Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Fyrsta með-
ferð er að
meðhöndla
augun með
heitum OcuSci augn-
maska og hreinsa eftir á með
bakteríudrepandi blautklútum eða
froðu frá OCuSOFT.
Meðferð með OcuSci augn-maska og OCuSOFT froðu/hreinsiklútum
er áhrifarík við hvarmabólgu,
VISMED gervitár/-hlaup virka
vel við augnþurrki og ULTRA
MACULAR™ augnvítamín byggir
á nýjustu NIH (National Institute
of Health, USA) rannsókn á þessu
sviði, AREDS 2, sem sýndi fram á
að samsetning andoxunarefna og
fjölvítamína í ULTRA MACULAR™
minnki líkur um allt að 25% á að
augnbotnahrörnun þróist yfir á
lokastig.
Hvarmabólga
Hvarmabólga er líklega algengasti
augnsjúkdómurinn á Íslandi.
Erfitt er að meta hlutfall fólks með
hvarmabólgu, þar sem sjúkdómur-
inn veldur oft vægum einkennum.
Á hinn bóginn getur hann valdið
einkennum sem eru afar óþægileg
og hafa mikil áhrif á daglegt líf.
Hildur Sigursteinsdóttir,
markaðsstjóri heildverslunar-
innar MAGNUS ehf., segir lítið
vitað um ástæður sjúkdómsins,
en að talið sé að um ofnæmi fyrir
bakteríum sem við erum öll með á
hvörmunum sé að ræða. Hvarma-
bólga getur meðal annars valdið
augnloksþrymlum (chalazion)
sem í börnum kemur oft fram sem
vogris (stye). Hvort tveggja eru
stíflaðir fitukirtlar sem blása út og
valda oft miklum óþægindum.
„Meðferð við hvarmabólgu er
oftast ekki f lókin en hún krefst
töluverðrar natni og reglusemi.
Fyrsta meðferð og oft sú sem ber
mestan árangur er að meðhöndla
augun með heitum OcuSci augn-
maska og hreinsa eftir á með bakt-
eríudrepandi blaut klútum eða
froðu frá OCuSOFT. Við slæmri
hvarmabólgu má nota OUST
Demodex froðu/blautklúta, sem
innihalda terunnaolíu, en sé hún
ekki eins alvarleg er mælt með Lid
Scrub PLUS blautklútum eða Plat-
inum froðu frá OCuSOFT. Beita
þarf meðferðinni að minnsta kosti
einu sinni á dag,“ segir Hildur.
„Slík meðferð, að hita og
hreinsa, er yfirleitt áhrifarík sé
henni beitt rétt. En það þarf þolin-
mæði því árangurinn kemur ekki
fyrr en eftir tvær til þrjár vikur.“
Einkenni hvarmabólgu:
n Stíflaðir fitukirtlar í augnlokum
n Sviði, „súrnar í augum“
n Flasa í augnhárum og stírur
n Óskýr sjón
n Aðskotahlutartilfinning, pirr-
ingur
n Smá kláði
n Roði í hvörmum og augum
n Óþægindi í augum eftir tölvu-
vinnu, að horft er á sjónvarp eða
lestur
n Bjúgur á hvörmum
Oft er erfitt að greina á milli ein-
kenna hvarmabólgu og þurra
augna en sviði er meira áberandi í
hvarmabólgu en aðskotahlutar-
tilfinning í þurrum augum.
Hildur segir að það
beri að leggja
áherslu á
að
þurr augu og hvarmabólga fylgjast
oft að og þarf því oft að með-
höndla hvort tveggja.
„Hvarmabólga er yfirleitt
fremur góðkynja sjúkdómur en
getur þó í undantekningartil-
vikum valdið augnskaða og jafnvel
varanlegu sjóntapi. Í þeim til-
vikum verður erting frá hvörmum
svo mikil á auganu að slímhimna
augans vex inn á hornhimnu, eða
að hornhimna augans þynnist og
skemmist,“ útskýrir hún.
„Þar sem ofnæmi kemur inn í til-
urð sjúkdómsins á einhverju stigi,
sennilega gegn bakteríum sem
við erum öll með á hvörmunum,
er gagnslítið að bera sýklalyf á þá.
Þessar bakteríur eru alls staðar í
umhverfi okkar og setjast aftur á
hvarmana þegar notkun sýklalyfs-
ins lýkur. Flestar gerðir hvarma-
bólgu eru því ekki vegna sýkingar
og hvarmabólga er því jafnan ekki
smitandi.“
Sum lyf geta stuðlað að hvarma-
bólgu, svo sem sum krabbameins-
lyf og húðþrymlalyfið Roaccutane.
Hvarmabólga er einnig afar algeng
hjá fólki með ýmsa húðsjúkdóma,
svo sem flösuexem og rósroða.
Þurr augu algengt vandamál
Þurr augu eru afar algengt
vandamál. Hildur segir líklegt að
um 15.000 Íslendingar þjáist af
þurrum augum.
„Þurr augu eru sjúkdómur þar
sem augun framleiða ekki nægi-
lega mikið af tárum eða tárin
eru ekki nægilega vel samsett
og gufa upp of f ljótt. Algengasta
einkenni þurra augna er
aðskotahlutartil finning.
Það vekur sérstaka
athygli að eitt megin-
einkenni þurra augna
er aukið
táraflæði og lýsir fólk því oft svo
að þegar það fer út í íslenska rokið
fari tárin að renna niður vangana.
Þessi tár myndast vegna þess að
augað verður auðertanlegt og
viðkvæmt fyrir til dæmis roki
og hita. Þessi tár myndast í stóru
tárakirtlunum fyrir ofan augun og
innihalda meira vatn en venjuleg
tár. Þau renna því niður vangana
en taka ekki þátt í að smyrja augun
eins og venjulegu tárin,“ segir
Hildur.
