Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Það er sannarlega undarleg staða en skyndilega snúast forsetakosn- ingar Banda- ríkjanna að miklu leyti um rétt kvenna til þungunar- rofs. Grófarhúsið á að verða lifandi menningar- og samfélags- hús í miðborg Reykjavíkur. Ruth Bader Ginsburg, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, lést síðastliðinn föstudag, 87 ára gömul, 46 dögum fyrir forseta­kosningar í Bandaríkjunum.Ruth hafði þjónað sem dómari við rétt­inn í 27 ár og var önnur konan frá upphafi til að taka sæti við dómstólinn sem samanstendur af níu dómurum, skipuðum af sitjandi Bandaríkjaforseta. Ruth tilheyrði frjálslyndari armi dómstólsins og eiga kynsystur hennar, samkynhneigðir, innflytjendur og fleiri hópar henni mikið að þakka, enda hefur hún greitt atkvæði með mörgum stærstu mannréttinda­ úrbótum sem rétturinn hefur fjallað um. Líklega hefur aldrei verið sótt eins harkalega að jafn­ rétti kynjanna og þessa stundina í landi hinna frjálsu, Bandaríkjunum. Donald Trump, sitjandi forseti, hefur fyrir löngu sannað að virðing fyrir réttindum kvenna, er ekki eitt af hans aðalsmerkjum. Og nú, rétt fyrir kosningar, fær hann óvænt tromp upp í hendurnar – en örvæntingarfullt útspil er einmitt það sem hann þarf til að kreista fram sigur í þarnæsta mánuði. Árið 2016 fékk Trump mikinn meirihluta atkvæða strangkristinna en sá hópur hefur hægt og bítandi fjarlægst forseta sinn á líðandi kjörtímabili. Kannanir hafa undanfarið sýnt að það væri óvarlegt af honum að treysta á að kristnir kjósendur sem studdu hann síðast tryggi honum áframhaldandi veru í Hvíta húsinu. Fjörutíu og sex dögum fyrir kosningar fellur Ruth frá. Konan sem staðið hefur vörð um lögin sem kennd eru við Roe v. Wade og vernda rétt kvenna til fóstur­ eyðinga. Hún hefur þar staðið sem dyggur vörður en nú er raunveruleg hætta á að lögin verði afnumin. Fram undan er val á eftirmanni hinnar alræmdu RBG eða „Notorious RBG“ eins og hún var oft kölluð. Þeir, sem er annt um jafnrétti og almenn mannrétt­ indi, hafa kviðið þeim degi og vonast til að Ginsburg, sem lengi barðist við heilsubrest, lifði fram yfir kosn­ ingar. Þá væri í það minnsta von til þess að í forsetastól væri sestur aðili með þankagang sem hæfði ártalinu, en ekki afturhaldssinninn sem þar hefur ráðið og ríkt. Það er sannarlega undarleg staða en skyndilega snú­ ast forsetakosningar Bandaríkjanna að miklu leyti um rétt kvenna til þungunarrofs. Það gæti skýrst af því að Trump sá sæng sína útbreidda og spilaði út því örvæntingarfulla spili. Þannig á hann góða möguleika á að ná til baka sínum kristnu kjósendum. Forsetinn hefur opinberað lista með 40 nöfnum sem koma til greina í embættið en lofaði því nú um helgina að kona yrði fyrir valinu. Það eru þó nokkrar konur á listanum en það sem allir sem til greina koma eiga þó sameiginlegt er að hver einn og einasti tekur afstöðu á móti réttindum kvenna til þungunarrofs. Að svo mikilvægt réttindamál kvenna, að hafa loka­ vald yfir eigin líkama, skuli enda sem tól í kosninga­ baráttu karls sem margoft hefur sýnt rétti kvenna og konum óvirðingu, er ekki bara þyngra en tárum taki, háalvarlegt og afturhvarf til verri tíma. Heldur er það skýrt og augljóst merki um að lýðræðislegt kerfi eins valdamesta ríkis heims er stórgallað. Og það kemur okkur öllum við. Til fortíðar „Hugsaðu þér stað, þar sem allir eru velkomnir, það kostar ekkert inn… Það eru engar kröfur um atgervi, en þér er meira en velkomið að deila því sem þú hefur… Hér leitarðu athvarfs frá amstri dagsins… Þegar þú gengur út, finnst þér þú tilheyra einhverju stærra, vita og skilja aðeins meira.