóði öllum börnum upp á að kom- ast í leikskóla. Fyrsta skólastigið Kemur á óvart? virkjað einstaklinga, grasrótar- samtök, fyrirtæki og stjórnvöld til uppbyggilegra aðgerða. Stjórnvöld víða um heim nýta nú tækifærið til þess að efla rannsóknir, nýsköpun og auka á fjárfestingar í grænum lausnum. Í þessari viku er alþjóðlegur dagur friðar. Það kallar á umfjöllun og umræðu um frið. Í núverandi ástandi er afar mikilvægt að halda áfram að ef la rannsóknastarf og nýsköpun og stuðla að upplýstri umræðu, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Árið 2016 tóku Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands höndum saman og stofnuðu vett- vang sem ætlað er að sinna rann- sóknum og fræðslu á sviði friðar- og átakafræða. Á þeim fjórum árum sem síðan eru liðin hefur Höfði friðarsetur byggt upp öfluga starfsemi sem nær til afvopnunar- mála, samningatækni og úrlausnar ágreinings, gildis nýsköpunar fyrir friðaruppbyggingu, rannsókna á tengslum fólksf lutninga við frið og átök og greiningar á áhrifum og umfangi falsfrétta og upplýsinga- fölsunar í samfélagslegri umræðu. Rannsóknaráherslur setursins eru fjölbreyttar en grundvallast engu að síður á áherslu á ólíka gerendur og áhrif þeirra á sjálf bæran frið. Gerendur utan og innan ríkja eru fjölbreyttur hópur og má þar m.a. telja frjáls félagasamtök, fyrirtæki, borgir og fjölmiðla. Þessir gerendur geta bæði stutt við frið og spillt honum. Á tímum sem þessum er afar mikilvægt að horfa til ólíkra hópa í samfélaginu þegar kemur að því að meta friðarhorfur næstu missera. Áhrifa- og óvissuþættirnir hafa því sjaldan verið jafn margir og nú. Októbermánuður hefur undan- farin ár verið helgaður umræðu um frið og hefur Höfði friðarsetur staðið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu 10. október ár hvert þar sem sjón- um er beint að hlutverki almennra borgara og ólíkra hópa samfélags- ins við að stuðla að eða grafa undan sjálf bærum friði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á kynjaðar afleið- ingar átaka og mikilvægi aðkomu kvenna, ungs fólks og minnihluta- hópa að friðaruppbyggingu. Vegna aðstæðna í ár verður ekki haldin opin ráðstefna, en í staðinn verður boðið upp á vikulanga rafræna dag- skrá á vefsíðu Höfða friðarseturs, fridarsetur.is. Við hvetjum almenn- ing til virkrar þátttöku í mikilvægri umræðu um hvernig við sem sam- félag getum lagt okkar af mörkum í þágu friðar. Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokks- ins í Reykjavík er mikilvægt. Um það erum við öll sammála. Sú krafa að allir eigi rétt á að komast í skóla á við um leikskól- ann, ekkert síður en grunnskólann. Eitt af stóru kosningaloforðum borgarstjóra fyrir síðustu kosn- ingar var að öll 12 mánaða börn fengju leikskólapláss. Nú eru liðin meira en tvö ár frá kosningum. Það eru nokkuð margir vinnudagar. Á þessum tveimur árum hefur ástandið á vinnumarkaðnum gjör- breyst og ætti mönnun því að vera auðveldari en ætlað var. Mönnun sem var vissulega erfið þegar upp- sveif lan var sem mest ætti því að vera mun auðveldari nú. Áætlanir sem gerðar voru af borgarstjóra 2018 ættu því að standast. Þörfin fyrir leikskólarými lá fyrir og liðin eru meira en tvö ár til undir- búnings. Hann hefur þó lofað því að útrýma biðlistunum í leikskól- unum í Reykjavík frá síðustu alda- mótum eða frá árinu 2002. Meiri- hluta þess tíma hefur hann sjálfur verið við stjórn borgarinnar. Verk- efnið ætti því ekki að koma honum á óvart. Á meðan börn í Reykjavík sem eru tveggja ára gömul fá ekki leikskólapláss eru loforð Samfylk- ingarinnar um að 12 mánaða börn komist inn ekki pappírsins virði. Reykvíkingar borga hærra útsvar af launum sínum en þeir sem búa í nágrannasveitarfélögunum. Það er grundvallarkrafa að hér sé þjón- ustan í lagi. Og að hún standi öllum börnum til boða. Sú krafa ætti ekki að koma neinum á óvart. Í nútímasamfélagi er gerð krafa til þess að borgin bjóði öllum börnum upp á að komast í leikskóla. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.