Hún útskýrir að í mörgum
tilvikum sé um að ræða öldrunar-
áhrif tárakirtlanna þó að yngra
fólk geti líka upplifað þurr augu.
Talið er að um 3/4 fólks 65 ára
og eldra fái þurr augu. Þau eru
algengari hjá konum, sérstak-
lega hjá barnshafandi konum
eða eftir tíðahvörf. Líklega eru
um 3.000 Íslendingar með þurr
augu í tengslum við svokallaðan
Sjögren’s sjúkdóm og/eða gigtar-
sjúkdóma og aðra sjálfsofnæmis-
sjúkdóma og 90% þeirra eru konur.
Fólk með ofnæmi er útsettara fyrir
því að fá einkenni þurra augna auk
þess sem ýmislegt utanaðkomandi
getur valdið eða viðhaldið þurrum
augum, til dæmis ýmis lyf, snerti-
linsur og tölvunotkun að sögn
Hildar.
Oftast er ekki hægt að lækna
þurr augu en unnt er að með-
höndla einkennin. Þekking og
fjöldi meðferðarleiða hefur aukist
mjög á síðustu árum. Yfirleitt
er byrjað á að nota gervitár og
gervitárahlaup eins og VISMED
sem fást án lyfseðils í apótekum.
VISMED gervitár og -hlaup inni-
halda engin rotvarnarefni og eru
til í dropaglasi og einnig í litlum
skammtahylkjum sem má loka á
milli notkunar. Gervitárahlaup er
fyrst og fremst notað fyrir svefn,
en það dugir lengur en venjuleg
Framhald af forsíðu ➛
Hvarmabólgumeðferð
1. Setjið OcuSci augnmaskann í
örbylgjuofn á hæstu stillingu í
20-30 sekúndur.
2. Leggið augnmaskann á lokuð
augun í 3-5 mínútur á dag.
3. Drepa þarf bakteríurnar að
þessu loknu, t.d. með því að
þrífa hvarmana með OcuSoft
klútum eða OcuSoft froðu.
gervitár. Í VISMED vörunum er
hýalúron sýra sem meðal annars
eykur endingu þeirra í augunum.
Það er talið að sumar fitusýrur, þar
á meðal Omega-3 til inntöku, geti
dregið úr einkennum þurra augna.
Helstu einkenni þurra augna:
n Táraflæði
n Óskýr sjón
n Aðskotahlutartilfinning, pirr-
ingur
n Smá kláði
n Sviði
n Óþægindi í augum eftir tölvu-
vinnu, horfa á sjónvarp eða
lestur
n Roði í augum
Vörn gegn augnbotnahrörnun
ULTRA MACULAR™ augnvíta mínið
hægir á framgangi augnbotna-
hrörnunar og er ætlað þeim sem
hafa greinst með sjúkdóminn og
sumum sem eru í fjölskyldum þar
sem sjúkdómurinn er ættgengur.
ULTRA MACULAR™ er eina augn-
vítamínið á markaðnum hérlendis
sem inniheldur öll nauðsynleg
fjölvítamín og steinefni sem fólk
þarf á að halda til viðbótar við sér-
hannaða samsetningu þeirra efna
sem eru fyrirbyggjandi varðandi
framgöngu augnbotnahrörnunar.
Að sögn Hildar, er samsetning
ULTRA MACULAR™ byggð á niður-
stöðum nýjustu rannsókna á þessu
sviði sem nefnast AREDS 2.
„AREDS 2 braut blað í fyrir-
byggjandi meðferðarmöguleikum
þar sem sérstaklega hefur verið lagt
upp úr réttum hlutföllum andox-
unarefna og vítamína til að ná sem
bestum árangri,“ segir Hildur. „Allir
sem þjást af augnbotnahrörnun
ættu að íhuga að taka inn ULTRA
MACULAR™ til að fyrirbyggja
frekari þróun augnbotnahrörnunar
og þar með sjónskerðingu. Einnig er
mikilvægt að fara í reglulegt eftirlit
hjá augnlækni samhliða töku augn-
vítamínsins.“
Aðeins þarf að taka inn tvö
hylki af ULTRA MACULAR™ á dag,
ULTRA MACULAR™ inniheldur
meðal annars lítið sink til að hlífa
meltingarveginum og aðalbláber
sem talin eru styðja við nætursjón
auk fullkominnar samsetningar
fjölvítamína og steinefna í samræmi
við ráðlagða dagskammta (RDS).
Hildur segir marga eiga erfitt með
að gera greinarmun á þeim augn-
vítamínum sem í boði eru á mark-
aðnum í dag. „Það er mikilvægt að
hafa í huga að ULTRA MACULAR™
augnvítamínið er byggt á vísinda-
legum rannsóknum frá hinni
virtu stofnun National Institute of
Health í Bandaríkjunum,“ segir hún.
„Aldursbundin augnbotnahrörnun
er algengasta orsök blindu og sjón-
skerðingar hjá fólki yfir sextugu á
Vesturlöndum og því skiptir miklu
máli að velja rétt þegar kemur
að augnvítamínum. Fyrrnefnd
rannsókn, AREDS 2, sýnir einmitt
fram á að sú sérstaka samsetning
andoxunarefna sem hér um ræðir
minnki líkur um allt að 25%, á að
augnbotnahrörnun þróist yfir á
lokastig.“
Vörurnar fást í öllum helstu apó-
tekum.
Meðferð með OcuSci augnmaska og hreinsun með bakteríudrepandi OCu-
SOFT froðu eða hreinsiklútum er yfirleitt áhrifarík við hvarmabólgu.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R