“ Þessi orð koma úr vinnu við nýja bókasafns­ stefnu sem nú er unnið að í Reykjavík. Borgar­ ráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að fela umhverfis­ og skipulagssviði að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurgerð og stækkun Grófarhúss í Tryggvagötu. Þar eru nú höfuðstöðvar Borgarbókasafnsins, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafn. Grófarhúsið á að verða lifandi menningar­ og samfélagshús í miðborg Reykjavíkur, fjölbreyttur ævintýra­ og fróðleiksheimur fyrir börn og fjöl­ skyldur, og fólk á öllum aldri. Gert er ráð fyrir að endurheimta upprunalegt útlit hússins. Hug­ myndir eru einnig um þakgarð þar sem borgar­ búar geti notið samveru og útsýnis yfir höfnina og Grjótaþorpið. Nokkrar ástæður liggja að baki þessari ákvörð­ un. Ný viðbygging við Grófarhúsið stendur tóm og búist er við að Borgarskjalasafnið muni fljótlega flytjast í nýtt húsnæði. Við það losnar talsvert rými. Það þarf því að hugsa fyrirkomulag hússins upp á nýtt. Fyrirmyndin er þróun bóksafna víða um heim. Bókasöfn eru að verða meiri sam­ komustaður en áður. Oodi­bókasafnið í Helsinki hefur vakið mikla heimsathygli og dregur til sín þúsundir gesta í hverjum mánuði, sama má segja um splunkunýtt Deichmann­bókasafnið við höfn­ ina í Osló. Ekki má gleyma Dokken við höfnina í Árósum. Innanbæjarlest, borgarlína, keyrir í gegnum húsið og á jarðhæð er almenn borgara­ þjónusta. Þar er meðal annars hægt að endurnýja ökuskírteini og vegabréf. Reiknað er með að í nýju Grófarhúsi verði sambærileg borgarþjónusta í boði. Úrslit hönnunarsamkeppninnar eiga að liggja fyrir í maí á næsta ári. Hugsaðu þér stað Fedtmúlaþing Unnið er nú að því að mynda meirihluta í nýja sveitarfélag- inu á Austurlandi. Verður það líklega meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Fyrsta verkefnið verður að velja nafn á sveitarfélagið. Um er að ræða mikið ábyrgðarhlutverk þar sem slík nöfn eiga það til að loða við sveitarfélög, jafnvel í margar aldir. Líklegast verður nafnið Múlaþing fyrir valinu. Vísar það til Fedtmúla, vinar Mikka músar, sem bjó lengi á svæðinu. Ólíklegt er að hið eitursvala nafn Drekabyggð verði valið. Sama á við um nöfnin Mulan, sem vísa á til Austurlanda fjær, og Moulin Rouge. Stoppa, hugsa, athuga Fjölmiðlaf lóran á Íslandi í dag er langt frá því að vera eins- leit, ástandið mun svo skána til muna þegar nýr fjölmiðill frumkvöðlafræðingsins Mar- grétar Friðriksdóttur lítur dagsins ljós eftir nokkrar vikur. Margrét hefur tilkynnt meðlimum Stjórnmála- spjallsins að þar muni loksins birtast alvöru fréttir lausar við „fasísk vinnubrögð“ fjölmiðla sem starfa í dag. Á það væntan- lega einnig við um Útvarp Sögu, Fréttatímann og Skinnu. Leitar hún nú að nafni á nýja miðilinn, má þá stinga upp á „Stoppa, hugsa, athuga“, en það eru uppáhaldsorð fjölmiðla- nefndar. TAX FREE* af förðunarvörum, ilmvötnum og völdum húðvörum * 19,35% verðlækkun Gildir 4. september - 15. október 2020 í verslunum og í netverslun Lyfju Lyfja.is 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.