Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 4
Við erum í lykil-
stöðu og reynum
því að vanda okkur.
Gauti Jóhannesson,
oddviti Sjálfstæðismanna
Þess vegna skiptir
máli að lögreglan sé
með skýrar refsiheimildir
þegar hún leitar til þessara
fyrirtækja.
María Rún
Bjarnadóttir,
lögfræðingur
300
manns starfa nú hjá Seðla-
banka Íslands.
LÖGREGLUMÁL Samkvæmt nýju
frumvarpi Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra
getur sá sem dreifir nektarmyndum
eða myndböndum af öðrum í leyfis-
leysi átt yfir höfði sér fjögurra ára
fangelsi sé það gert af ásetningi en
tveggja ára ef það er af gáleysi.
Samkvæmt Maríu Rún Bjarna-
dóttur lögfræðingi sem kom að
gerð frumvarpsins er því ætlað að
styrkja lagalegan rétt þeirra sem
verða fyrir að brotum á kynferðis-
legri friðhelgi. Til þessa hafi sum
mál fallið undir núverandi löggjöf
um blygðunarsemi, önnur undir
kynferðislega áreitni en of mörg
hafi fallið milli skips og bryggju.
Miðað við frumvarpið er ekki
aðeins sá sem upphaf lega dreifði
mynd eða efni ábyrgur heldur
einnig aðrir sem kunna að dreifa
því áfram. Geta því margir óskyldir
aðilar verið brotlegir gagnvart sömu
manneskju. Ásetningurinn skiptir
líka miklu máli, það er hvort við-
komandi dreifi efni vísvitandi til
ákveðinna aðila til að valda skaða.
„Ég man eftir máli þar sem verið
var að senda myndir á vinnuveit-
anda, foreldra og fleiri nákomna til
þess að valda sem mestu tjóni,“ segir
María. „Það mál fékk ekki mikinn
framgang í réttarkerfinu en þetta
frumvarp myndi breyta því.“
Undir gáleysi getur fallið að sá
sem send er nektar- eða kynlífs-
mynd áframsendi án þess að athuga
hvort samþykki þeirra sem hún
sýni liggi fyrir.
Annað sem hin nýja löggjöf mun
taka á er hótun um dreifingu. En
algengt er að þeir sem komist á ein-
hvern hátt yfir nektarmyndir eða
myndbönd kúgi viðkomandi með
því að hóta að senda hana áfram.
Fari þá fram á að þolandinn sendi
fleiri myndir, borgi peninga, geri sér
kynlífsgreiða eða eitthvað annað
sem hann myndi annars ekki gera.
„Stundum eru hótanirnar notað-
ar eingöngu til að brjóta fólk niður,“
segir María. „Hin stafræna bylting
hefur fært okkur margt gott en hún
hefur einnig fært fólki tækifæri til
að valda mun meiri skaða en áður.“
Einnig er tekið á fölsunum, sem
minna hefur verið rætt um en er
vaxandi vandamál. María segir að
samhengið skipti öllu máli og að
undir þetta heyri ekki samsettar
myndir sem augljóslega séu grín.
En nokkrar stúlkur hafi leitað til
hennar vegna falsana.
„Þær hafa sett bikinímynd á
Instagram en einhver þarna úti
afritað hana, notað Photoshop til
að fjarlægja bikiníið, sett myndina
í dreifingu og skrifað við hana að
þær séu að selja kynlíf,“ segir hún.
Algengt er að nektarmyndum sé
dreift af Íslendingum undir dul-
nefnum á erlendum vefsíðum.
María segir að sönnunarbyrðin
geti áfram verið erfið og gagnaöflun
f lókin. En miðlar, sérstaklega þeir
stóru, hafi tekið sér tak og orðið
mjög samstarfsfúsir við lögreglu-
yfirvöld í viðkomandi landi. „Þess
vegna skiptir máli að lögreglan sé
með skýrar refsiheimildir þegar
hún leitar til þessara fyrirtækja.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Varði langri fangelsisvist að
falsa og dreifa nektarmyndum
Verði nýtt frumvarp um kynferðislega friðhelgi að veruleika geta þeir sem á henni brjóta átt von á allt að
fjögurra ára fangelsisvist. Lögfræðingur sem kom að gerð frumvarpsins segir algengt að bikinímyndum
af Instagram sé breytt með Photoshop-forritinu til þess að láta þær líta út fyrir að vera nektarmyndir.
