Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 12
Ég held að baráttan inni í vítateig liðanna í föstum leikatrið­ um muni ráða miklu um úrslit leiksins í kvöld. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården og íslenska lands- liðsins Við verðum að þora að halda í boltann þegar við vinnum hann þannig þetta verði ekki of mikill eltingarleikur. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins FÓTBOLTI Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leiki sína í undankeppninni og hafa hvort um sig fengið á sig eitt mark til þessa en Svíar eru á toppi riðilsins fyrir þennan leik þar sem liðið hefur skorað 24 mörk á meðan íslenska liðið hefur skorað 20 mörk. Efsta liðið í riðlinum fer beint í lokakeppni mótsins á meðan þrjú liðin með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum níu fara beint þangað. Hin sex liðin sem hafna í öðru sæti fara í umspil um þrjú laus sæti á mótinu. England hefur svo nú þegar tryggt sér farseðilinn á mótið sem gestgjafi. Eins og sakir standa er Ísland í þriðja sæti af þeim liðum sem sitja í öðru sæti í riðlunum á eftir Sviss og Írlandi sem hafa 13 stig. Ítalía er með jafn mörg stig og Ísland en ítalska liðið er með lakari marka­ tölu eftir stórsigra Íslands á Lett­ landi í síðustu leikjum liðsins. Dagný Brynjarsdóttir, sem skor­ aði þrennu í síðasta leik Íslands í riðlinum á móti Lettum, og Elín Metta Jensen, sem skoraði eitt marka íslenska liðsins í þeim leik, eru markahæstu leikmenn riðilsins með fimm mörk. Anna Anvegård, samherji Glódísar Perlu Viggós­ dóttur hjá Rosengård, og samherj­ arnir hjá Juventus, varnarmaðurinn Linda Sembrant og framherjinn Lina Hurtig, hafa skorað mest fyrir Svíþjóð eða þrjú mörk hver. Guðbjörg Gunnarsdóttir, mark­ vörður sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården, er mjög spennt fyrir leik kvöldsins en hún er nýfarin að spila á ný með félagsliði sínu eftir að hafa fætt tvíbura fyrr á þessu ári. Guðbjörg sem á að baki 64 leiki fyrir Íslands hönd segir Svía gera sér grein fyrir að leikurinn í kvöld verði afar erfiður en íslenska liðið sé að mæta því sænska á heppilegum tíma. „Þeirra styrkleiki hefur í gegnum tíðina verið að halda boltanum vel og splundra vörn andstæðinga sinna með hröðu spili á réttum augnablikum. Þær eru alla jafna með hraða framherja sem gera varnarlínum lífið leitt. Í síðustu leikjum hafa hins vegar föst leikat­ riði verið helsta sóknarvopn sænska liðsins. Við höfum verið í heims­ klassa á þeim vettvangi og ég held að baráttan inni í vítateig liðanna í föstum leikatriðum muni ráða miklu um úrslit leiksins í kvöld,“ segir Guðbjörg um leikinn gegn bronsliðinu frá HM síðasta sumar. „Við erum að mæta þeim á fínum tíma þar sem það eru meiðsli í leik­ mannahópnum og þá eru tveir lykilleikmenn að spila á Spáni þar sem lítið hefur verið spilað síðustu mánuðina vegna kórónaveirufar­ aldursins. Aðalmarkvörður þeirra, Hedvig Lindahl, er meidd og í hópn­ um eru góðir markmenn sem hafa hins vegar ekki mikla landsliðs­ reynslu og eru ekki vanar að spila með varnarlínu sænska liðsins. Þær eru svo vængbrotnar fram á við þar sem Fridolina Rolfö, þeirra besti framherji, og annar framherji, Stina Blacksteinius, eru meiddar og verða ekki með. Þá hafa sóknartengiliðurinn Kosovare Asllani og sóknarmaður­ inn Sofia Jakobsson ekkert spilað með félagsliði sínu, Real Madrid, undanfarið og þær eru því ekki í góðu leikformi. Þetta eru hins vegar góðir og reynslumiklir leikmenn sem geta tekið leikinn yfir. Þær eru með öfluga sóknarmenn til þess að fylla skörðin, það má ekki gleyma því. Sænska liðið hefur svo verið í vandræðum með hægri bakvarðar­ stöðuna og það var til að mynda miðvörður sem spilaði þar í síðasta leik. Ég held að okkur hröðu kant­ menn ættu að geta herjað á bak­ verðina hjá þeim,“ segir landsliðs­ markvörðurinn enn fremur. Óvíst er hvort Jón Þór Hauksson teflir fram sama liði og lék frábær­ lega gegn Lettlandi á fimmtudaginn eða breyti til. Miðvörðurinn Ingi­ björg Sigurðardóttir sem fór meidd af velli gegn Lettum er búin að hrista af sér smávægileg meiðsli og æfði með liðinu í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks, lék frábærlega í eldskírn sinni með kvennalandsliðinu gegn Lettlandi á dögunum. Þar fékk Sveindís leyfi til að herja á bakvörð Letta og fór oft á tíðum illa með vörn gestanna sem skilaði tveimur af níu mörkum íslenska liðsins en sóknartengiliðir Íslands þurfa eflaust að sinna meiri varnarskyldu í kvöld. Þá gæti þjálfarateymið fært Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur upp á miðjuna til að færa liðinu meira stál á miðsvæðið við hlið Söru Bjarkar og Dagnýjar en þá þyrfti að finna bakvörð í stað Gunnhildar sem hefur leyst stöðuna stórvel í undan­ förnum leikjum. hjorvaro@frettabladid.is Næstu tveir leikir íslenska liðsins munu skipta sköpum Toppliðin tvö í F-riðli í undankeppni Evrópumótsins 2022 í knattspyrnu kvenna, Ísland og Svíþjóð, leiða saman hesta sína á Laugardalsvelli í kvöld. Um er að ræða úrslitaleiki um það hvort liðið fer beint áfram í lokakeppni mótsins. Sænska liðið mætir á Laugardalsvöllinn án nokkurra sterkra leikmanna. HANDBOLTI Britney Cots, leikmaður kvennaliðs FH í handbolta, hefur verið valin í æfingahóp Senegal sem mun koma saman til æfinga í Frakk­ landi  dagana 28. september til 3. október. Þetta er í fyrsta skipti sem Cots er í leikmannahópi Senegal. Cots er markahæsti leikmaður FH sem er nýliði í efstu deild á yfir­ standandi keppnistímabili með 22 mörk í tveimur leikjum. Þessi öfluga skytta er að hefja sína þriðju leik­ tíð með FH en hún skrifaði undir tveggja ára samning við Hafnar­ fjarðarliðið síðastliðið vor. FH sem leikur undir stjórn Jak­ obs Lárussonar hefur beðið ósigur í þessum leikjum gegn Stjörnunni og Haukum. Eftir næsta leik FH fer Cots til Frakklands en hlé verður gert á Íslandsmótinu til fimmtu­ dagsins 8. október. Cots ætti að vera búin með sóttkví sína þegar FH sækir HK heim laugardaginn 10. október. – hó Cots valin í hóp hjá Senegal FÓTBOLTI Jón Þór Hauksson, þjálf­ ari íslenska liðsins, og Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður liðsins, virtust hóflega bjartsýn en á sama tíma meðvituð um baráttuna sem þarf til að ná í úrslit í kvöld. „Nokkrir leikmenn fengu högg í leiknum gegn Lettum og á æfing­ unum á milli leikjanna. Svava Rós [Guðmundsdóttir] er í mesta kapp­ hlaupinu við tímann en við vonum að hún og aðrir leikmenn sem eru tæpir verði klárir í slaginn. Svíar eru með líkamlega sterkt lið en við teljum okkur vera það líka og við munum mæta þeim af fullum krafti í baráttunni,“ segir Jón Þór. „Mér finnst hafa verið stígandi í spilamennsku liðsins eftir að ég tók við og það var gott að sjá liðið spila jafn vel og það gerði eftir hléið vegna kórónaveirufaraldursins á móti Lettlandi. Vonandi heldur sá góði taktur sem hefur verið í liðinu áfram í þessum leik. Það er afar mikilvægt að ná hagstæðum úrslit­ um,“ segir þjálfarinn enn fremur. Glódís Perla þekkir vel til leik­ manna sænska liðsins enda eru sex leikmenn í sænska hópnum liðs­ félagar Glódísar hjá Rosengård. „Við munum líklega liggja til baka í þessum leik og spila þéttan og agaðan varnarleik þegar við erum ekki með boltann. Við verðum hins vegar að þora að halda í boltann þegar við vinnum hann þannig að þetta verði ekki of mikill eltingar­ leikur. Skyndisóknir okkar þurfa að vera vel útfærðar þegar færi gefst á þeim. Við verðum síðan að standa vaktina vel í föstum leikatriðum og nýta okkar föstu leikatriðin vel að sama skapi,“ segir Glódís Perla. „Það hefur verið gaman að fylgj­ ast með ungu leikmönnunum sem hafa verið að brjóta sér leið inn í liðið í síðustu leikjum og stóðu sig mjög vel í leiknum á móti Lettum. Vonandi halda þær áfram að vaxa og það er hlutverk okkar reynslu­ meiri leikmannanna að aðstoða þær við það,“ segir Glódís sem leikur á morgun sinn 86. landsleik sem er afar vel af sér vikið þegar litið er til þess að hún er einungis 25 ára gömul. – hó Þurfum að spila þéttan og agaðan varnarleik án bolta FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun í kvöld jafna leikjametið  hjá kvenna­ landsliðinu þegar hún leikur sinn 133. leik fyrir Íslands hönd.  Með því jafnar Sara leikjamet Katrínar Jónsdóttur sem lék á sínum tíma 133 leiki á nítján ára landsliðsferli. Sara var aðeins sextán ára gömul þegar hún lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í 1­2 tapi gegn Slóvenum ytra. Það tók Söru ekki langan tíma að stimpla sig inn í liðið sem lykil­ leikmaður og hefur hún byrjað alla tíu leiki Íslands í lokakeppnum EM.  Í leikjunum 132 hefur Sara skorað tuttugu mörk og vantar aðeins eitt til að jafna Katrínu Jónsdóttur í fimmta sæti yfir markahæstu leik­ menn Íslands frá upphafi. Þá er Sara sá leikmaður sem hefur oftast hlotið gult spjald eða þrettán spjöld. – kpt  Jafnar leikjamet Katrínar í dag Einbeitingin skein úr augum íslenska liðsins á æfingu þess á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sara fagnar marki gegn Lettum. FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska stórveldið Arsenal. Enska félagið greiddi Dijon tæpar tvær milljónir punda fyrir þjónustu íslenska markmannsins sem verður um leið sjötti Íslendingurinn til að skrifa undir hjá Skyttunum. Rúnari er ætlað að vera varaskeifa fyrir Bern Leno en mun einnig fá leiki þegar Leno þarf hvíld. Hann gæti því leikið sinn fyrsta leik fyrir Arsenal annað kvöld þegar Skytt­ urnar mæta Leicester í enska deild­ arbikarnum. – kpt Rúnar skrifaði undir til 2024 2 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.