Algengt er að gerendur noti nektarmyndir eða myndbönd til þess að kúga fólk til að lúta vilja sínum. MYND/GETTY
AUSTURLAND Formlegar meiri-
hlutaþreifingar voru ekki hafnar í
gær er Fréttablaðið ræddi við Gauta
Jóhannesson, oddvita Sjálfstæðis-
manna í nýstofnuðu sveitarfélagi á
Austurlandi. Flokkurinn hlaut fjóra
fulltrúa af ellefu.
„Við erum í lykilstöðu og reynum
því að vanda okkur,“ segir Gauti,
sem er nú sveitarstjóri á Djúpavogi.
Sjálfstæðismenn hlutu rúmlega
29 prósent atkvæða í kosning-
unum á laugardag. Austurlistinn
hlaut 27 prósent og þrjá fulltrúa,
Framsóknarmenn 19 prósent og
tvo, VG þrettán prósent og einn og
Miðflokkur ellefu prósent og einn
fulltrúa. VG vantaði 27 atkvæði til
að ná inn öðrum fulltrúa á kostnað
Sjálfstæðismanna.
Framsóknarmenn og Austurlista-
fólk hafa sagst tilbúið í samstarf
við Sjálfstæðisflokk. Býst Gauti við
tveggja flokka meirihluta.
Fyrir kosningarnar höfðu odd-
vitar bæði Sjálfstæðisf lokks og
Framsóknarflokks lýst sig fylgjandi
heitinu Múlaþing, sem varð ofan á
í sérstakri kosningu samfara for-
setakosningum í sumar. Þessir tveir
f lokkar hafa meirihluta fulltrúa og
verður nafngiftin því vísast staðfest.
Enn á eftir að hanna merki sveit-
arfélagsins. „Það eru ábyggilega
einhverjir komnir með hugmyndir
í kollinn,“ segir Gauti – khg
Oddviti Sjálfstæðisflokks reiknar með tveggja flokka meirihluta
BJÓÐUM UPP Á
35” - 40” BREYTINGARPAKKA
FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND
EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL
AFHENDINGAR STRAX
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
RAM 3500
BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU
VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK.
9.359.403 KR. M/VSK.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
STJÓRNSÝSLA Seðlabankinn hefur
tekið á leigu húsnæði á Hafnar-
torgi, hinum megin við götuna við
núverandi húsnæði, á meðan fram-
kvæmdir standa yfir.
Seðlabankinn sameinaðist Fjár-
málaeftirlitinu um síðustu áramót,
starfa þar nú um 300 starfsmenn. Í
svari bankans við fyrirspurn Frétta-
blaðsins segir að starfsemin hafi að
mestu verið sameinuð í húsnæði
Seðlabankans við Kalkofnsveg 1,
meðal annars með því að brjóta
niður skrifstofuveggi og setja starfs-
menn í opin vinnurými. Er nú unnið
að því að framleigja húsnæði Fjár-
málaeftirlitsins við Katrínartún þar
sem engin þörf er fyrir það lengur.
Hugmyndir voru uppi um að bæta
við hæðum ofan á bankann, fallið
hefur verið frá þeim hugmyndum.
Eru nú hafnar framkvæmdir þar
sem ein hæð í einu í húsnæði
bankans er tekin fyrir, þá verður
húsnæðið uppfært í samræmi við
nýjustu kröfur.
Meðan á framkvæmdir standa
leig ir Seðlabank inn helming
fimmtu hæðar á Kalkofnsvegi 2,
Hafnartorgi. Verður þannig hægt að
samnýta mötuneyti og aðra aðstöðu
í bankanum. Þegar framkvæmdum
er lokið mun Seðlabankahúsið rúma
alla starfsmenn bankans. – ab
Seðlabankinn
flytur starfsemi
yfir götuna
Núverandi húsnæði bankans er
orðið 35 ára og þarf að uppfæra.
2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð